Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.01.2015, Qupperneq 21
AFP Samhygð Kerti, pennar og blóm voru lögð á Lýðveldistorgið í París í gær til að minnast þeirra sem létu lífið í árás hryðjuverkamanna í fyrradag. SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson skrifar frá Frakklandi Francois Hollande, forseti Frakk- lands, lýsti gærdaginn dag þjóðar- sorgar en það hefur aðeins verið gert fimm sinnum á hálfri öld í landinu. Hann sagði að ekkert myndi sundra Frökkum; þjóðareining væri „besta vopnið í baráttunni gegn villi- mennsku“. Einingin brást þó strax í gær er flokkur forsetans, Sósíalista- flokkurinn, lagðist síðdegis gegn þátt- töku Þjóðfylkingarinnar í mikilli ein- ingar- og samstöðugöngu sem ráðgerð er í París á sunnudaginn kemur. Allir helstu flokkar aðrir hafa ákveðið þátttöku en jafnframt gagn- rýnt sósíalista fyrir að spilla eining- unni með því að útiloka Þjóðfylk- inguna. Spurt var í gær hvernig bregðast skyldi við árásinni á ritstjórnarskrif- stofur Charlie Hebdo. Og hvaða af- leiðingar hún hefði líklega á frönsk stjórnmál. Hollande forseti og forveri hans, Nicolas Sarkozy, leiðtogi UMP- flokksins, vöruðu við því að tengja múslíma sem lifðu friðsömu lífi í Frakklandi við hryðjuverkið. Helst hefur verið talið að voðaverkið gæti orðið vatn á myllu hægriöfgamanna. Kom því ekki á óvart að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, skyldi lýsa því yfir, að tími væri kom- inn til að hætta hræsni í málefnum innflytjenda og segja strangtrúaröfl- unum stríð á hendur. Á þessu stigi er hins vegar ósvarað þeirri spurningu hvort útskúfun flokks hennar úr ein- ingargöngunni eigi eftir að verða hon- um aðeins til framdráttar. Óvinurinn er hryðjuverka- starfsemi – ekki íslam Tugþúsundir manna streymdu út á götur og torg borga og bæja í gær- kvöldi – rétt eins og í fyrrakvöld – til að lýsa andúð sinni á hryðjuverka- árásinni. Margir sýndu samstöðu með fórnarlömbunum með því að bera spjald með hvítum stöfum á svörtum grunni með áletruninni „Je suis Char- lie“ eða „Ég er Charlie“. Franskir fjölmiðlar lýstu allir sem einn viðbjóði sínum á morðárásinni og buðu hermdarverkaöflum byrginn. Íhaldsblaðið Le Figaro ræddi um „raunverulegt stríð, ekki af hálfu her- manna heldur svartklæddra morð- ingja, hverra yfirvegaða villimennska fyllir fólk óhug“. Blaðið biður lesend- ur að falla ekki í þá gryfju að halda árásina beinast gegn Frakklandi einu og sér. Öllu heldur sé skotmarkið sú menning þar sem konur njóta réttar til jafns við karla, skoðanafrelsi er óumdeilt og tjáningarfrelsi afdráttar- laust. Vinstriblaðið Liberation segir að svarið við árásinni sé að láta árásar- mennina sæta afleiðingum gjörða sinna fyrir frönskum dómstólum. „Allir lýðveldissinnar munu átta sig á að óvinurinn er hryðjuverkastarf- semi, ekki íslam, og sjá, að landar þeirra múhameðstrúar eru fyrstu fórnarlömb bókstafstrúarinnar sem býr þarna að baki.“ Í leiðara í blaðinu Le Parisien seg- ir: „okkar eina vopn gegn villi- mennsku er að endurtaka klippt og skorið að við munum engum leyfa að ráða frelsi okkar og lífsgildi af dög- um.“ Eftirlifandi starfsmenn Charlie Hebdo hétu því í gær að útgáfu blaðs- ins yrði haldið áfram. Næsta tölublað, miðvikudaginn 14. janúar, yrði prent- að í milljón eintökum, eða ríflega tí- falt stærra upplagi en alla jafna. „Við þjáumst öll, glímum við sorg, við ótta en við munum gefa blaðið út því heimskan mun ekki ná yfirhöndinni,“ sagði talsmaður starfsmanna eftir fund þeirra í gærmorgun. Eining besta vopnið gegn villimennsku  Forseti Frakklands lýsir yfir þjóðarsorg vegna hryðjuverksins og segir ekkert sundra Frökkum  Sósíalistar leggjast gegn þátttöku Þjóðfylkingarinnar í samstöðugöngu á sunnudaginn kemur FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Áþreifanleg vellíðan EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími: 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 82 ÁRA EDDA Heildverslun Draumur um góða nótt Heildverslun með lín fyrir: • hótelið • gistiheimilið • bændagistinguna • veitingasalinn • heilsulindina • hjúkrunarheimilið • þvottahúsið • sérverslunina Gæði og glæsileiki Heildverslunin Edda hefur um áratuga skeið sérhæft sig sem innflytjandi á líni. Mörg af stærstu hótelum landsins jafnt sem minni nota allt lín frá okkur. Bjóðum einnig upp á lífrænt lín. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er ákveðið próf sem vestræn samfélög, og Frakkland sérstaklega, standa frammi fyrir; hvernig sam- félög þau vilja hafa og hvernig bregðast skuli við atburðum sem þessum,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sögu Mið- Austurlanda við Williams College í Bandaríkjunum, en ýmis voðaverk hafa verið unnið á moskum í Frakk- landi í kjölfar árásanna á blaðið Charlie Hebdo í París á miðvikudag- inn. Bræðurnir vel þjálfaðir „Í þessu samhengi mega Frakkar taka Norðmenn sér til fyrirmyndar, hvernig þeir brugðust við þegar Breivik réðst út í Útey. Þá voru kerfið og lögin notuð til að fara eftir morðingjanum og dæma hann eftir norskum lögum. Frakkland er vagga upplýsingarstefnunnar, frönsku byltingarinnar og lýðveldis, vita- skuld eiga Frakkar að sýna fordæmi hvernig þeir bregðast við þessu,“ segir hann. „Hvort þetta mun setja einhverjar skorður á mál- og tjáningarfrelsi fjölmiðla er erfitt að segja. Ef svo verður þá hafa þessir hryðjuverka- menn þó unnið ákveðinn sigur,“ seg- ir hann ennfremur. „Þessir bræður eru greinilega vel þjálfaðir og hafa fengið sína þjálfun einhverstaðar. Ef þeir tilheyra sam- tökum sem eru að þjálfa fólk til að gera svona árásir, og stefna lífi al- mennra borgara í hættu, þá á vita- skuld að banna þau samtök og út- rýma þeim,“ segir Magnús að lokum. AFP Árásinni mótmælt Frakki heldur á blýanti til stuðnings ritfrelsinu. Er prófsteinn vestrænna þjóða  Segir Norðmenn góða fyrirmynd

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.