Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 11
Styrkur Þorsteinn og göngufólkið sem gekk með honum á Akrafjall til styrktar krabbameinssjúkum börnum.
mínútur, en við fórum þetta á 17
tímum og 39 mínútum, bættum
gamla metið um tvo tíma og ellefu
mínútur. Þetta voru fimmtíu kíló-
metrar og fimm þúsund metra
hækkun í einni törn.“
Óljós svör um bæjarfjöll
Þorsteinn segist hafa mikla
ástríðu fyrir fjallgöngum og hann
hefur einnig farið út fyrir land-
steinana til að ganga á fjöll.
„Ég hef mjög gaman af því að
ferðast um Ísland og tengja það
saman. Ég hef gengið á 500 fjöll á
Íslandi frá því ég byrjaði að halda
skráningu um það sem ég geng
fyrir um sex árum, og þá eru
þetta 1.500 fjallferðir, því sum
fjöllin hef ég farið á oftar en einu
sinni.“
Hugmynd hans um að
ganga á öll bæjarfjöllin í
landinu kviknaði þegar
hann var að spyrjast fyrir
um bæjarfjöll þar sem hann
var á sínu venjulega fjalla-
rölti um landið.
„Ég fékk nefnilega ekki
alltaf skýr svör, stundum var
það nokkuð ljóst en stundum
var ágreiningur um hvert
bæjarfjallið væri. Ég þurfti
því að fara nokkrar ferðir í
suma bæina til að fá úr þessu
skorið og komast upp á rétta
fjallið,“ segir Þorsteinn og hlær.
„Í sumum bæjum eru líka
fleiri en eitt fjall álitin bæjarfjall.
Í bókinni minni eru til dæmis fjög-
ur fjöll fyrir Reyðarfjörð, þrjú
fyrir Norðfjörð og tvö fyrir Eski-
fjörð.“
Sumt ekki fyrir lofthrædda
Bæjarfjöll Íslands segir Þor-
steinn að séu öll frekar auðveld
uppgöngu, en þó séu þau vissulega
misbrött. „Kirkjufell í Grund-
arfirði er til dæmis ekki fyrir loft-
hrædda og meðal bæjarfjalla eru
líka fjöll sem taka vel í. En þau
eru öll mjög fjölskylduvæn, það
geta allir komist upp á þau með
góðu móti, þau eru bara miskrefj-
andi. Sum fjöllin austur á landi og
á Vestfjörðum eru dálítið brött og
taka vel í fótinn, en það er ekkert
sem er hættulegt.“
Þorsteinn segist vera afar
þakklátur öllum sem komu að
verkefninu með honum, hvort sem
það var í göngunum sjálfum eða
við efnisöflun í bókina.
Markmið næstu ára hjá Þor-
steini er að ganga allar gamlar
þjóðleiðir á Íslandi milli fjarða og
hann er þegar byrjaður á því.
Fyrir þá sem vilja lesa um
fjallabrölt Þorsteins utanlands er
vert að kíkja á síðuna hans:
www.fjallasteini.is.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015
Þessi tveir fílar voru heldur betur
kátir með að fá jólatré sem einhvers-
konar snakk í morgunmat í gær. Þeir
eiga heima í dýragarði í Berlín í
Þýskalandi og virtust greinilega
skemmta sér við að kasta trjánum til
á milli þess sem þeir jöpluðu á þeim.
Óneitanlega er það nokkuð um-
hverfisvænt að jólatrén sem mann-
fólkið kastar frá sér að jólum loknum,
endi sem leikföng og snakk fyrir dýr.
AFP
Gaman Fílar leika sér með jólatré.
Jólatré í matinn
Þrettándagleði hjá fílunum
Um það leyti sem par hefur náð
miðju þrítugsaldursins, jafnvel fyrr,
virðist mörgum þykja ósköp eðlilegt
að ryðjast inn í svefnherbergi þess
með látum og koma sér vel fyrir á
rúmstokknum með kók í annarri og
popp í hinni.
Þaðan er hægt að fylgjast grannt
með ástaratlotum parsins, gera at-
hugasemdir og stinga upp á nýjum
og hentugri stellingum ef svo ber
undir. Að lokum er árangurinn að
sjálfsögðu ræddur yfir kaffibolla
frammi í stofu. Kannski þarf að ráð-
leggja parinu og benda því á að
skipta úr hveiti yfir í spelt, drekka
minna áfengi eða hreyfa sig meira.
Ágæti lesandi, ekki misskilja. Ég
er ekki að gefa til kynna að vinir,
ættingjar eða aðrir sem kunna
að hafa séð parið tilsýndar í
partíi eða í verslun á Laugaveg-
inum síðasta sumar hafi
loksins gefist upp á sjón-
varpsdagskránni og
ákveðið að tylla sér á fal-
legt rúmteppi í Vest-
urbænum þar sem þeir
verja fallegu sumarkvöldi í
félagsskap ungra elskenda.
Staðreyndin er aftur á
móti sú að ef marka má sam-
ferðamenn mína og annarra
para í kringum mig virðist
íslenska þjóðin vera í bráðri
útrýmingarhættu.
Verði mannkyninu ekki
fjölgað eins fljótt og auðið er,
neyðumst við öll til þess að
ganga til liðs við evrópubáknið
og þjóna drottingunni í Dan-
mörku þar til dauðinn aðskilur
okkur. Á stundum mætti jafn-
vel halda að veðjað hafi verið á
fjölda íbúa Kópavogsbæjar ár-
ið 2017 og einhverjir séu í þann mund
að tapa stórum fjárhæðum.
Já, og ætlið þið síðan ekki að fara
að koma með eitt lítið? Nú, er það
kannski bara ÞEGAR komið í ofn-
inn?
Sum pör hafa svör á reiðum hönd-
um en önnur víkja sér fimlega undan
spurningahríðinni. Svörin eru mis-
gáfuleg og ekki alltaf sannleikanum
samkvæm. Skiljanlega.
Vinkona mín fékk nóg á dögunum
og heldur því nú fram fullum fet-
um að hún sé nýkomin úr leg-
námi og því verði lítið um börn á
næstunni. Hún nýtur þess að sjá
forvitinn spyrjandann roðna
upp í hársrætur og stama út
úr sér afsökunarbeiðni.
Ég veit ekki með þig, les-
andi góður, en ég er viss um
að þér þætti frekar óþægi-
legt ef ég kæmi mér reglu-
lega fyrir á kommóðunni í
svefnherberginu þínu og
skipti mér af kynlífinu.
Þú vilt sennilega ekki
segja mér af hverju þú ert
enn einhleypur, hvernig
gangi að missa síðustu tutt-
ugu kílóin eða af hverju þú
hefur ekki enn lokið stúdents-
prófi.
En þú þarft ekki að óttast.
Ég spurði ekki og ætla ekki að
gera það.
» Já, og ætlið þið síðanekki að fara að koma
með eitt lítið?
Heimur Láru Höllu
Lára Halla Sigurðardóttir
larahalla@mbl.is
Veðrið varð til þess að ekki var alls
staðar á landinu hægt að kveikja í
þeim þrettándabrennum sem til
stóð á rétta deginum, síðastliðinn
þriðjudag, 6. janúar. En engin
ástæða er til að hætta við, enda bú-
ið að koma eldsmatnum fyrir með
mikilli fyrirhöfn. Síðbúnu þrett-
ándabrennurnar á höfuðborgarsvæð-
inu verða í dag og á morgun.
Þrettándabrenna Vesturbæjar við
Ægisíðuna verður í kvöld, hátíðin
hefst við KR-heimilið kl. 18, þar sem
sungin verða nokkur lög og eftir það
verður gengið að brennunni við Ægi-
síðuna. Um kl. 18.30 verður kveikt í
brennunni og flugeldasýning um kl.
18.45.
Þrettándagleðin í Grafarholti
verður á morgun, laugardag, og
hefst með göngu kl. 18.30 frá Guð-
ríðarkirkju og þaðan farin blysför
inn í Leirdal þar sem brenna, söng-
ur, jólasveinar, púkar, flugeldasýning
og skemmtiatriði taka við. Áætlað er
að tendra bálið um klukkan 19.30.
Í Hafnarfirði verður þrett-
ándagleði á Ásvöllum á sunnudag kl.
17, Grýla og Leppalúði mæta ásamt
fleirum.
Morgunblaðið/Kristinn
Brenna á Ægisíðu Eldur er fallegt fyrirbæri þegar utan um hann er haldið.
Við kveikjum þrettándabál þó
seint sé, í dag og um helgina
Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is
Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16
ÚT
SA
LA10 - 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLUMHÚSGÖGNUM OG SMÁVÖRU
Bókin Íslensk bæjarfjöll er handbók þar sem fjallað er
um fjöll við byggð, svokölluð bæjarfjöll. Sagt er frá
hverju fjalli fyrir sig, gönguleiðum og helstu einkenn-
um.
Bókin inniheldur 400 glæsilegar ljósmyndir af öllu
landinu, bæði af fjöllum og fólki.
Sumstaðar kemur Þorsteinn líka inn á eitthvað
menningarlegt eða félagslegt sem bæirnir hafa upp
á að bjóða.
FJÖLSKYLDUVÆNAR GÖNGUR
Íslensk bæjarfjöll