Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 9. J A N Ú A R 2 0 1 5 Stofnað 1913  7. tölublað  103. árgangur  FLYTJENDUR MISREYNDIR Í KEPPNI GEKK Á ÖLL ÍSLENSK BÆJARFJÖLL ÆTLA AÐ KOMAST Í LOKAKEPPNINA Í BRASILÍU GENGIÐ TIL GÓÐS 10 U21 ÁRS LANDSLIÐIÐ ÍÞRÓTTIRSÖNGVAKEPPNIN 38 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðhrun á olíu að undanförnu mun að líkindum örva hagvöxt og leiða til þess að hann verði meiri undir lok árs 2014 en hann hefði annars orðið. Þetta er mat Þórarins G. Péturs- sonar, aðalhagfræðings Seðlabank- ans, sem bendir á að vegna lægra olíuverðs aukist ráðstöfunartekjur heimila, að öðru óbreyttu. Hann segir horfur um viðskipta- kjör hafa batnað frá birtingu síðustu Peningamála í nóvember sl. Við- skiptakjör mæla hlutfall þróunar út- flutningsverðs í samanburði við verð innfluttra vara og þjónustu. „Horfur um viðskiptakjör hafa batnað. Innflutningsverð hefur lækkað töluvert og þá fyrst og fremst olían. Á meðan útflutnings- verð gefur ekki eftir blasir við að horfur um viðskiptakjör hafa batnað frá því í nóvember … Álverðið hefur ekki gefið eftir með sama hætti og verð á sjávarafurðum hefur hækkað umtalsvert. Þessi þróun er því mjög jákvæð. Þetta er að gerast hjá öllum ríkjum sem flytja inn olíu. Þau eru að fá töluverðan bata í viðskiptakjörum. Það mun þá þýða, að öðru óbreyttu, batnandi hagvaxtarhorfur fyrir þau ríki,“ segir Þórarinn. Skv. greiningu Analytica hefur verðmæti áls og sjávarafurða miðað við olíu ekki verið jafnmikið frá 2009. Skapar meiri hagvöxt  Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir olíuhrunið hafa mikil áhrif í hagkerfinu  Vegna lægra olíuverðs hafi horfur um viðskiptakjör batnað frá því í haust MOlíuhrunið bætir »12 Verðhrun » Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað úr um 100 bandaríkjadölum á miðju síð- asta ári í um 50 dali nú. » Hagstofan áætlaði í byrjun desember að hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins 2014 hefði verið 0,5%. Um það bil þrjú hundruð manns lögðu leið sína í garð franska sendiráðsins í Reykjavík í gær- kvöldi til þess að sýna samstöðu sína með fórnar- lömbum hryðjuverksins í París í fyrradag. Fán- um Frakklands og Evrópusambandsins var flaggað í hálfa stöng, og gerðu önnur sendiráð í nágrenninu hið sama. Gestir lögðu kerti við fánastengurnar og héldu á skiltum með áletr- uninni „Je suis Charlie“ og skriffærum. Álíka at- hafnir voru haldnar víða um heim, og voru ljósin á Eiffel-turninum í París slökkt í virðingarskyni við hina föllnu. Í Frakklandi hélt leitin að hinum grunuðu áfram, en sjö manns voru handteknir í tengslum við málið í fyrrinótt. Enn hafði þó ekki tekist að hafa hendur í hári Kouachi-bræðranna, sem taldir eru hafa framið árásina. Einbeitti franska lögreglan sér að Picardy-héraði í norðurhluta landsins, en bræðurnir rændu bensínstöð fyrr um daginn. Óttast var að þeir myndu láta til skarar skríða á ný. »20-21 Frökkum sýndur samhugur víða um heim Morgunblaðið/Árni Sæberg Samstöðufundur við franska sendiráðið í Reykjavík  Erfitt verður að manna ný störf á vinnu- markaði innan fárra ára verði ekkert að gert. Þjóðin eldist hratt og örorku- lífeyrisþegum hefur fjölgað ört. Búast má við að innan fárra ára muni fækka á ís- lenskum vinnumarkaði þar sem fleiri hverfa út af honum en bætast við. Sé gert ráð fyrir að 400 manns komi til landsins umfram brott- flutta mun hefjast fækkun á vinnu- markaði árið 2022 skv. nýjum út- reikningum Samtaka atvinnulífsins. »22 Fækkun fólks á vinnumarkaði gæti hafist árið 2022  Neysla fæðubótarefna, brennslu- taflna og stera er algengari hjá þeim framhaldsskólanemum sem æfa íþróttir utan íþróttafélaga en þeirra sem æfa með félagi, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var á veg- um Lyfjaeftirlits ÍSÍ. Þar kemur fram að drengir séu líklegri til þess að nota stera og fæðubótarefni en stúlkur. Viðar Halldórsson, íþrótta- félagsfræðingur, segir að sam- félagsleg pressa á að ná árangri ýti undir slíka notkun. »4 Steranotkun meiri meðal drengja  „Þetta getur orðið milljónatjón fyrir fyrirtækið ef svona gerist marga daga í röð. Mötuneyti og verslanir bíða eft- ir vörunum og sætta sig ekki við að fá ekki vörur. Svo vantar líka hráefni í fram- leiðsluna,“ segir Grímur Þór Gísla- son sem rekur matvælaiðjuna Grím- ur Kokkur í Vestmannaeyjum. Hann er með fjölmarga viðskiptavini uppi á landi og þarf að afhenda tilbúnar matvörur reglulega. Allar ferðir Herjólfs á milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar féllu niður í gær og fyrradag vegna veð- urs og ölduhæðar og flug hefur ver- ið stopult. Hefur það valdið erfið- leikum í Eyjum. »16 Kemur ekki vörum til viðskiptavina Fiskur Maturinn kemst ekki í land. BURT ÚR BÆNUM MEÐ HÓPINN FRÁBÆR FERÐATILBOÐ TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA OKKAR INNANLANDS OG LÍKA TIL FÆREYJA Nánari upplýsingar á hopadeild@flugfelag.is eða í síma 570 3075

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.