Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Mér er það vel ljóst að fulltrúar hins póli- tíska rétttrúnaðar munu rísa upp á aft- urlappirnar. Það er þeirra háttur að vilja útrýma öllum skoð- unum, öðrum en þeim sem falla að hinum við- teknu „réttu“ við- horfum þeirra sjálfra. Þegar fulltrúar Framsóknarflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum mæltu fyrir því að úthlutun lóðar undir mosku yrði dregin til baka og borin undir atkvæði borgarbúa hófst ófrægingarherferð aldarinnar. Odd- viti lista Framsóknarflokksins var allt í einu orðinn grímuklæddur Ku Klux Klan-böðull og öllum ljótustu orðum tungunnar var ýtt á flot. „Hat- ur“ kom þar oft fyrir og svo glitti í orð eins og „fordómar“, „afturhald“, „mannréttindaníðingar“ að ógleymdu háðinu í „sveitamennska“, „forpokun“, „heimóttarskapur“. Og allt og sumt var að ekki var talið rétt að gera múslimamenningunni á Ís- landi svo hátt undir höfði að gefa þeim rándýra lóð á besta stað í bæn- um. Er það ekki bara fullgild skoðun? Ég veit ekki til þess að nokkurt hat- urs- eða styggðaryrði væri viðhaft um múslima. Það hentaði hins vegar keppinautunum um borgarstjórn- arsætin að afflytja og jaðarsetja full- komlega góða og býsna almenna skoðun. Menn eins og Dagur B. Eggerts- son töldu sig þess umkomna að setj- ast í dómarasætið og lýsa Framsókn- arflokkinn óstjórntækan, það var ekkert minna. Þegar hann lét þessi ummæli falla og hrokinn lak af hverju orði féll gríman og við blasti andlit gamla alræð- iskommúnismans þar sem skoðanir voru leyf- isskyldar. Það hættulegasta við uppgang hins pólitíska rétttrúnaðar er hversu lúmskur hann er. Fólk gerir sér enga grein fyr- ir því að verið sé að stjórna skoðunum þess. Til að útskýra þetta skal ég taka lítið dæmi af vettvangi sem allir ættu að kannast við. Í Eurovision á síðasta ári tóku þátt meðal annarra skeggjuð drag- drottning og venjulegt hollenskt par. Nú gerast undur og stórmerki. Evrópubúar verða allt í einu svo upp- teknir af því að sýna hversu umburð- arlyndir, opnir og frjálslyndir þeir séu að þeir tala þvert um hug sinn og kjósa af kærleik sínum og mannrétt- indahugsjón rétt svo miðlungsgóðan flytjanda, skeggjaða dragdrottningu með miðlungsgott lag til sigurs í keppninni. Pólitíski rétttrúnaðurinn í sinni tærustu mynd. Hvernig get ég fullyrt að fólk hafi kosið þvert um hug sinn? Við skulum að gamni bera saman raunverulegan áhuga fólks á framlagi umræddra keppenda. Brot úr lagi skeggjuðu dragdrottn- ingarinnar var flutt með fréttum af sigri hennar daginn eftir keppnina, en síðan varla söguna meir. Lag hol- lenska parsins hljómaði hins vegar ótt og títt á útvarpsstöðvunum fram eftir öllu sumri og ég tek sérstaklega til þess að ég heyrði það fimm sinnum sama daginn á einni stöðinni. Voru það bara íslenskir plötusnúðar sem stýrðu því? Ekki aldeilis. Fólkið sem kaus dragdrottninguna gerði það sannarlega af því að það trúði því að það væri rétt á grundvelli rétttrún- aðarins, en nennti svo alls ekki að hlusta á hana. Vildi miklu heldur hlusta á þau sem lentu í öðru sæti. Nýjustu tölur af You Tube: Con- chita Würst (Austurríki) 477.243 áhorf, The Common Linnets (Hol- land) 1.524.491 áhorf. Af hverju kýs fólk eitthvað, en vill svo miklu heldur hlusta á það sem það kaus ekki? Pólitískur rétttrún- aður? Hræsni? Er einhver munur? Angi af þessu birtist svo í nýafstöðnu áramótaskaupi (því lélegasta í ára- raðir). Fulltrúar rétttrúnaðarins kusu að gera handhöggningu þjófs að gríni. Það var náttúrlega einstaklega ófyndið. En ekkert var það nú hversu ófyndið innslagið var hjá því hversu sorglegt vitni það er um áróð- urssóðaskap rétttrúnaðarins. Það átti væntanlega að draga fram hversu gamaldags og forpokuð við hin værum, sem óttuðumst (vænt- anlega að ástæðulausu) upptöku sharía-laga á Íslandi, þegar peysu- fatakerlingin, hinn nýi tákngervingur sveitamennskunnar, stígur fram og segir skældri röddu: „Er þetta það samfélag sem við viljum búa í?“ Blinda þessa fólks og sjálfumgleði er alger. Þau hafa eflaust velst um af hlátri yfir öllum fáráðunum sem húka undir hlöðuvegg og titra af músl- imaótta. Þeim væri þó hollt að hugsa til þess að í öllum múslima- samfélögum í nágrannalöndum okkar finnast dæmi þess að barnungar stúlkur eru sendar til gamla heima- landsins þar sem þær eru limlestar á kynfærum í svokölluðum umskurði. Oft er til þessa óhugnaðar beitt gler- broti eða öðru álíka frumstæðu áhaldi, læknisfræðikunnáttan er eng- in og afleiðingarnar skelfilegar. Í öllum múslimasamfélögum ná- grannaríkja okkar eru unglings- stúlkur myrtar, til varnar heiðri fjöl- skyldunnar, ef þær dirfast að fella hug til einhvers heimamanna. Í öllum múslimasamfélögum í nágrannalönd- um okkar eru barnungar stúlkur sendar til gamla heimalandsins til að giftast gamalmennum. Ef Ísland hefur fengið einhvers- konar undanþágu frá þesskonar framferði eða öðru því misrétti sem konur eru beittar almennt í músl- imasamfélögum þætti mér fengur í að frétta af því. Þetta er mín skoðun og ég á fullan rétt á henni. Aðrir mega hafa á þessu hvaða skoðun sem þeir vilja mín vegna. Ég veit hins vegar ekki hvort ég nenni að þrasa eitthvað við þá. Rétttrúnaðurinn, hræsnin og skaupið Eftir Árna Árnason Árni Árnason » Það hættulegasta við uppgang hins póli- tíska rétttrúnaðar er að fólk gerir sér enga grein fyrir því að verið sé að stjórna skoðunum þess. Höfundur er vélstjóri. Eitt af loforðum ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, var að afturkalla beiðni fyrrverandi rík- isstjórnar um aðild Ís- lands að Evrópusam- bandinu. Í skýrslu sem Hagfræðistofnun Há- skólans vann á síðast- liðnu ári var í raun staðfest það sem tals- menn ESB höfðu alltaf sagt að Ís- land gæti ekki fengið neinar var- anlegar undanþágur frá lögum og regluverki ESB. Einungis gæti verið um tímabundna aðlögun að ræða í einstaka tilvikum. Úr handbók stækkunarferils ESB Evrópusambandið hefur orðað sína hlið málsins skýrt frá byrjun: „Í fyrsta lagi er mikilvægt að und- irstrika það að hugtakið samninga- viðræður getur verið misvísandi. Að- ildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, fram- kvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur … verður ekki samið.“ ([1] „First, it is important to un- derline that the term „negotiation“ can be misleading. Accession nego- tiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 100,000 pages of them. And these rules … are not negotiable.“ (Sjá: http://ec.eu- ropa.eu/enlargement/pdf/pu- blication/enl-understand_en.pdf) Sáttmálar, lög og reglur Evrópu- sambandsins liggja fyrir og þeim getur litla Ísland að sjálfsögðu ekki breytt. Málið snýst því eingöngu um spurninguna: Vilt þú að Ísland gangi í ESB eða ekki? Bjölluati í Brussel er lokið Menn geta brugðið fyrir sig fá- visku þegar þeir sam- þykktu beiðnina um að- ild að ESB 16. júlí 2009. Í einfeldni héldu sumir að hægt væri að „kíkja í pakkann“, „hringja dyrabjöllunni í Bruss- el“ svona til að athuga hvað væri í matinn. Nú geta þeir það ekki leng- ur. „Matseðill“ ESB liggur fyrir og er öllum opinber eins og hann hefur reyndar ávallt verið. Að vera áfram umsóknarríki veitir ESB rétt til ýmissa afskipta af inn- anríkismálum svo sem að vera hér með sérstakan sendiherra og reka áróðursskrifstofu eins og Evr- ópustofu sem annars væri ekki heim- ilt. Meðan umsóknin liggur inni hefur aðildarviðræðum ekki verið hætt. Þetta vafðist ekki fyrir landsfund- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á síðasta landsfundi 21.-24. febrúar 2013 í aðdraganda alþingiskosninga. En þá var ályktað mjög afdrátt- arlaust um að hætta aðlögunar- viðræðum við ESB og loka Evr- ópustofu, áróðursmiðstöð sambandsins hér á landi. Orðrétt segir: „Landsfundurinn mótmælir íhlut- un sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóð- arinnar og telur óhæfu að stækk- unardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópu- sambandinu verði gert að loka kynn- ingarskrifstofu þess hér.“ Ákvæði stjórnarsáttmálans í þessu máli eru í samræmi við lands- fundarsamþykktir beggja ríkis- stjórnarflokkanna og ber að fylgja eftir. Ríkisstjórnin standi við loforð sín Þingmál um afturköllun umsókn- arinnar er á málaskrá ríkisstjórn- arinnar. Tillaga þess efnis var einnig lögð fram á síðasta þingi en hlaut ekki endanlega afgreiðslu. Hins- vegar var hún ítarlega rædd bæði á þingi og í utanríkismálanefnd og fjöldi umsagna barst. Það má því segja að öll gögn liggi fyrir til skjótrar afgreiðslu málsins á Alþingi. Nýlegar yfirlýsingar forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og for- manns utanríkismálanefndar stað- festa að ríkisstjórnin muni nú á allra næstu dögum leggja tillöguna á ný fyrir Alþingi í samræmi við stefnu og loforð beggja ríkisstjórnarflokk- anna: „Hafi verið tilefni til þess að draga umsóknina til baka á síðasta ári hafa þeir atburðir og þróun sem átt hefur sér stað síðan orðið til þess að styrkja þá afstöðu að Ísland eigi ekki að hafa formlega stöðu umsókn- arríkis,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, í viðtali við Morgunblaðið 5. janúar síðastliðinn. Brýnt að afturkalla ESB- umsóknina formlega Óprúttin ESB-sinnuð ríkisstjórn getur virt lýðræðið að vettugi og sett aðildarferlið á fullt á ný hvenær sem er. Það getur hún gert án atbeina þjóðarinnar eins og raunin var í rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vorið 2009. Þess vegna verður að afturkalla núverandi umsókn. Þar með verði tryggt að nýtt aðildarferli verði ekki hafið nema með nýrri umsókn og að fengnum skýrum vilja þjóðarinnar til inngöngu í Evrópusambandið, sem vonandi verður aldrei. Ísland frjálst utan ESB Eftir Jón Bjarnason » „Matseðill“ ESB liggur fyrir og er öllum opinber eins og hann hefur reyndar ávallt verið. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra og formaður Heimssýnar. VINNINGASKRÁ 36. útdráttur 8. janúar 2015 379 10990 21440 34847 45149 53800 61069 71801 391 11330 22210 34875 45297 54613 61140 71953 1643 11455 22979 34964 45845 54656 61164 72062 2089 12394 23471 35970 45881 54692 61305 72378 2126 12652 23973 36565 46043 55164 62034 72611 2396 13333 24464 36607 46157 55554 62390 72910 2909 13517 25209 36964 46717 55920 62740 73648 2938 13654 25510 37292 46861 55930 62795 73875 3403 14021 25608 38058 46966 56221 64049 75023 3686 14031 26114 38084 47190 56308 64228 75204 3947 14725 26213 38129 47276 56645 64634 75670 3984 14766 26621 38601 48048 57136 64873 75785 4031 14792 26998 38794 48740 57505 65141 76450 6052 15280 27022 38816 48970 57935 65181 77058 6182 15462 27386 39212 48989 57954 65248 77195 6205 15618 28148 39618 49253 57956 65795 77277 6314 16442 28496 40584 49402 57957 66152 77396 6647 17728 28662 40846 49493 58268 66264 77689 7218 17838 28720 40966 49832 58726 66281 77855 8462 18057 29057 41240 50315 59195 66320 78203 9158 18168 29479 41437 50671 59423 67030 78504 9224 18591 29744 41923 50735 59819 67133 79216 9402 19577 30265 41966 50841 59838 67151 79383 9428 19611 30368 42021 51017 59968 67262 79402 9490 19672 31875 42174 51311 60009 67949 79454 9766 20216 31980 42845 51315 60044 69341 79740 9792 20302 32260 43950 51365 60092 69344 9854 20376 33267 44012 51599 60170 69454 10017 20761 33403 44057 51708 60392 69798 10318 20857 34038 44368 51905 60403 70050 10448 20944 34252 44763 52244 60478 71132 10627 21248 34728 45045 53600 60719 71484 1556 12946 20711 30990 43106 53591 63488 72011 2611 13297 20999 31502 45114 55231 65250 73364 2625 15334 21509 32912 45295 57585 65468 73678 3672 15427 21651 33651 45355 57975 65740 76254 6120 15755 22048 34745 46644 58690 66534 77144 7551 16754 22191 35784 47086 58714 67432 77445 7686 17902 22383 35919 47960 59148 67645 78350 9948 18677 22635 35958 49137 59448 68512 79200 10291 18748 25295 36918 50588 60351 69171 79363 10523 19382 27215 37906 51068 60914 69257 11618 19776 27298 38418 51496 61491 70033 11761 19779 28841 40001 52363 62732 71152 12867 20694 30565 42672 52649 63310 71624 Næstu útdrættir fara fram 15. jan, 22. jan, & 29. jan 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 17715 39481 45547 64523 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 10463 23072 31848 35533 45026 62663 17075 25119 32652 38607 45144 64422 19209 28724 32660 39796 47658 68686 19592 29949 35280 43645 52135 71327 Íbúðar v inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 3 3 8 7 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.