Morgunblaðið - 09.01.2015, Side 8

Morgunblaðið - 09.01.2015, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Björn Bjarnason skrifar:   Fréttir herma að Jón Gnarr,fyrrverandi borgarstjóri, velti fyrir sér framboði í embætti forseta Ís- lands ef Ólafur Ragnar Grímsson gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Jón Gnarr styrkti sig í dag í væntanlegri baráttu við Ástþór Magnússon um forsetaembættið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, rituðu undir samstarfssamning á milli borg- arinnar og háskólans um að koma á fót friðarsetri.    Sameiginlega skipa stofnendursetursins Jón Gnarr sem for- mann ráðgjafanefndar þess. Dag- ur B. sagði mikinn feng að for- mennsku Jóns Gnarrs, hann hefði náð að vekja mikla athygli á mál- efnum friðar sem borgarstjóri. „Það er bissness í friði,“ sagði Jón Gnarr við athöfnina.    Í frjálsa vef-alfræðiritinu Wiki-pedia segir meðal annars um Ástþór Magnússon: „Ástþór var upphafsmaður að stofnun Friðar 2000 1994 með þátttöku meira en 100 erlendra friðarsamtaka og yfir 1000 einstaklinga árið 1995. Ástþór hefur hlotið tvenn mann- úðarverðlaun, Gandhi verðlaunin og Heilaga Gullkrossinn frá Grísku rétttrúnaðarkirkjunni en það var UNESCO í Grikklandi sem tilnefndi Ástþór til verð- launanna.“    Athyglisvert er að Reykjavík-urborg og Háskóli Íslands taki á þennan hátt afstöðu með Jóni Gnarr í friðarmálum en gangi fram hjá Ástþóri Magn- ússyni.“ Dagur C með yður STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.1., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík -1 léttskýjað Akureyri 0 skýjað Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 4 skúrir Ósló 1 heiðskírt Kaupmannahöfn 6 alskýjað Stokkhólmur 5 skýjað Helsinki 2 skúrir Lúxemborg 7 skúrir Brussel 6 léttskýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 3 léttskýjað London 8 léttskýjað París 8 skýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 7 skúrir Berlín 5 súld Vín -2 skýjað Moskva -9 alskýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 10 heiðskírt Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 léttskýjað Aþena 2 léttskýjað Winnipeg -17 snjókoma Montreal -22 snjókoma New York -8 heiðskírt Chicago -17 alskýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:08 16:02 ÍSAFJÖRÐUR 11:45 15:36 SIGLUFJÖRÐUR 11:29 15:17 DJÚPIVOGUR 10:45 15:24 TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunn- ar, fór um áramótin út í verkefni fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópu- sambandsins, og verður í vinnu á Ítal- íu til og með 15. febrúar. Áætlað er að vélin komi aftur hingað til lands 17. febrúar. Þetta kemur fram í svari Landhelg- isgæslunnar við fyrirspurn frá mbl.is. Þar segir ennfremur, að TF-SIF verði næstu vikur gerð út frá Sikiley og sé við eftirlit á hafsvæðinu í kringum Ítal- íu. Fjórir eru í áhöfn flugvélarinnar hverju sinni, flugstjóri, flugmaður og tveir stýrimenn. Einnig fylgir verkefn- inu flugvirki, umsjónarmaður og starfsmaður stjórnstöðvar í Róm sem er tengiliður við flugvélina og einnig varðskipið Tý sem er á svipuðu svæði. TF-SIF var kölluð heim í ágúst vegna eldsumbrotanna við Vatnajökul og var í samstarfi við almannavarna- deild ríkislögreglustjóra fylgst náið með þróun á svæðinu. Í svarinu segir, að þegar aðstæður krefjist þess að flugvélin sé við störf hér við land, verði hún leyst frá störf- um á Ítalíu og komi eins fljótt og kost- ur er til Íslands. „Eins og staðan er nú leyfa fjár- heimildir Landhelgisgæslunnar ekki rekstur flugvélarinnar hér við land allt árið og eru því verkefni fyrir Frontex þýðingarmikil til að halda flugvélinni í rekstri og starfsmönnum hennar í virkri þjálfun,“ segir Land- helgisgæslan. TF-SIF verður á Ítalíu fram í febrúar  Fjárheimildir leyfa ekki rekstur flugvélarinnar allt árið hér á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg TF-SIF Flugvél Landhelgisgæsl- unnar verður á Ítalíu næstu vikur. Tæplega 2.800 ökumenn voru stöðv- aðir á höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan hélt úti í umdæminu. Tuttugu og sjö ökumenn reyndust ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið og eiga þeir ökuleyfis- sviptingu yfir höfði sér. Níu til við- bótar var gert að hætta akstri sök- um þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir refsimörkum. Markmiðið með átakinu var að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkniefnaakstri og hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. 27 ölvaðir undir stýri  Nær 2.800 öku- menn stöðvaðir Morgunblaðið/Júlíus Umferðareftirlit Lögreglumenn að störfum á Sæbraut í Reykjavík. Útsalan er hafin 40% afsláttur af öllum fatnaði Fagleg þjónusta í 60 ár Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 www.facebook.com/HYGEA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.