Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
SCREEN- OG
RÚLLUGARDÍNUR
Henta vel þar sem sól er mikil
en þú vilt samt geta séð út
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Meira úrval
Meiri gæði
Íslensk
framleiðsla
eftir máli
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18
Verð fr
á
KAI eru:
• Japanskir hágæða hnífar sem hafa verið framleiddir í yfir 100 ár
• Gerðir úr hágæða stáli
• Yfir 23.000 hnífar seldir á Íslandi
• Hnífar fyrir fagmanninn
jafnt sem áhugamanninn
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00.
Hágæða hnífar
SEKI MC
Shun Prem
iere
Pure coma
chi 2
Wasabi Bla
ck
2.250
kr.
Shun
Allt fyrir eldhúsið
Þegar ég var 15 ára
nemandi í Foldaskóla
hugsaði ég ekki mikið
um fjölda ára í fram-
haldsskóla til að verða
stúdent. Ég var ákveð-
inn í að fara í Verzl-
unarskóla Íslands sem
ég taldi vera góðan
skóla með mikið fé-
lagslíf. Þegar ég var
búinn með tvö ár í
Verzlunarskólanum ákvað ég að
halda til Danmerkur í eina önn sem
skiptinemi á vegum AFS. Frá því sl.
haust hef ég búið hjá danskri fjöl-
skyldu í Lyngby í Danmörku og
gengið í framhldsskólann Virum
Gymnasium.
Það var mikil breyting að fara í
danskan framhaldsskóla og er ég al-
farið á þeirri skoðun að eitt það besta
sem við getum gert í framhaldsskóla-
málum á Íslandi sé að endurskoða
núverandi kerfi og fækka námsárum
til stúdentsprófs. Nemendur í Dan-
möku ljúka stúdentsprófi á þremur
árum og finnst það ekkert mál.
Flestir danskir unglingar fara
beint í framhaldsskóla eftir grunn-
skóla en margir taka þó eitt ár til við-
bótar eftir grunnskólann, s.k. eftir-
skóla, áður en þeir fara í
framhaldsskóla.
Í Virum Gymnasium, sem er hefð-
bundinn stúdentsprófsskóli, er mikið
lagt upp úr því að fara í skoð-
unarferðir (söfn, fyrirlestra o.fl.) og
kennslustundirnar eru skemmtilegar
og krefjandi. Mikil áhersla er lögð á
skoðanaskipti milli kennara og nem-
enda um þau mál sem verið er að
læra um og um málefni líðandi stund-
ar. Gerð er krafa um að allir nem-
endur séu virkir í kennslustundum og
gildir virknin allt að 40% af loka-
einkunn í áfanganum. Nemendur
hafa mikinn metnað fyrir náminu og
koma alltaf vel undirbúnir í tíma svo
þeir geti tekið þátt í umræðum og
haft rökstudda skoðun á því sem ver-
ið er að fjalla um enda skiptir það
miklu máli þar sem námsmatið fer
fram í tímunum. Í Verzlunarskól-
anum er þetta þannig að við nem-
endur mætum í tíma oft illa und-
irbúnir, þar sem kennarinn heldur
fyrirlestur um efnið, og svo reddum
við hlutunum bara rétt fyrir prófin
með mikilli lestrartörn til að ná
áfanganum. Munurinn er kannski
mestur að í Danmörku er hvatt til
samræðna og rökræðna í kennslu-
stundum en í Verzlunarskólanum
eigum við að þegja sem mest, hlusta á
kennarann og skrifa upp eftir honum.
Enginn sérstakur hvati
er til að taka virkan þátt
í kennslustundum þar
sem einkunn er nánast
öll bundinn við árangur
á lokaprófinu. Kennslu-
stundirnar verða þar af
leiðandi þurrar og leið-
inlegar og með slíkri
námstækni fær maður
ekki mikla innsýn í
námsefnið.
Mér finnst ég hafa
lært miklu meira í tím-
unum í Danmörku með því að taka
þátt í umræðum, hlusta á aðra og
hafa skoðanaskipti í stað þess að
sökkva mér í námsefnið fyrir próf og
hamast við að fara yfir allt námsefnið
í lokin til að standa skil á því á prófi.
Prófin hér í Danmörku eru ekki
eins og í Verzlunarskólanum þar sem
eru stór og mikil lokapróf í lok hverr-
ar annar sem ákvarða hvort maður
fellur eða nær. Hér hefst skólaárið
um miðjan ágúst og lýkur í byrjun
júlí og próf eru tekin jafnt og þétt.
Mætingareinkunn skiptir gríðarlega
miklu máli hér í Danmörku og ef
maður er kominn með 10-15% fjar-
vistir þá fær maður áminningu og á á
hættu að vera vísað úr skóla.
Nemendur í Danmörku fá styrk
sem samsvarar allt frá 20.000 til
100.000 íslenskra króna á mánuði fyr-
ir að stunda nám í framhaldsskóla og
fá þeir allt sem tengist náminu frítt,
þ.e.a.s. bækur. Á Íslandi þurfa nem-
endur að greiða allt sem snertir nám-
ið sjálfir. Stór hluti nemenda á Ís-
landi vinnur mikið með náminu og
allir vinna á sumrin; þannig hefur
maður ekki eins mikla orku til að
stunda námið. Flestir sem ég þekki
heima á Íslandi vinna nánast eitthvað
allar helgar og/eða virka daga. Ég tel
að nemendum á Íslandi gengi miklu
betur í námi og gætu nýtt tíma sinn
miklu betur ef þeir fengju frið til að
vera í skóla og að einbeita sér að
náminu.
Vegna skólastyrksins hugsa Danir
mun meira um námið sitt og hafa
einnig meiri tíma til að gera ýmsa
hluti tengda skólanum, stunda íþrótt-
ir og félagslíf sem er mikilvægt á
framhaldsskólaárunum. Nauðsynlegt
er að lengja skólaárið á Íslandi því
engin þörf er á nærri mánaðar jólafríi
og þriggja mánaða sumarfríi. Það
þjónar engum tilgangi fyrir námið
vera þrjá mánuði á hverju sumri frá
skólanum. Margt gleymist á þessum
tíma sem lært var á önninni á undan,
auk þess sem það er miklu skemmti-
legara að vera með skólafélögunum í
námi og félagslífi. Íslensk ungmenni
fara illa með tímann sinn og bestu ár
ævinnar.
Ég er algerlega með styttingu
náms í framhaldsskólum eftir að hafa
kynnst krökkunum og framhalds-
skólanum í Danmörku. Vonandi
skoðar menntamálaráðuneytið
danska skólakerfið. Við unga fólkið
eigum ekki að láta fara svona með
okkur og láta nota okkur sem ódýrt
vinnuafl í stað þess að leyfa okkur að
menntast, hafa tíma til að stunda
íþróttir og félagslíf og vera ekki svo
útkeyrð að við getum bara ekki lært
eða mætt í skólann.
Reynslunni ríkari kem ég heim til
Íslands og hlakka til að fara í minn
frábæra skóla sem getur orðið miklu
betri, ljúka stúdentsprófi og halda
svo aftur til Danmerkur í frekara
nám.
Stytting námstíma
til stúdentsprófs
Eftir Unni
Ársælsdóttur
Unnur Ársælsdóttir
»Eftir að hafa verið í
dönskum framhalds-
skóla og kynnst náminu
þar er ég sannfærð um
að þrjú ár duga einnig
til að ljúka stúdents-
prófi á Íslandi.
Höfundur er nemandi í Verzl-
unarskóla Íslands á þriðja ári.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Þegar litið er út um gluggann
hérna í íbúðagötum Vesturbæj-
arins, þá er ekki hægt að ætlast til
þess, að eldra fólk fari fótgangandi
í búðirnar í nágrenninu, jafnvel
þótt stutt sé að fara, hvað þá
lengra, eins og gljáinn er mikill á
gangstéttunum. Margir hafa ekki
getað farið út í heilan mánuð
nema það allra nauðsynlegasta og
það í bílum vegna ástandsins á
gangstéttunum, jafnvel þótt þeir
séu á broddum. Að fara í strætó
er varla hægt heldur, því að það
eru slíkir hraukar meðfram gang-
stéttunum, að það er ekki hægt að
ætlast til þess að eldra fólk geti
farið yfir þá til þess að komast á
gangstéttina.
Ég fór suður í Hafnarfjörð milli
jóla og nýárs og varð fljótt vör við,
að maður var kominn yfir í annað
bæjarfélag, þegar komið var yfir
Fossvogslækinn, eins og var vel
mokað alls staðar. Ef læknirinn er
farinn að sækja á Dag, þá ætti
hann að fara að hugsa eins og
læknir og láta hreinsa gangstétt-
irnar betur í íbúðahverfunum svo
það sé gangandi um.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Hreinsið götur og gangstéttir borgarinnar betur
Morgunblaðið/Golli
Hálka Ungir jafnt sem aldnir geta dottið í hálkunni.