Morgunblaðið - 09.01.2015, Side 22
FRÉTTASKÝRING
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Mikill viðsnúningur blasirvið á íslenskum vinnu-markaði sem fer aðskreppa saman á kom-
andi árum og erfitt verður að
manna ný störf innan fárra ára
verði ekkert að gert. Þjóðin eldist
hratt og örorkulífeyrisþegum hefur
fjölgað ört og eru þeir nú tæplega
9% allra Íslendinga á vinnufærum
aldri. Fljótlega eftir árið 2020 mun
fækka á vinnumarkaði þrátt fyrir
að gert sé ráð fyrir að árlega verði
400-800 aðfluttir umfram brott-
flutta hér á landi.
Eftirlaunaþegum fjölgar
Þetta kemur fram í nýjum út-
reikningum sérfræðinga Samtaka
atvinnulífsins. Þorsteinn Víglunds-
son, framkvæmdastjóri SA, bendir
á í samtali við Morgunblaðið að nú
sé um það bil að nást jafnvægi á
stærð þeirra árganga sem koma
inn á vinnumarkaðinn á hverju ári
og þeirra sem hverfa af vinnumark-
aði. Haldi þessi þróun ört vaxandi
örorkubyrði samhliða öldrun þjóð-
arinnar áfram munu Íslendingar
ekki geta mannað hagvöxt framtíð-
arinnar nema tekið verði á þessum
vanda, að sögn Þorsteins.
Viðvörunarljósin loga
Í umfjöllun SA er rakið að i
kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar
fjölgaði barneignum Íslendinga
hratt. Aukinn fjöldi barna minnkaði
í upphafi hlutfall starfandi af heild-
armannfjölda en þegar þessir stóru
árgangar komu inn á vinnumark-
aðinn fjölgaði fólki á vinnufærum
aldri umtalsvert. Nú 60 árum
seinna eru hinir fjölmennu árgang-
ar eftirstríðsáranna óðum að nálg-
ast eftirlaunaaldur og meðalaldur
þjóðarinnar fer hækkandi. SA
bendir á að enn í dag njótum við
þess að hafa hátt hlutfall starfandi
vegna stórra árganga á vinnumark-
aði. Það mun hins vegar breytast á
næstu árum þegar fólk sem er fætt
um miðja síðustu öld kemst á eft-
irlaunaaldur. Þegar komið verður
fram á miðja 21. öldina, 100 árum
eftir barnasprengjuna, verða svo
eftirlaunaþegarnir mun hærra hlut-
fall af heildarmannfjöldanum en í
dag.
Í umfjöllun SA segir að viðvör-
unarljósin séu farin að loga á
vinnumarkaði. Á næsta áratug er
útlit fyrir að árleg fjölgun starfs-
fólks á vinnumarkaði verði aðeins
um fjórðungur af meðalfjölgun und-
angengins áratugar. Að óbreyttu
tekur við samdráttur á vinnumark-
aði eftir þann tíma. Þessi þróun á
sér stað þrátt fyrir að áfram sé
gert ráð fyrir umtalsverðum að-
flutningi erlendra starfsmanna til
landsins.
Ástæða þessa er, eins og áður
segir, hækkandi meðalaldur þjóð-
arinnar og mikil örorkubyrði. Hlut-
fall fólks á Íslandi sem hefur horfið
af vinnumarkaði vegna þess að það
er metið sem öryrkjar er meðal
þess hæsta sem þekkist skv. sam-
anburði SA á milli ríkja.
Örorkubyrði tvöfaldaðist
Örorkubyrði er hlutfallslega
mest hér á landi í samanburði við
önnur ríki OECD, skv. útreikn-
ingum SA, og árlegur kostnaður
ríkis og lífeyrissjóða vegna ör-
orkubyrðar er áætlaður 55 millj-
arðar króna á þessu ári. Hefur
hann tvöfaldast á föstu verðlagi á
undanförnum 15 árum.
Þessi þróun mun að óbreyttu
hamla hagvexti og hafa bæði SA og
verkalýðshreyfingin gagnrýnt harð-
lega að ríkissjóður verji nánast
engum fjármunum til starfsend-
urhæfingar til að vinna gegn ör-
orkubyrðinni og auðvelda fólki að
snúa aftur út á vinnumarkaðinn.
Getum ekki mannað
hagvöxt framtíðar
Stefnir í fækkun á vinnumarkaði
Fjöldi þeirra sem kemur inn á vinnumarkaðinn á hverju ári, að teknu tilliti til örorku og atvinnuþátttöku.
Fjöldi á vinnumarkaði - miðspá
Fjöldi á vinnumarkaði - lágspá
Heimildir: Útreikningar SA byggðir á tölum Hagstofu Íslands og Tryggingastofnunar
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
-500
-1000
-1.500
20
04
20
36
20
20
20
52
20
08
20
40
20
24
20
56
20
12
20
44
20
28
20
60
20
16
20
48
20
32
20
64
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Nýr kjara-samn-ingur við
Læknafélag Ís-
lands var undirrit-
aður í fyrradag og
rétt eftir miðnætti
í gær var undirritaður samn-
ingur við Skurðlæknafélag Ís-
lands. Kjaradeilan við lækna
hefur verið hörð og langvinn
og verkföll þeirra hafa skapað
óöryggi, óvissu og tafir í heil-
brigðiskerfinu. Það er því gott
að þessari deilu sé lokið og
tekist hafi að ná samningi,
sem vonandi skapar sátt inn-
an læknastéttarinnar.
Í málflutningi lækna hefur
komið fram að margir þeirra
hefðu að óbreyttu ekki séð sér
annan kost en að leita vinnu í
útlöndum á þeirri forsendu að
þar væri mun betri kjör að
finna en á Íslandi. Var látið að
því liggja að næðust ekki fram
nægar kjarabætur yrði slíkur
skortur á læknum hér á landi
að í mörgum greinum yrði
ekki hægt að halda úti við-
unandi þjónustu. Vonandi hef-
ur því verið afstýrt með þess-
um samningum.
Læknar hafa gengið hart
fram í launakröfum sínum.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins,
sagði í gærmorgun að í raun
væru launahækkanirnar til
lækna of miklar. Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra
sagði áður en samningar náð-
ust að launakröfur þeirra ógn-
uðu stöðugleika á launamark-
aði. Erfiðir samningar eru
framundan og enginn vafi er á
því að hinum nýundirrituðu
samningum við lækna verður
beitt í þeim. Ekki er hins veg-
ar komið fram hversu miklar
launahækkanir samningarnir
fela í sér, þótt fara megi nærri
um það, og því ekki hægt að
fullyrða um áhrif þeirra á
launakröfur annarra.
Þessir samningar snúast
ekki aðeins um kjör lækna.
Þeir snúast einnig um framtíð
íslensks heilbrigðiskerfis. Það
er óþarfi að telja upp allt það,
sem á bjátar, nægir að nefna
allt of langa biðlista, úr sér
genginn tækjabúnað og óvið-
unandi húsakost. Þar þarf að
snúa vörn í sókn eftir nið-
urskurð undanfarinna ára.
Það verður ekki gert án sam-
stöðu lækna; án samstöðu
heilbrigðisstéttanna. Allir
þurfa að leggjast á árar.
Yfirlýsing ríkisstjórn-
arinnar, Læknafélagsins og
Skurðlæknafélagsins í gær
ber því vitni að nýtt hljóð sé
komið í strokkinn. Þar er tal-
að um að „ráðist verði í átak í
tengslum við stefnu stjórn-
valda um betri heilbrigð-
isþjónustu með
virkum stuðningi
lækna og öflugri
þátttöku þeirra í
stefnumótun sem
byggist á bættri
starfsaðstöðu og
betri nýtingu fjármuna“. Í
þessari setningu vekja orðin
„virkur stuðningur“ og „öflug
þátttaka“ athygli.
Í yfirlýsingunni eru sett
metnaðarfull markmið þar
sem miðað er við önnur Norð-
urlönd. Um leið eigi launakjör
lækna og vinnufyrirkomulag
að vera samkeppnisfær og
færð nær því kerfi, sem tíðk-
ist á Norðurlöndunum.
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra
bætti um betur þegar hann
kynnti yfirlýsinguna á blaða-
mannafundi í gær með þeim
orðum að samningarnir væru
ekki lokapunktur heldur
miklu fremur áfangi í enn
stærra sameiginlegu verkefni
stjórnvalda og lækna sem
miðaði að endurreisn íslensks
heilbrigðiskerfis og að gera
það í stakk búið til þess að
keppa við heilbrigðisþjónustu
hvar sem er í heiminum.
Þorbjörn Jónsson, formað-
ur Læknafélagsins, var öllu
varkárari á blaðamannafund-
inum þótt inntakið væri það
sama. „Þetta er yfirlýsing
sem læknar hafa unnið að
ásamt stjórnvöldum und-
anfarnar vikur til hliðar við
gerð kjarasamninganna og er
hugsuð sem fyrsta við-
spyrnan til þess að snúa við
þeirri hrörnun eða afturför
sem við höfum þurft að þola
varðandi heilbrigðiskerfið
undanfarin allmörg ár,“ sagði
Þorbjörn.
Yfirlýsingin ber því vitni að
meira var undir í samning-
unum en aðeins kjör lækna.
Þar er kveðið á um byggingu
nýs Landspítala og að tryggt
verði að fjárfesting í húsnæði
og tækjum verði markviss „og
skili í senn varanlegri hag-
kvæmni og betri meðferð
sjúklinga til lengri tíma“.
Þessi yfirlýsing ber því
vonandi vitni sem koma skal,
en hún er enginn töfrasproti.
Fram undan er mikið starf og
erfitt. Heilbrigðiskerfið verð-
ur ekki endurreist á einni
nóttu. Ekki má hins vegar
gleyma kostum heilbrigð-
iskerfisins og öllu því ötula og
hæfileikaríka fólki, sem þar
vinnur, læknum, hjúkr-
unarfræðingum og öðrum
heilbrigðisstarfsmönnum.
Grunnurinn til að ná mark-
miðum yfirlýsingarinnar er
fyrir hendi og ekki sakar að
nú virðast menn tilbúnir að
bretta upp ermar.
Nú þarf að bretta
upp ermar og snúa
sér að uppbyggingu
heilbrigðiskerfisins}
Samið við lækna
H
alda mætti að það væri skylda að
taka lífsstíl sinn og mataræði til
gagngerrar endurskoðunar um
áramót. Núna í upphafi árs er
allt morandi í greinum sem
margar innihalda stórkarlalegar fullyrðingar
um ágæti hinna og þessara fæðutegundanna.
Samkvæmt einni slíkri grein inniheldur grænt
te efni sem „margir sérfræðingar vilja meina að
brenni kviðfitu“. Hvaða efni það er eða hvaða
sérfræðingar þetta eru kemur þó ekki fram.
Brasilískar hnetur virka á appelsínuhúð sam-
kvæmt annarri grein og chiafræ láta þig vera
sadda/n lengur. Hvað veldur því er þó ekki út-
skýrt, ekki frekar en fullyrðing í enn annarri
grein um að spínatdrykkir hreinsi líkamann.
Nú er líklega ekkert hættulegt að drekka
grænt te, bryðja brasilískar hnetur eða sötra
spínatdrykki. En í umfjöllunum sem þessum er haldið
fram ótvíræðu hollustugildi, án þess að það sé tíundað nán-
ar, útskýrt eða stutt neinum rökum.
Svo eru orð eins og megrun og megrunarkúr greinilega
komin á bannlista, þó aðalinntak greina sem þessara sé
hvernig megi grennast. Í staðinn eru notuð orð eins og
heilsuráð og slíkar umfjallanir er að finna á þeim svæðum
vefsíðna sem merkt eru heilsa, heilbrigði eða eitthvað
álíka. En hvað annað en megrun á að kalla sérhæft mat-
aræði sem miðar að því að missa einhvern tiltekinn kílóa-
fjölda?
Þegar bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow hélt því
fram opinberlega fyrir nokkrum árum að hún
gæti komið í veg fyrir að veikjast nokkurn tím-
ann af krabbameini með því að borða einungis
lífrænan mat brá mörgum krabbameinslækn-
inum í brún, enda var hér um ný sannindi að
ræða. Hvarflaði að mörgum að Paltrow hefði
fram til þessa leikið tveimur skjöldum; að auk
þess að vera ágætis leikkona og andlit ýmissa
frægra vörumerkja, væri hún einnig vís-
indamaður og læknir. Við nánari eftir-
grennslan reyndist það þó ekki vera rétt, held-
ur er hún ein af þeim fjölmörgu þekktu
einstaklingum sem einhverra hluta vegna telja
sig þess umkomna að gefa öðrum ráð um mat-
aræði og heilsufar, sem oft snúast um að sleppa
því að neyta einhvers eða borða eitthvað annað
í tonnatali. Sum þessara heilsuráða fræga
fólksins gefa til kynna vægast sagt afbrigðileg
viðhorf til mataræðis og næringar sem geta, að mati sér-
fræðinga, beinlínis ýtt undir átraskanir og önnur vandamál
tengd holdafari.
Þessu tengt má þó ekki gleyma því að fræga fólkið getur
vissulega haft jákvæð áhrif á hvernig fólk hugar að heils-
unni, dæmi um það er þegar leikkonan Angelina Jolie
greindist með stökkbreytingu í geni sem eykur líkurnar á
brjóstakrabbameini og í kjölfarið varð vakning í leit að
geninu.
Það er ábyrgðarhluti að fjalla um hollustu og heilbrigði
og ráðleggja fólki um lífsstíl, þó ekki væri nema vegna þess
að heilsan er það dýrmætasta sem fólk á. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Brasilískar hnetur og chiafræ
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Ef fram fer sem horfir gæti haf-
ist fækkun á vinnumarkaði eftir
sjö ár. Í meðfylgjandi töflu er birt
spá SA um þróunina á vinnu-
markaði, sem byggð er á tölum
Hagstofu um vinnumarkað og
búferlaflutninga og tölum Trygg-
ingastofnunar um fjölgun ör-
yrkja auk mannfjöldaspár Hag-
stofu. Þar er annars vegar miðað
við að aðfluttir umfram brott-
flutta verði 400 á ári (lágspá) og
hins vegar að þeir verði 800 á ári
(miðspá). Mismunur á fjölda
þeirra sem koma inn á vinnu-
markað á hverju ári umfram þá
sem fara út af vinnumarkaði, án
tillits til fjölgunar öryrkja, er
u.þ.b. 1.600 á yfirstandandi ári,
rúmlega 800 árið 2020 og 500
árið 2025 skv. lágspánni og
1.600 í ár, 900 árið 2020 og 600
árið 2025 gangi miðspáin eftir.
Fjöldi fólks á vinnualdri sem
fer út af vinnumarkaði vegna ör-
orku er áætlaður 0,32% af fjölda
starfandi fólks eða 600-700 á
ári. Gangi það eftir fer því að
fækka á íslenskum vinnumarkaði
árið 2022 skv. lágspánni og árið
2025 skv. miðspá.
Fækkun hefst
2022-2025
VINNUMARKAÐURINN