Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 09.01.2015, Síða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég var búinn að ganga lengi með þessa hugmynd í maganum, enda nokkrir áratugir síðan konan mín gaf mér Passíusálmana sem ég heillaðist þegar í stað af,“ segir tónskáldið og barítónsöngvarinn Michael Jón Clarke, sem nýverið sendi frá sér diskinnn Passíu- sálmar þar sem hann hefur samið tónlist við tólf valda Passíusálma Hallgríms Péturssonar fyrir barí- tón og kirkjuorgel. Michael Jón syngur eigin tónsmíðar á diskinum, en um orgelleik sér Eyþór Ingi Jónsson. Lögin voru frumflutt í heild sinni á tónleikum í Akur- eyrarkirkju á föstunni 2013 og end- urtekin á sama stað ári síðar og síðan flutt í Hallgrímskirkju í októ- ber sl. á Hallgrímshátíð þegar þess var minnst að 400 ár voru liðin frá fæðingu hans. „Þó ég sé orðinn 65 ára gamall er þetta fyrsti diskurinn minn. Ég hef bara verið upptekinn af öðru og ekki haft mig í það að gefa út disk áður. En það er afskaplega ánægjulegt að hann sé nú kominn út,“ segir Michael Jón og viður- kennir fúslega að góðar viðtökur við frumflutning verksins hafi verið sér ómæld hvatning. „Auk þess hefur fjölskyldan mín og vinir hvatt mig áfram. Allir sem komið hafa að útgáfunni hafa verið mjög fórn- fúsir,“ segir Michael Jón og nefnir í því samhengi m.a. Eyþór Inga organista, Håkon Ekman tónmeist- ara og upptökustjóra, Ólöfu Björgu Björnsdóttur sem vann myndefni fyrir diskinn og Móu Hjartardóttur sem sá um hönnun umbrots. „Passíusálmarnir eru fyrsta stóra verkið af þremur sem ég hef samið að undanförnu fyrir kirkju- orgel. Í framhaldinu samdi ég fjög- ur stutt orgelverk byggð á Biblíu- textum að beiðni Láru Bryndísar Eggertsdóttur sem hún frumflutti í Hallgrímskirkju og ég hef nýlokið við að semja tónlistina við sögu Guðnýjar Einarsdóttur sem ætluð er börnum til að kynna þeim org- elhúsið. Segja má að þarna komi orgelið út úr skápnum,“ segir Michael Jón, en síðastnefnda verk- ið verður frumflutt á Kirkjulista- viku á Akureyri í apríl nk. þar sem Guðjón Davíð Karlsson verður sögumaður, en ætlunin er að bjóða skólakrökkum á flutninginn. Spurður hvort tónskáldið Mich- ael Jón hafi gert miklar kröfur til söngvarans Michaels Jóns í Passíu- sálmunum svarar hann því játandi. „Vissulega samdi ég verkið með mína rödd í huga, en gerði jafn- framt mjög miklar kröfur. Ef eitt- hvert annað tónskáld hefði samið þessi lög fyrir mig þá hefði hann fengið skammir frá mér,“ segir Michael Jón kíminn og bendir á að sönglögin geri kröfu um mikla breidd í bæði styrkleikabreytingum og raddsviði sem kallist á við til- finningabreiddina í textanum sjálf- um. „Úr Passíusálmunum fimmtíu valdi ég sérstaklega úr þá kafla sem fjalla um sársauka, pyntingar, svik og ekki síst fórnfýsi,“ segir Michael Jón, en lagaflokkur hans hefst á fyrsta Passíusálmi og lýkur á þeim síðasta. „Þó ég sé ekki trú- aður sjálfur er ég mjög heillaður af tilfinningunum sem birtast í Passíusálmunum,“ segir Michael Jón. Þess má að lokum geta að Mich- ael Jón mun flytja lögin á tvennum tónleikum í Noregi í næsta mánuði. „Heillaður af tilfinningunum“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kröfuharður „Ef eitthvert annað tónskáld hefði samið þessi lög fyrir mig þá hefði hann fengið skammir frá mér.“  Fyrsti diskur Michaels Jóns Clarke Sýningar á Öldinni okkar hefjast í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Höf- undar og flytjendur eru félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljómsveitinni Hundur í óskilum, en leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir. Sýningin var frumsýnd á Akureyri í október sl. „Öldin okkar er á ákveðinn hátt framhald á Sögu þjóðar sem sýnt var 80 sinnum fyrir fullu húsi á Ak- ureyri og í Borgarleikhúsinu 2012- 2013,“ segir í tilkynningu, en Saga þjóðar var sýnd í Ríkissjónvarpinu á nýársdag. „Þar fóru þeir félagar á hundavaði í gegnum Íslandssöguna en skildu þó eftir smábút frá alda- mótum 2000 fram á okkar dag. Í Öldinni okkar ljúka þeir loks verk- inu.“ Ljósmynd/Auðunn Níelsson Óborganlegir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í Hundi í óskilum. Öldin okkar sýnd í Borgarleikhúsinu Tilkynnt var í gær hvaða tólf lög keppa í Söngvakeppninni 2015 í Rík- issjónvarpinu en 258 lög bárust í keppnina. Aðstandendur hennar segja lagavalið afar fjölbreytt og þá koma við sögu margir keppendur og flytjendur sem ekki hafa reynslu af þátttöku í Söngvakeppninni. Þess má geta að yngsti lagahöf- undurinn og flytjandinn, Elín Sif Halldórsdóttir, er aðeins 16 ára. Kynnar keppninnar verða þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Dís Emilsdóttir og Salka Sól Eyfeld. Tvær undankeppnir fara fram í beinni útsendingu frá Há- skólabíói 31. janúar og 7. febrúar, þar sem sex lög keppa hvort kvöld. Úrslitin fara fram viku síðar, 14. febrúar, einnig í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Vinningslagið verð- ur framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Austurríki í maí.  Regína Ósk flytur „Aldrei of seint“ eftir Maríu Björk Sverris- dóttur, Marcus Frenell og Söruh Reede við texta Maríu Bjarkar og Regínu.  Stefanía Svavarsdóttir flytur „Ást eitt augnablik“ eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Stefanía keppti áður ár- ið 2013 ásamt Jógvan Hansen.  Bjarni Lárus Hall, söngvari Jeff Who, tekur í fyrsta skipti þátt í Söngvakeppninni og syngur „Brotið gler“ eftir Bjarna og Axel Árnason.  Hópurinn Sunday flytur „Fjaðrir“ eftir Hildi Kristínu Stefánsdóttur og Guðfinn Sveinsson.  Daníel Óliver, sem býr í Svíþjóð, kemur fram með tveimur sænskum söngkonum og dönsurum undir heit- inu Cadem og flytja þau „Fyrir alla“, lagið eftir þá Jimmy Åkerfors við texta Daníels og Einars Ágústs Víð- issonar.  Fyrrnefnd Elín Sif, sem er 16 ára, flytur eigið lag, „Í kvöld“. Hún er á fyrsta ári í MH og að stíga fyrstu skrefin í tónsmíðum.  Friðrik Dór tekur þátt í Söngva- keppninni í fyrsta skipti og syngur „Í síðasta skipti“, lag eftir félagana sem kalla sig Stop Wait Go: Pálma Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orra Ás- geirsson og Sæþór Kristjánsson. Þeir eiga einnig textann ásamt Frið- riki Dór.  Stop Wait Go eiga einnig lagið „Lítil skref“ sem María Ólafsdóttir flytur. Hún hefur tekið þátt í söng- leikjum og söngskemmtunum.  Haukur Heiðar Hauksson í Diktu flytur lag Karls Olgeirssonar við texta þeirra beggja, „Milljón augna- blik“. Karl átti lagið sem lenti í öðru sæti í síðustu keppni.  Erna Hrönn Ólafsdóttir syngur „Myrkrið hljótt“, lag Arnars Ást- ráðssonar við texta hennar.  Björn Jörundur Friðbjörnsson tekur þátt í keppninni í fyrsta skipti og syngur lagið „Piltur og stúlka“ eftir Björn Þór Sigbjörnsson, Tómas Hermannsson og sig sjálfan.  Loks flytur hópurinn Hinemoa „Þú leitar líka að mér“, lag eftir Ástu Björgu Björgvinsdóttur við texta Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur. Höfundarnir áttu lagið sem Greta Mjöll flutti í keppninni í fyrra. Þátttakendur misreyndir í keppni  Lögin sem keppa í Söngvakeppninni kynnt í gær  Fjölbreytilegt úrval laga Morgunblaðið/Þórður Keppni Hluti höfunda og keppenda var viðstaddur kynningu á lögunum. Ó lö f B jö rg STOFNAÐ1987 einstakt eitthvað alveg Ó Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n Sk i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.