Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Goggað í eina með öllu Í frosthörkum þurfa fuglar mikla orku til að halda á sér hita og því er feitmeti allra besta fæðan sem þeir fá. Þessi þröstur fór á Bæjarins bestu og fékk sér eina með öllu. Ómar Ég er með heilsu- kvilla sem óleiðréttur gerir mig nánast óstarfhæfan. Ég er nærsýnn. Mjög nær- sýnn. Ekki er nóg með það heldur er ég líka með sjónskekkju. Án gleraugna eða augn- linsa kæmist ég ekki mikið lengra á daginn en úr rúminu og á kló- settið og e.t.v. í ísskápinn þar sem ég gæti þreifað mig áfram eftir ein- hverju ætilegu. Óleiðréttur er heilsukvilli minn því nánast lamandi fyrir líf mitt. Við mér blasir samt vandi. Ég get ekki notið heilbrigðiskerfis hins op- inbera til að aðstoða mig við heilsukvilla minn. Skattpeningur minn fer ekki í lækn- ingu eða meðhöndlun á þessum heilsukvilla mínum eða þróun á bættri eða ódýrari tækni til að eiga við hann. Ég þarf að leita til hinna svokölluðu einkaaðila! Þeir bíða í röðum eftir að taka við peningunum mínum og selja mér úrræði sem í ofanálag eru skattlögð í himinhæðir af hinu opinbera. Það er því ekki nóg með að heilbrigðiskerfi hins op- inbera geti ekki boðið mér neitt heldur þarf ég að borga skatt af þeim úrræðum sem mér þó standa til boða! Þetta er auðvitað hneyksli og verður ekki leiðrétt nema með einni aðgerð: Þjóðnýtingu gleraugna- verslana! Í leiðinni mætti þjóðnýta alla aðstöðu til svokallaðra laser- aðgerða á augum sem geta læknað marga sjóndapra með allt að því varanlegum hætti. Skatta þyrfti auðvitað að hækka til að geta út- víkkað hið opinbera heilbrigðiskerfi með úrræðum fyrir sjóndapra. Lýk- ur þar með öllum vandræðum þessa stóra hóps í samfélaginu. Rándýr tískugleraugu með glampafríu yf- irborði og rispuvörn víkja fyrir hag- nýtum lausnum, flöskubotnagler- augum sem rispast og stöðluðu úrvali af annars konar varningi. Hver veit, kannski tekst jafnvel að knýja augnlækna og sjóntækjafræð- inga í stöku verkfall vegna óánægju með kjör! En annar kostur er líka í stöð- unni. Hann er að fleiri og fleiri með heilsukvilla fái notið þeirrar frábæru þjónustu, úrvals og samkeppni sem sjóndaprir njóta. Hann er sá að einkavæða heilbrigðiskerfi hins op- inbera og um leið fækka rækilega í laga- og reglugerðafrumskóginum í kringum heilbrigðisþjónustu af öllu tagi, auk þess að lækka skatta sem nemur rúmlega kostnaðinum við hið opinbera kerfi í dag. Þá gæti einhverjum dottið í hug að spyrja: Hvað gerist ef ríkisvaldið dregur sig úr fjármögnun og veit- ingu heilbrigðisþjónustu? Um það er erfitt að spá. Eitt er víst: Ef þú fjar- lægir kyrkjandi tak af dýri og hrein- lega sleppir því lausu er ekki víst að það hlaupi í nákvæmlega þá átt sem þú sást fyrir, en engu að síður má fullyrða að dýrið muni nú vaxa og dafna og þrífast mun betur en áður. Sjóndaprir geta keypt sér háþróaða tækni á blússandi samkeppnismark- aði framleiðenda, seljenda og sér- fræðinga til að vinna á heilsukvilla sínum. Ég óska þess að þeir sem eru með annars konar heilsukvilla geti búið við sama ástand. Eftir Geir Ágústsson » Sjóndaprir geta keypt sér háþróaða tækni á blússandi samkeppnismarkaði. Má ekki bjóða fleirum með heilsukvilla upp á það sama? Geir Ágústsson Höfundur er verkfræðingur. Þjóðnýtum gleraugnaverslanir! Fyrsta vika febr- úarmánaðar er helguð tannvernd og er henni ætlað að vekja athygli á tannheilsu. Tann- læknafélag Íslands hefur í samvinnu við tannlæknadeild HÍ og embætti landlæknis staðið fyrir átaki hjá nemendum í tíunda bekk grunnskóla. Skólastjórnendur fengu bréf með boði um heimsókn í skólana þar sem tannlæknar og tannlæknanemar í sjálfboðavinnu fræða nemendur um mikilvægi tannhirðu og heilbrigðs lífsstíls. Hefur þetta almennt mælst vel fyrir, enda ljóst hve mikilvægt það er að huga snemma að heil- brigðum lífsháttum hjá ungu fólki. Öll fræðsla af þessu tagi sáir já- kvæðum fræjum í misfrjóan svörð. Undirtektir skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við átakinu í febrúar á síðasta ári voru jákvæðar, þar til fréttist að afhenda ætti börn- unum gjafir – tannbursta, tannkrem, tannþráð og flúortyggjó frá fimm mismunandi framleiðendum. Þá barst Tannlæknafélagi Íslands tölvupóstur, þar sem vitnað var í 4. grein reglna borgarinnar um auglýsingar í skólum. Voru aðstandendur átaksins beðnir um að afhenda ekki tann- hirðuvörurnar á skóla- tíma, en bent var á að hægt væri að koma vörunum til barnanna utan skólatíma. Ekki er mér ljóst hvernig sú afhending átti að fara fram. Athygli vakti, að einungis Reykjavíkurborg amaðist við þessum gjöfum. Þó fór nú svo að dregið var í land og tannlæknar fengu að afhenda börnum tann- hirðuvörurnar í heimsókninni í skól- um Reykjavíkur. Nú er ætlunin að endurtaka vel heppnað átak og hafa skólastjórar fengið bréf með boði tannlækna um heimsókn og fræðslu, skólum að kostnaðarlausu. Þá barst Tann- læknafélagi Íslands tölvupóstur, dags. 25. nóvember sl. undirritaður af staðgengli skrifstofustjóra grunn- skólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, þar sem tannlæknar voru beðnir um að virða reglur um gjafir. Á manna- máli þýðir það, að tannlæknar eru velkomnir með fræðsluerindi, en mega ekki afhenda börnum tann- hirðuvörur frá hinum ýmsu aðilum – en þetta á bara við um Reykjavík. Við skulum hafa nokkur atriði á hreinu: - Öllum innflutningsaðilum tann- hirðuvara er boðið að vera með í átakinu. - Tannlæknar hafa engan ávinning af því að afhenda þessar gjafir og í raun flækir það framkvæmd átaks- ins. - Það er meira atvinnuskapandi fyrir tannlækna að sleppa fræðslu sem þessari og þess þá heldur að af- henda vörur, sem geta hugsanlega komið í veg fyrir tannskemmdir. Tannlæknastéttin býr hins vegar yf- ir ríkri samfélagslegri ábyrgðar- tilfinningu og gengur af gleði og án þóknunar til verksins og fræðslunn- ar í þeim tilgangi að fækka tann- skemmdum og bæta tannheilsu hjá íslenskum ungmennum. - Þegar tannfræðingar á vegum embættis landlæknis heimsækja skóla og fræða börn um tennur og tannhirðu afhenda þeir mögl- unarlaust tannbursta og fleiri vörur. Þannig geta börnin óhindrað haldið áfram að stunda heima það sem þeim var kennt í skólanum og er það til mikillar fyrirmyndar. - Tannhirðuvörur verða alltaf merktar þeim framleiðendum sem framleiða vöruna – alveg eins og t.d. mjólkin og blýanturinn. Það er bara þannig, sem vörur eru framleiddar – með innihaldslýsingu og upp- runamerkingu – hvort sem manni líkar betur eða verr. Nú ætla ég embættismönnum Reykjavíkurborgar ekki annað en að fylgja þeim reglum sem þeim eru settar. En hvaðan kemur vitleysan? Ætla yfirvöld borgarinnar að halda áfram að koma embættismönnum sínum í þá vandræðalegu stöðu að fylgja reglum, sem ganga í raun gegn hagsmunum barnanna? Það var einróma álit þeirra sem við ræddum við eftir átakið í fyrra, að gjafapokinn hefði verið punkturinn yfir i-ið í fræðsluheimsókninni – sér- staklega hjá efnaminni börnum sem áttu ekki umræddar vörur heima hjá sér. Lausnin gæti verið sú að veita skólastjórnendum meira svigrúm til að þiggja/banna heimsóknir og gjaf- ir af þessu tagi. Ef við treystum skólastjórum til þess ábyrgðarfulla starfs að stýra skólastarfi barna okkar, ætti þeim að vera í lófa lagið að taka ákvarðanir af þessu tagi, jafnvel í samvinnu við foreldra- félögin. Það ber ekki vott um mikið traust til skólastjórnenda, ef reglum af þessu tagi skal fylgt til hins ýtr- asta. Þær ættu að sjálfsögðu að vera leiðbeinandi. Það sýndi sig í síðasta átaki, að nær allir skólastjórar voru okkur hjartanlega sammála um mik- ilvægi þessara gjafa – að skólastjóra Háteigsskóla undanskildum, sem af- þakkaði fræðsluna á grundvelli 4. greinar reglnanna. Að sjálfsögðu var sú afstaða virt og því ekki farið í þann skóla með fræðsluna. Það er hins vegar afleitt að borgaryfirvöld taki á þennan hátt fram fyrir hend- urnar á öllum skólastjórum í Reykjavík. Slík miðstýring ber merki um yfirgang og afskræmingu lýðræðis. Eftir Kristínu Heimisdóttur »Ætla yfirvöld borg- arinnar að halda áfram að koma embætt- ismönnum sínum í þá vandræðalegu stöðu að fylgja reglum, sem ganga í raun gegn hagsmunum barna? Kristín Heimisdóttir Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. Stöndum vörð um Karíus og Baktus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.