Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 9. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Lögreglukonan látin 2. Brjóstaskora Ritu gerði allt vitlaust 3. Gengur 370 km eftir ranga spá 4. Keypti lóð á 240 milljónir að óþörfu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Norska tríóið Splashgirl er statt í Reykjavík í þeim tilgangi að taka upp plötu með upptökustjóranum Randall Dunn sem búsettur er í Seattle. Tríóið mun taka sér hlé frá upptökum í kvöld og halda tónleika í menningarhúsinu Mengi kl. 21, flytja á þeim nýtt efni af plötunni væntanlegu sem tekin er upp í Hljóðrita sem og eldri lög. Splashgirl er „drone-jazz“-tríó skipað Andreas Stensland Løwe, Jo Berger Myhre og Andreas Lønmo Knudsrød. Tríóið hef- ur spilað víða um heim; í Evrópu, Bandaríkjunum og Japan og unnið með tónlistarfólki á borð við Sidsel Endresen, Jan Bang, Erik Honoré, Ey- vind Kang, Mari Kvien Brunvoll, Ran- dall Dunn og Timothy Mason. Upptökur í Hljóðrita og tónleikar í Mengi  Kvikmynd leikstjórans Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Borgríki 2 – Blóð hraustra manna, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Rotterdam í Hol- landi sem hefst 21. janúar og lýkur 1. febrúar. Sýning myndarinnar verð- ur jafnframt frumsýning hennar á erlendri grundu en myndin var frum- sýnd á Íslandi 17. október í fyrra. Í tilkynningu segir að valið á há- tíðina í Rotterdam sé mikill heiður þar sem hún sé ein sk. A-kvik- myndahátíða í heiminum, meðal þeirra virtustu. Myndin verður sýnd í þeim hluta hátíðarinnar sem kall- ast Spectrum en í honum eru sýnd- ar nýjar kvikmyndir í fullri lengd eft- ir kvikmyndagerðarmenn sem stjórnendur hátíðarinnar telja að hafi lagt mikið af mörkum til alþjóðlegrar kvikmynda- menningar. Borgríki 2 á virta hátíð í Rotterdam Á laugardag Norðlæg eða breytileg átt, 5-10 og stöku él, en bjart- viðri eystra. Frost víða 3-10 stig. Á sunnudag Hæg austlæg átt og stöku él, en 10-15 m/s og snjókoma um kvöldið. Talsvert frost. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, víða 8-15 m/s og él, en úrkomu- lítið norðaustantil. Frostlaust við sjávarsíðuna, en frost annars 0 til 5 stig. VEÐUR Íslandsmeistarar KR-inga eru óstöðvandi í Dominos- deild karla í körfuknattleik en þeir lögðu Njarðvíkinga að velli í gærkvöld og hafa þar með unnið alla 12 leiki sína í deildinni. Tindastóll styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með því að vinna Stjörnuna á heimavelli og Grindvík- ingar unnu mikilvægan sigur á Haukum á heima- velli. »2 KR-ingar eru óstöðvandi Mikill hausverkur bíður landsliðs- þjálfara karla í körfuknattleik, Craigs Pedersens, þegar að því kemur að velja endanlegan hóp fyrir Evr- ópukeppnina í Berlín síðar á þessu ári. Morgunblaðið er búið að taka saman tölfræði þeirra 22 leikmanna sem líklegastir eru til að berjast um sæti í lið- inu. Flestir þeirra eru í stórum hlut- verkum hjá sínum liðum og enginn hef- ur átt við alvarleg meiðsli að stríða. »1 Hausverkur sem bíður landsliðsþjálfarans Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigur- björnsson er kominn aftur til sænska knattspyrnuliðsins Örebro eftir lánsdvöl í Vestmannaeyjum og Noregi. Eiður segir að hann sé annar og betri leikmaður í dag en þegar hann var áður hjá félaginu og nú sé ekki annað í stöðunni hjá sér en að vera byrjunarliðsmaður í sænsku úr- valsdeildinni á komandi tímabili. »1 Eiður er kominn aftur til liðs við Örebro ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Ég fer oft mínar eigin leiðir. Ég lærði myndlist í grunnskóla og hef einnig farið á listanámskeið fyrir blind og sjónskert börn. Ég hef alveg glögga hugmynd um hvað ég er að gera og hvernig ég fer að því,“ segir Áslaug Ýr Hjartardóttir, 18 ára, sem er farin að selja heimagerðar myndir af heiminum á netinu þrátt fyrir að vera lögblind en myndlist og sjón- skerðing hafa ekki beint verið þekktir vinir. Áslaug segist hafa verið að fikta í myndvinnsluforritinu Paint í tölvunni heima hjá sér einn daginn og dottið í hug að prófa að teikna heimsálfurnar því sig hafi dreymt móður jörð nótt- ina áður. „Þar sem ég er frekar kjaft- for varð ég auðvitað að segja vinum mínum frá þessari klikkuðu hug- mynd. Þá stakk ein vinkona mín upp á að ég færi alla leið með verkefnið. Ég ákvað að teikna ekki bara heims- álfurnar heldur líka landamæri landa. Svo bætti ég fánunum inn á þar sem mér finnst gaman að skoða þá. Þetta tók sinn tíma og kostaði heil- mikla þolinmæði. Hefðu vinir mínir og ættingjar ekki hvatt mig áfram hefði ég ábyggilega alveg guggnað á því,“ segir hún þakklát. Þörfin fyrir að skapa Myndirnar hennar Áslaugar fást annars vegar á striga og kosta þá tíu þúsund krónur en á álplötu kosta þær fimmtán þúsund. „Þarna eru öll sjálf- stæðu ríkin. Ég sleppti pínulitlu lönd- unum eins og Færeyjum og Sval- barða, þar sem þau sjást varla, þótt ég setti einn punkt í kortið.“ Hún segist stundum gripin mikilli þörf fyrir að skapa og skipti þá engu í hvaða formi sköpunin kemur fram. „Af og til klæjar mig í fingurna og langar að gera eitthvað eins og að teikna, mála, skrifa ljóð eða annað. Auk þess að vera stundum að leika mér í Paint hef ég gaman af að mála myndir og leika mér með vaxliti. Þegar ég mála nota ég alltaf svart- an tússpenna til að teikna myndina fyrst svo ég sjái hana vel. Svo læt ég aðstoðarfólkið mitt blanda saman lit- um og fæ þannig lánuð augun hjá því. Svo mála ég sjálf myndina en af og til spyr ég aðstoðarfólkið hvort mér hafi yfirsést eitthvað. Einnig bið ég það að hjálpa mér ef svæðið sem þarf að mála er of þröngt fyrir mig til að sjá. Þegar ég er með vaxliti er ég meira að leika mér og er sama hvernig út- koman verður en þegar ég geri myndir í tölvunni nota ég sérstakt stækkunarforrit og get þannig gert allt sjálf.“ Blind en sér allan heiminn  Áslaug Ýr Hjartardóttir málar þrátt fyrir að vera lögblind Morgunblaðið/Ómar Glæsilegt Áslaug með heimskortið sem hægt er að panta á netfangi hennar, aslaugyrhjartar@gmail.com. Aðspurð hvað taki næst við hjá henni segir hún það góða spurningu. „Það á allt eftir að koma í ljós.“ Áslaug hefur alltaf haft mikinn áhuga á landafræði. „Ég man þegar ég var rúmlega átta ára og fylgdist með HM karla í knattspyrnu en ekki til að horfa á leikina heldur til að skoða fánana. Ég þekki marga en ekki alla og þurfti að nota Google oft þegar ég gerði heims- kortið.“ Foreldrar Áslaugar, Bryndís og Hjörtur, komu ekki nálægt verkinu. „Ég fór til Parísar í haust með pabba og við rákumst á nokkur sendi- ráð. Faðir minn hélt auðvitað að ég þekkti alla fána heimsins út af kortinu en svo einu sinni komum við að sendiráði Burkina Faso og ég vissi ekkert hvaða landi fáninn tilheyrði því að ég var búin að skoða svo marga síðustu vikurnar og þeir virðast hafa runnið í eitt í hausn- um á mér,“ segir hún og skellir uppúr. Þekkir marga fána en ekki alla ÁSLAUG FÉKK HJÁLP FRÁ GOOGLE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.