Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
fi p y j g p
C p i ð lh kl lme va netu-vinaigrette og ettasa ati Grafið lam
Villibráðar-paté prikmeð pa
Bruchetta tarsmeð tvíreyktu hangikjöti, balsamrauðlauk og piparró
Bruchetta með hráskinku, balsam nmog grill uðu Miðjarðarhafsgræ
- salat skufer
ðbo
arðameð Miðj
kjRisa-ræ
með peppadew iluS
ajónmeð japönsku m
het
Hörpuskeljar má, 3 s
Frönsk súkkulaðikaka skum/rjóma og fer
Vanillufylltar vatnsdeigsbollur arbSúkkulaðiskeljar með jarð
Kjúklingur-satay á spjóti með ídýfu Teryaki-lamb á spjóti R
ahörpuskel maríneruð á pinna Túnfiskur í sesamhjúp á spjóti mSími 511 8090 • www.yndisauki.is
Veitingar fyrir öll tækifæri,
stór og smá, fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Markmið okkar er alltaf það
sama, glæsilegar veitingar
og ómótstæðilegt bragð.
Persónuleg og góð þjónusta.
Ferðaáætlun
Ferðafélags Ís-
lands 2015 er
komin út. Þar er
að finna yfir 200
ferðir; allt frá
malbikuðum
göngustígum í
þéttbýli yfir í grösugar sveitir og
áfram á hæstu tinda tignarlegustu
fjalla landsins. FÍ áætlar að tugir
þúsunda landsmanna taki þátt í ferð-
um félagsins á hverju ári, að því er
fram kemur í tilkynningu.
Allir eiga að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi í ferðaáætluninni, allt
frá ungbörnum í barnavagnaviku
Ferðafélags barnanna yfir í eldri og
heldri borgara í viðeigandi rútuferð-
um. Algengustu ferðir félagsins eru
gönguferðir um óbyggðir þar sem
náttúruupplifun, sögulegur fróð-
leikur, örnefnaþulur, flóra landsins
og fjölbreyttur félagsskapurinn
hellist yfir þátttakendur, eins og
segir í frétt frá FÍ.
Fjölbreytt
áætlun
Ferðafélagsins
Á fjöllum Úr Land-
mannalaugum.
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er ofboðslega erfið staða,“
sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, um samgöngur
milli lands og Eyja undanfarið.
„Það er erfitt þegar samgöngur
rofna og ekkert öðruvísi fyrir okkar
samfélög en fyrir önnur samfélög.
Þegar brúin yfir Múlakvísl fór voru
öll ráð notuð svo ekki þyrfti að fara
um Fjallabak syðra.“
Ekkert siglt í tvo daga
Allar ferðir Herjólfs milli Vest-
mannaeyja og Þorlákshafnar féllu
niður í gær og í fyrradag vegna
ölduhæðar og veðurs. Þá gekk ferð
skipsins frá Þorlákshöfn til Vest-
mannaeyja hægt á þriðjudagskvöld
vegna veðurs og sjólags.
Flugfélagið Ernir þurfti að fella
niður báðar ferðir sínar til Vest-
mannaeyja í fyrradag vegna óveð-
urs. Í gær var áætlað að fljúga
þrjár ferðir milli lands og Eyja, líkt
og í dag, á morgun og á sunnudag,
að sögn Ásgeirs Arnar Þorsteins-
sonar, sölu- og markaðsstjóra
Flugfélagsins Ernis.
Elliði sagði að tíðin hefði verið
mjög rysjótt undanfarið. Það væri
þó ekki nýtt í sögu byggðar í Vest-
mannaeyjum að ófært væri á milli
lands og Eyja. „En eðlilega veltum
við vöngum yfir því hvers vegna
það er orðið svona miklu algengara
en verið hefur,“ sagði Elliði. Hann
kvaðst hafa á tilfinningunni að frá-
tafir í siglingum til Þorlákshafnar
séu meiri nú en þær voru fyrir
nokkrum árum.
„Hér er næststærsti byggða-
kjarninn á landsbyggðinni utan
áhrifasvæðis höfuðborgarinnar.
Aðeins Akureyri er stærri. Við
þurfum að flytja vörur til og frá
Vestmannaeyjum. Hér eru fyrir-
tæki sem framleiða á neytenda-
markað og þótt sigling sé hæg þá er
hún í öllum tilvikum betri en engin
sigling. Engar samgöngur valda
fyrirtækjum erfiðleikum, einkum
þeim sem framleiða ferskvörur. Af
því höfum við áhyggjur. Farþegar
vilja geta valið hvort þeir sigla eða
ekki en vörurnar verða að komast,“
sagði Elliði. Hann sagði ekki farið
að bera á vöruskorti í bænum.
Herjólfur er orðinn gamall
Elliði kvaðst hafa óskað eftir
tölulegum upplýsingum um frátafir
í siglingum milli lands og Eyja
vegna veðurs. Hann sagði að mögu-
lega væru veður orðin miklu verri
nú en þau voru. Einnig yrði að taka
inn í myndina að núverandi Herj-
ólfur væri orðinn gamall.
„Við höfum aldrei notað eldra
skip til að halda uppi samgöngum
við Vestmannaeyjar heldur en
núna. Það þarf að fara yfir þetta,
leysa málið og halda uppi þeim
samgöngum sem við höfum haft.
Það er nógu slæmt fyrir okkur að
búa við óvissu um framtíðina sem
snýr að Landeyjahöfn þótt þetta
bætist ekki við.“
Þrettándahátíð hófst í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi og er dag-
skráin þéttskipuð fram á sunnudag.
Margt aðkomufólk hefur sótt hátíð-
ina í gegnum árin en samgönguerf-
iðleikarnir draga líklega úr aðsókn-
inni að þessu sinni.
Elliði sagði að þótt samgöngur á
sjó hefðu verið stopular hefði Flug-
félagið Ernir veitt einmuna góða
þjónustu. Þegar fólk þurfi að
treysta á að komast á milli sé það
farið að horfa til flugsins. Kostn-
aðurinn við flugið sé hins vegar
mikill, enda er flugið til Vest-
mannaeyja alfarið á markaðsfors-
endum en flug á suma aðra staði er
niðurgreitt. Elliði sagði að bæjaryf-
irvöld hefðu margsinnis óskað eftir
því að flugið til Eyja yrði aftur nið-
urgreitt en ekki haft erindi sem erf-
iði í því, fremur en í mörgu öðru
sem snýr að samgöngumálum Vest-
mannaeyinga.
Morgunblaðið/Ómar
Herjólfur Landeyjahöfn er ófær og siglir skipið til Þorlákshafnar, þegar fært er vegna veðurs og sjólags.
Eyjarnar einangraðar
Ferðir Herjólfs felldar niður tvo daga í röð Bæjarstjóri Vestmannaeyja
segir það valda fyrirtækjum sem framleiða ferskar vörur miklum erfiðleikum
„Lægðir gerast nú djúpar,“ skrifaði Trausti Jónsson
veðurfræðingur á blogg sitt (trj.blog.is) 6. janúar. Þá
velti hann því fyrir sér hvort lægð sem þá var að
dýpka við Nýfundnaland færi niður fyrir 940 hPa.
Langur tími líður á milli þess að svo lágur þrýstingur
mælist hér við land en möguleiki var á að það gerð-
ist í fyrsta skipti síðan árið 1999.
Daginn eftir, þann 7. janúar, mældist loftþrýst-
ingur 939,0 hPa á Gufuskálum á Snæfellsnesi. Það
var lægsti þrýstingur við sjávarmál sem mælst hefur
á landinu frá 1999. Þá mældist loftþrýstingur 936,2 hPa í Akurnesi í
Hornafirði.
Lægð sem spáð er að nái hingað til lands þegar líður á helgina á
einnig að verða djúp.
Djúpar lægðir á N-Atlantshafi
STÓRAR LÆGÐIR, EÐA KRAPPAR, GANGA HRATT YFIR HAFIÐ
Trausti Jónsson
„VR telur að breytingarnar á lög-
unum um atvinnuleysistryggingar
gangi gegn 76. gr. stjórnarskrár Ís-
lands,“ segir í fréttatilkynningu frá
VR, sem hefur stefnt íslenska ríkinu
vegna styttingar
atvinnuleysis-
bótatímans, með
lagabreytingu
sem kom til fram-
kvæmda um ára-
mótin. Stefnan
var lögð fram í
Héraðsdómi
Reykjavíkur 2.
janúar sl. og hefur
félagið óskað eftir
flýtimeðferð.
Haft er eftir Ólafíu B. Rafnsdóttur,
formanni VR og varaforseta ASÍ, að
félagið sjái ekki annan kost í stöðunni
en höfða mál til að fá ákvörðun rík-
isins um lagabreytingarnar hnekkt.
Í rökstuðningi kemur fram að VR
telur að íslenska ríkinu hafi verið
óheimilt að skerða rétt félagsmanna
VR til atvinnuleysisbóta með því að
stytta bótatímabilið um sex mánuði,
eins og gert var.
Þessi breyting er að mati VR ekki í
samræmi við meginreglur stjórnskip-
unar um réttaröryggi og fyrirsjáan-
leika. „Eignaréttur þeirra sem þegar
fá atvinnuleysisbætur hafi verið
skertur með afturvirkum og ólög-
mætum hætti og gengið hafi verið
gegn réttaröryggi þeirra. Lagasetn-
ingin hafi verið byggð á ómálefna-
legum forsendum og ekki verið gætt
meðalhófs,“ segir í fréttatilkynningu.
Kippir fótum undan fjölda
félagsmanna í VR
Skerðing á bótaréttinum, með nær
engum fyrirvara, kippir fótunum
undan fjölda félagsmanna VR, að
sögn formanns félagsins, sem bendir
á að árið 2006, þegar bótatímabilið
var stytt úr fimm árum í þrjú, hafi
löggjafinn séð til þess að atvinnulaus-
um var gefinn aðlögunartími þannig
að ekki kæmi til afturvirkrar skerð-
ingar. Sú sé ekki raunin nú.
Félagsmenn VR eru um þrjátíu
þúsund, af þeim voru tæplega eitt
þúsund á atvinnuleysisskrá um ára-
mótin. 81 félagsmaður missti rétt til
atvinnuleysisbóta 1. janúar sl. en alls
misstu um 500 einstaklingar bóta-
réttinn um áramótin þegar litið er til
vinnumarkaðarins í heild.
omfr@mbl.is
VR stefnir
ríkinu fyrir
dómstóla
Ólafía B.
Rafnsdóttir
Telur styttingu
bótatímans brot
gegn stjórnarskrá