Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Hagar högnuðust um 754 milljónir
króna á þriðja fjórðungi rekstrarárs-
ins 2014/2015. Rekstrarár Haga
hefst 1. mars og því er hér um tíma-
bilið september til nóvember að
ræða. Hagnaður var 800 milljónir
króna í sama fjórðungi á rekstrar-
árinu á undan.
Vörusala í fjórðungnum nam
18.400 milljónum og jókst um 403
milljónir á milli ára. Hagnaður fyrir
afskriftir, fjármagnsliði og skatta
(EBITDA) nam 1.143 milljónum
króna en var 1.234 milljónir í sama
fjórðungi í fyrra.
Hagnaður Haga fyrstu níu mánuði
rekstrarársins var 2,8 milljarðar
króna, sem er 5% af veltu og 2,7%
meiri hagnaður en á sama tímabili
rekstrarárið á undan.
Vörusala nam 56,8 milljörðum
króna á tímabilinu og jókst um 1,7%.
EBITDA-hagnaður nam 4,2 millj-
örðum króna og minnkaði um 1,2% á
milli ára. EBITDA-framlegð var
7,4% en var 7,6% árið áður.
Framlegð fyrstu níu mánuði
rekstrarársins var 24,1% sem er
nánast óbreytt á milli ára.
Eiginfjárhlutfall yfir 50%
Eigið fé Haga var 13,8 milljarðar
króna í lok nóvember og eiginfjár-
hlutfall 50,1%. Heildareignir námu
27,5 milljörðum en heildarskuldir
voru 13,7 milljarðar króna, þar af
langtímaskuldir 4,5 milljarðar.
Nettó vaxtaberandi skuldir Haga
voru 1,4 milljarðar króna í lok nóv-
ember, en um 2,0 milljarðar króna
hafa verið greiddar inn á langtíma-
lán félagsins umfram lánssamninga
á rekstrarárinu.
Fram kemur í kauphallartilkynn-
ingu Haga að félagið hafi haft í for-
gangi að greiða niður vaxtaberandi
skuldir og að greiða arð en að
skuldastaða gefi tilefni til áherslu-
breytinga. Stjórn félagsins hyggst
kynna breyttar áherslur fyrir næsta
aðalfund, þó svo að upphafleg arð-
greiðslustefna sé óbreytt. sn@mbl.is
Hagar Skuldir greiddar niður.
Hagnaður Haga
754 milljónir
Afkoma á þriðja
fjórðungi lakari en
á sama tíma í fyrra
Einungis 1% af smávöruveltu á Ís-
landi kemur til vegna innlendrar
netverslunar. Það er mun lægra
hlutfall netverslunar en í nágranna-
löndum okkar, þar sem hún er áætl-
uð um 6% af heildarveltu. Áætlað er
að Íslendingar kaupi vörur frá er-
lendum netverslunum fyrir svipaða
fjárhæð og nemur veltu innlendrar
netverslunar, eða um 3,5 milljarða
króna árið 2013. Samtals nemur því
netverslun um 7 milljörðum króna á
árinu 2013.
Greint er frá þessu í skýrslu um
netverslun frá Rannsóknasetri
verslunarinnar en þar segir að önnur
helsta ástæða fyrir minna umfangi
íslenskrar netverslunar en í ná-
grannalöndum okkar sé talin vera
lítill markaður hér á landi sem gerir
verslunum erfitt um vik að bjóða
vöruverð samkeppnishæft við er-
lendar stórverslanir. Hin megin-
ástæðan sem verslunareigendur
nefna er sú nálægð sem flestir lands-
menn hafa við hefðbundnar verslan-
ir. Möguleikar íslenskra netverslana
til að stækka felast meðal annars í að
ná til stærri markaðssvæða og nýta
þar með þær alþjóðlegu tengingar
sem netverslun hvílir á.
Mest er keypt af raftækjum í
gegnum netið eða nærri því helm-
ingur af öllum viðskiptum. Þar á eft-
ir koma föt og skór en bækur og
myndir nema innan við 5% af keyptu
efni í gegnum netið.
Minni netverslun en
í nágrannalöndum
Netverslun Verslað fyrir 7 milljarða.
Kaup Reykjavíkurborgar á Keilu-
granda 1 voru hluti af stærri við-
skiptum um Umferðarmiðstöðina
við Vatnsmýrarveg, að sögn Jóns
Halldórs Jónassonar, upplýsinga-
fulltrúa borgarinnar. Hann segir
það hafa verið skilyrði fyrir sölu af
hálfu þáverandi eiganda, gamla
Landsbankans, að samningar tækj-
ust um báðar þessar eignir. Eins
og fram kom í ViðskiptaMogg-
anum í gær greiddi borgin 240
milljónir króna fyrir lóðina árið
2012, en hefði getað leyst hana til
sín með lágmarkstilkostnaði á
næsta ári.
Jón segir skipulagsástæður hafa
legið að baki kaupunum. „Ekki er
samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina
og renna lóðarleigusamningar út
árið 2016. Um lóðina hefur ríkt
nokkur óvissa og óskir um mikla
uppbyggingu sem erfitt gæti
reynst að koma til móts við í skipu-
lagi. Með kaupunum hefur Reykja-
víkurborg fullt vald yfir deiliskipu-
lagsvinnunni og nýtingu lóðarinnar
til framtíðar.“ Segir hann Búseta
uppfylla þau skilyrði sem sett hafi
verið fyrir lóðaúthlutunum. Búseti
hafi fengið vilyrði fyrir lóðinni en
úthlutun ekki átt sér stað. Kaup-
verð sé ekki vitað fyrr en svæðið
verði deiliskipulagt. brynja@mbl.is
Skipulag ástæða kaupa
ÞORRINN
SÉRBLAÐ
PÖNTUNARTÍM
AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
19. janúar
Í blaðinu verður
kynnt ýmislegt sem
tengist þorranum.
Allt um þorramatinn,
þorrabjórinn , þjóðleg
íslensk hönnun á
Þorra, vinsæl sönglög,
Þorrablót um land
allt, ásamt fullt af
spennandi efni um
Þorrann.
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
Morgunblaðið
gefur út
sérblað tileinkað
Þorrannum
Föstudaginn
23. janúar
Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364
Ævintýraleg
gæludýrabúð
kíktu í heimsókn
Wow air hóf nýlega að bjóða flug
til Bandaríkjanna og vegna mik-
illar eftirspurnar hefur flugfélagið
ákveðið að auka flugframboð sitt á
þeirri leið að sögn Svanhvítar Frið-
riksdóttur, upplýsingafulltrúa
Wow air. „Núna munum við fljúga
allan ársins hring bæði til Wash-
ington D.C. og Boston en í fyrri
áætlun var ráðgert að fljúga ein-
göngu til Washington frá byrjun
júní til loka október. Þá ætlum við
að fljúga oftar í viku, en flogið
verður fimm sinnum í viku til
Washington og sex sinnum í viku
til Boston.“
Fyrsta flugi til Washington verð-
ur flýtt um rúman mánuð að sögn
Svanhvítar og hefst flug 8. maí til
höfuðborgarinnar. Jómfrúarflug
Wow air til Bandaríkjanna verður
hins vegar til Boston 27. mars nk.
og hefst um leið almennt flug til
Boston frá og með þeim degi.
Wow eykur flug til Bandaríkjanna
Ljósmynd/Herman Wouters
Wow Fleiri flug til Bandaríkjanna.