Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 ✝ GuðmundurGunnarsson fæddist í Bald- urshaga á Akra- nesi 9. júlí 1920, en ólst upp á Steins- stöðum. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands, Akranesi, 24. desember 2014. Foreldrar hans voru Guðríður Guðmundsdóttir, f. 1899, d. 2000 og Gunnar L. Guðmunds- son, f. 1897, d. 1988. Systkini Guðmundar eru: Svava, f. 1921, d. 2014, Halldóra, f. 1923, d. 2009, Sigurlín, f. 1927, Sig- urður, f. 1929, Gunnar, f. 1931, d. 2002, Ármann, f. 1937, Svein- björn, f. 1939 og Guðrún, f. Björk, f. 1979, börn hennar eru Krista Björt, Daníel Rökkvi og Eva Karín. b) Elva Hrund, f. 1983, maki hennar er Trausti Harðarson. Börn þeirra eru Al- dís Tinna, Viktor Frosti og Magni Blær. c) Þóra Hlín, f. 1986, barn hennar er Þórir Fannar. 2) Gunnar, f. 21. maí 1965, maki hans er Sesselja Ingimundardóttir, f. 29. sept- ember 1966. Börn þeirra eru: a) Guðmundur Ingi, f. 1988, maki Hulda Björk Einarsdóttir, barn þeirra er Gunnar Logi, b) Ey- þór Örn, f. 1993, c) Andri Freyr, f. 1994, d) Harpa Rós, f. 1999. Guðmundur starfaði lengst af sem verkstjóri í Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunni á Akranesi. Þá starfaði hann lengi sem leigubílstjóri að aukastarfi. Guðmundur hafði einstakt dá- læti á hestamennsku og var mikil félagsvera. Útför Guðmundar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 9. jan- úar 2014, kl. 14. 1942. Þann 9. jan- úar 1955 kvæntist Guðmundur Huldu Jóhannesdóttur, f. 25. nóvember 1926, d. 2012. Foreldrar hennar voru Jó- hannes Sigfússon, f. 1889, d. 1933, og Valgerður Arn- oddsdóttir, f. 1889, d. 1962. Guð- mundur og Hulda byggðu sér hús að Brekkubraut 2 á Akranesi og bjuggu þar í 25 ár, en 1979 fluttu þau að Espi- grund 9 og bjuggu þau þar til æviloka. Börn Huldu og Guð- mundar eru: 1) Guðríður, f. 21. nóvember 1955, maki Þórir Bergmundsson, f. 9. september 1953. Börn þeirra eru: a) Hulda Elsku afi minn, það er furðu- legt að hugsa til þess að þú sért horfinn úr þessum heimi. Þú sagðir alltaf að þú værir ekkert gamall þegar maður óskaði þér til hamingju með af- mælisdaginn og hvað nýtilkom- inn aldur væri nú orðinn hár. Þú varst svo sannarlega gang- andi sönnunargagn um það að maður er eins gamall og manni líður. Allt til síðasta dags varstu vaðandi í sveitastörfum, rúntandi um bæinn með vinum og heimsækjandi fjölskyldu, vini og vandamenn. Nei, það var sko aldrei of lítið að gera hjá þér, afi minn, og mikið af- skaplega er yndislegt til þess að hugsa að alla tíð hafðirðu fullt vit og krafta til að gera nær hvað sem þú vildir til loka lífsins hér á jörðu. Þegar þú lást inni á sjúkra- húsinu þá fannst mér það svo merkilegt að það væri í fyrsta sinn sem þú hefur nokkurn tíma þurft að liggja sjúkralegu. Ég trúi því statt og staðfast- lega að þú hafir alltaf verið svo heilbrigður og lifað svo lengi og vel vegna þinnar einlægu trúr á að aldur væri afstæður, allrar þinnar útiveru, félagsskapar og að ógleymdri næringargjöfinni í eldamennsku hennar ömmu. Matseldina hennar ömmu van- mastu aldrei og það var aldrei sest niður við matarborðið án þess að þú nefndir hvað mat- urinn væri góður og ég og ef- laust langflestir vorum þér allt- af innilega sammála. Skopskynið þitt kom þér vafa- laust langt á lífsins braut og gastu alltaf gantast við alla sem við þig töluðu. Aldrei held ég að það hafi liðið samtal þar sem maður heyrði ekki eitthvað hneggja í þér. Seint verður hægt að gleyma þegar maður fór með þér í „moskanum“, jafnvel sitjandi á pallinum, inn í hesthús að gefa og klappa hestunum, Mósa og fleirum. Alltaf kíkti maður inn í verkfæraherbergið þar sem leyniboxið var með allskyns gripum sem safnast höfðu og manni þóttu svo merkilegir. Þrátt fyrir að vera ekki mikil sveitakona þá er það þér að þakka að ég fékk að upplifa gleðina í því að koma nálægt heyskap og húsdýrum. Þú hafð- ir svo mikinn áhuga á hestum og augljóst var hvað þér þótti alltaf vænt um skepnurnar þín- ar því þú hugsaðir svo ákaflega vel um þær. Þú hélst alltaf öllum í fjöl- skyldunni nálægt og fékk mað- ur símtal ef of langt var um lið- ið og fékkst að heyra nýjustu tíðindin þó að yfirleitt hafi ekki vantað mikið upp á. Þú eyddir alla tíð gífurlega miklum tíma með börnunum þínum og pass- aðir að alltaf væri nóg fyrir stafni. Góðar stundir sem við geymum, munum og lærðum af. Það eru óteljandi stundir sem maður geymir með sér og ég er viss um að þú gerir það líka. Ég mun sakna þín mikið, afi minn, en að miklu leyti er maður líka afskaplega þakklát- ur fyrir það að þú hafir sloppið við svo margt sem fylgir hækk- andi aldri fólks og lifað svo lengi og haft það að mestu af- skaplega gott. Ég óska þess og vona að þú sért sáttur, þér líði vel og sért í faðmi allra þeirra sem þér þótti vænt um og voru horfnir yfir í næsta heim. Elva Hrund Þórisdóttir. Á aðfangadag jóla sl. kvaddi Guðmundur Gunnarsson, Espi- grund 9 á Akranesi, eða Guð- mundur á Steinsstöðum eins og hann var oftast nefndur í þessu lífi. Hann var 94 ára og sáttur við menn og málefni. Ég mun ekki rifja upp hans ævistarf, það gera aðrir sem betur þekkja til. Ég kynntist Guðmundi best þegar ég hóf störf hjá Olís fyrir 34 árum og hann var verkstjóri hjá Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness, en þar starf- aði hann lengst af ævi sinnar. Þar komu vel fram hans helstu kostir: samviskusemi, trygg- lyndi og snyrtimennska. Oft kom hann bara til að vita hvort ekki væri allt í lagi, þáði aldrei kaffi en fannst gott að fá smá kandís. Eftir að hann hætti að vinna hefur hann komið að heimsækja mig í Olís á Suð- urgötu að minnsta kosti tvisvar í viku og spurningin alltaf sú sama: er ekki allt í lagi, vinur? Málin voru rædd; póltík, bæj- armál o.fl., síðan var tekist í hendur og haldið á leið. Kona Guðmundar var Hulda Jóhannesdóttir sem er látin fyrir nokkru. Á heimili foreldra minna, Guðfinnu og Sigga B., var alltaf talað um Gumma og Huldu sem eitt, en þau voru miklir vinir og velgerðamenn foreldra okkar. Það var oft mikið líf þegar tekið var í spil í gamla daga. Þar voru Gummi og Hulda, Guðmundur Þór og Gugga kona hans og foreldrar mínir, þá var mikið spáð í bíla. Þessi þrenn hjón voru æskuvin- ir og hélst sú vinátta alla tíð. Það er dýrmætt að hafa átt vini eins og Guðmund og Huldu. Það erum við börn Guð- finnu og Sigga B. óendanlega þakklát fyrir, en ég vil þakka Guðmundi fyrir trygglyndi og vináttu við mig í gegnum árin. Ég votta börnum Huldu og Guðmundar og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Gunnar Sigurðsson. Guðmundur Gunnarsson ✝ Kolbrún SaraRunólfsdóttir fæddist á Land- spítalanum 19. maí 1990. Hún lést á heimili sínu hinn 29. nóvember 2014. Móðir hennar er Elísabet Viðars- dóttir, f. 18. des- ember 1973. Upp- eldisfaðir Kolbrúnar Söru er Róbert Samúelsson, f. 6. apríl 1959. Kolbrún Sara Ólst upp á heimili móð- ur sinnar og fóstra í Vesturbænum í Reykjavík. Þaðan flutti hún í Breið- holtið. Kolbrún Sara stundaði grunnskólagöngu við Melaskóla og síðan Hagaskóla í Vesturbænum. Útför Kolbrúnar Söru fór fram í kyrrþey 11. desember 2014. Ég sakna þín elsku ástin mín, sakna allra góðu tímanna okkar saman, þú varst svo mikill húm- oristi, fyndin og virkilega skemmtileg og hæfileikarík stúlka. Nærvera þín var algjört yndi, svo þægileg, blíð og góð. Þú áttir allt það besta skilið. Við gát- um eytt löngum tíma í að spjalla, djóka og hlæja saman. Þú varst ekki bara dóttir, heldur besti vin- ur líka, við gátum spjallað saman um allt og deilt leyndarmálum okkar. Það er svo erfitt að missa þig svona í burtu frá mér. Þú varst svo yndisleg, góð, blíð og umhyggjusöm. Vildir gera allt fyrir alla. Svo stórt hjarta sem þú hafðir. Þú ert yndislegasta sál sem ég hef fengið að kynnast, ég mun aldrei gleyma þér, elsku engillinn minn. Þú verður ávallt vel geymd í mínu hjarta, sakna þín svo óendanlega mikið, gullið mitt. Langar svo að geta knúsað þig og faðmað. Ég þakka guði fyrir þann tíma sem við fengum að eiga saman, þessi 24 ár, en vildi óska þess að hann hefði ver- ið lengri. Ég veit að veikindi þín voru erfið en veit að þú ert á betri stað núna og þér líður bet- ur. Guð og englarnir geymi þig og vaki yfir þér, gullið mitt. Sofðu, sofðu, litla barnið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. Móðurhöndin milda, milda, þýða, mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. (Benedikt Þ. Gröndal) Ég ætla mér út að halda, örlögin valda því. Mörgum á ég greiða að gjalda, það er gömul saga og ný. Guð einn veit, hvert leið mín liggur, lífið svo flókið er. Oft ég er í hjarta hryggur en ég harka samt af mér. Eitt lítið knús, elsku mamma, áður en ég fer. Nú er ég kominn til að kveðja, ég kem aldrei framar hér. Er mánaljósið fegrar fjöllin ég feta veginn minn. Dyrnar opnar draumahöllin og dregur mig þar inn. Ég þakkir sendi, sendi öllum. Þetta er kveðjan mín. Ég mun ganga á þessum vegi uns lífsins dagur dvín. (Einar Georg Einarsson) Elísabet Viðarsdóttir, mamma. Elsku Kolla mín, núna er kom- ið að kveðjustund sem ég vil bara ekki sætta mig við en því miður er þetta raunveruleikinn sem við fáum bara engu um ráðið. Ekki bjóst ég nú við því að ég þyrfti að setjast niður og skrifa minning- argrein um frábæra frænku, sem þú varst, og þú sem áttir allt lífið framundan, aðeins 24 ára gömul. En því miður var líf þitt erfitt og ósanngjarnt og getur enginn sett sig í þær aðstæður sem þú upp- lifðir. Þær eru óraunverulegar og minna helst á skáldskap úr ein- hverri ljótri bíómynd en því mið- ur var þetta þinn raunveruleiki sem þú þurftir að ganga í gegn- um. En Guð tók þig undir sinn verndarvæng því þér er ætlað eitthvert stórt verkefni sem beið þín þarna uppi. Elsku ástin mín, ég naga mig í handarbökin af samviskubiti yfir því að hafa ekki verið duglegri að hringja í þig og heimsækja þig, en maður hugsar oft alltof seint. Elsku Kolla, litla blómarósin mín, ég elska þig svo heitt og þú varst stór hluti af mínu hjarta og ég hefði átt að vera duglegri að sýna þér það í orðum og verki. Þú varst svo fal- leg sál, þú vildir allt fyrir alla gera, þú máttir aldrei vita að öðr- um liði illa, þú varst bara alltof falleg og góð sál fyrir þennan harða heim. Við eigum ótal margar minn- ingar úr æsku, ég var alltaf með þér, mömmu þinni og Róberti því mér fannst ekkert skemmtilegra en að vera með ykkur. Í hvert skipti sem ég kom sast þú inni í stofu, alltaf á sama stað fyrir framan sjónvarpið, og auðvitað alltaf sama stöðin í gangi, Carto- on network, og þú skellihlæjandi yfir öllu með þínum smitandi hlátri, mikið sakna ég þess að heyra ekki þennan hlátur lengur. Það er svo erfitt að sætta sig við það að fá aldrei að sjá þig aftur eða heyra hlátur þinn, bros þitt og fallegu Kollu okkar aftur, en þegar okkar dagur kemur þá veit ég að þú munt koma strax og taka á móti okkur opnum örm- um. Þegar þú varst lítil varstu sko mesti prakkarinn, það mátti sko ekki líta af þér augum þá var auðvitað Kolla litla stungin af og ef ég færi að skrifa öll prakk- arastrikin þín í æsku þá yrði það stór bók til að lesa og líklegast yrði það metsölubók. Ég gleymi nú aldrei, svo lengi sem ég lifi, einu af þínum prakkarastrikum. Það var þegar þú labbaðir upp í Kringlu og lést mála þig á ösku- degi og sagðir að mamma þín hefði aðeins skroppið inn í Hag- kaup og kæmi svo að borga fyrir þetta og konan beið og beið en aldrei kom mamman. Þegar mað- ur hugsar út í öll þau prakkara- strik sem þú gerðir fær það mann bara til að brosa og hlæja, en þetta var sko alls ekki fyndið á þeim tíma. Þú ert og verður sko alltaf litla blómarósin mín, mundu það, elsku ástin mín, ég mun aldrei gleyma þér. Ég veit að amma og pabbi hafa tekið við þér strax opnum örmum og eru núna að passa litlu stelpuna okk- ar. Ég veit að þú ert komin á góðan stað þar sem guð og engl- arnir vaka yfir þér. Hvíldu í friði, fallegi engillinn minn, við hittumst seinna. Takk fyrir að vera svona frábær frænka, ég mun aldrei gleyma þér, elsku ástin mín. Guð geymi þig. Helena Dögg, Bryndís Embla, Andri Snær og Lilja Dís. Kolbrún Sara Runólfsdóttir Ég er ekkert viss um að hún Kristín hefði nokk- uð kært sig um að ég færi að skrifa um hana minn- ingargrein. En þannig er að mér finnst ég eiga þeim hjónum, henni og Ragnari Jónssyni móð- urbróður mínum, þakkarskuld að gjalda, gamla þakkarskuld – og ég skal ekki hafa þetta langt. Ragnar var yngstur móður- systkina minna og sá eini sem ekki var giftur þegar ég fór að taka eftir því sem gerðist í kringum mig. Hann gisti stöku sinnum í Nesi og það fylgdi hon- um frísklegt andrúmsloft. Þeg- ar samdráttur varð svo milli hans og Kristínar man ég að Anna, móðir hans og amma mín, sem bjó hjá okkur í Nesi, lét í ljósi áhyggjur af því hvort þetta væri nú rétt kvonfang fyrir hann, stúlka austan úr Hvol- hreppi. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði svona umræðu og varð eftirminnilegt, en hugsanir af svipuðu tagi hafa auðvitað heyrst viðraðar reglulega síðan við slíkar kringumstæður, hjá móður minni, hjá móður og tengdamæðrum barnanna minna og víðar. Sem betur fer er ekki mikið mark tekið á slíku enda fjarar það skjótt út. Kristín Guðrún Einarsdóttir ✝ Kristín GuðrúnEinarsdóttir fæddist 6. maí 1923. Hún lést 28. nóvember 2014. Út- för Kristínar fór fram 10. desember 2014. Þá er mál að koma aftur að þakkarskuldinni. Vorið 1948 hafði ég tekið fullnaðarpróf úr barnaskólanum á Strönd á Rangár- völlum, og umræðu á heimilinu um það á hvern hátt ég skyldi settur til mennta lyktaði þannig að best væri að bíða eftir opnun Skógaskóla árið eftir. Þau Ragnar höfðu þá byggt sér einbýlishús á Hellu þar sem Ragnar vann við Kaup- félagið Þór. Þau voru bæði vel menntuð á þeirra tíma mæli- kvarða, og að ráði varð að þau skyldu segja mér til í ensku og dönsku þennan vetur. Ég kom svo til þeirra nokkuð reglulega mestallan veturinn. Talsvert hef ég vafalaust lært í tungumálun- um tveimur því að þegar í Skógaskóla kom gat ég án telj- andi fyrirhafnar farið upp í ann- an bekk á miðjum vetri. En ég lærði margt fleira en undir- stöðuatriði ensku og dönsku þennan vetur. Að komast í kynni við menningarheimili þar sem víðsýni ríkti, málin voru rædd fram og aftur og margt bar á góma, þau ekki alltaf sam- mála hjónin, var ekki síður menntandi fyrir ungan dreng úr sveit. Ég tel að þau Kristín og Ragnar hafi átt talsvert í því sem úr mér varð, og fyrir það er ég þeim ævinlega þakklátur. Blessuð veri minning þeirra hjóna. Jóhann Gunnarsson. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA JÓNSSONAR fv. verzlunarskólakennara, Hvassaleiti 40, Reykjavík. Hólmfríður Árnadóttir, Brjánn Árni Bjarnason, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Bolli Bjarnason, Ellen Flosadóttir, Gunnlaugur Bollason, Unnur Þorgeirsdóttir, Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir, Hafsteinn V. Hafsteinsson, Elva Bergþóra Brjánsdóttir, Fannar Bollason, Fjalar Bollason og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.