Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Franska lögreglan leitar nú tveggja bræðra, Chérifs Kouachis, 32 ára, og Saïds Kouachis, 34 ára, sem eru grun- aðir um aðild að hryðjuverkaárásinni í París á miðvikudaginn. Hinn 18 ára Hamyd Mourad, sem einnig er grun- aður um aðild að voðaverkunum, gaf sig sjálfur fram við lögreglu eftir að hann sá nafn sitt á samfélagsmiðlum. Hann var handtekinn og er nú í vörslu lögreglu. Þremenningarnir eru allir tengdir fjölskylduböndum. Alls eru sjö í haldi lögreglu vegna árásarinnar í París að sögn forsætisráðherra Frakklands, Manuels Valls. Þar á meðal eru bæði karlar og konur sem tengjast bræðrunum sem grunaðir eru um árásina. Alls létust tólf í árásinni Það var að morgni miðvikudags sem tveir grímuklæddir menn, vopn- aðir AK-47-byssum, réðust inn í rit- stjórnarskrifstofu háðsádeilutíma- ritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Heimildir NBC News herma að tveir lögreglumenn hafi verið á vakt fyrir utan skrifstofu tíma- ritsins en þeirra hlutverk var að gæta ritstjórans Stephanes Charbonniers. Hann hefur notið lögregluverndar í nokkur ár vegna líflátshótana. Hann lést í árásinni sem og annar lögreglu- mannanna. Hinn lögreglumaðurinn særðist í árásinni en alls særðust ell- efu manns, þar af fjórir alvarlega. Skotmörk árásarmannanna voru starfsmenn tímaritsins sem höfðu teiknað og tekið þátt í birtingu skop- mynda af Múhameð spámanni. Spurðu þeir fórnarlömb sín að nafni áður en þeir tóku þau af lífi. Meðal þeirra sem voru teknir af lífi voru Bernard Maris, hagfræðingur hjá Seðlabanka Frakklands, sem einnig var dálkahöfundur á tímaritinu, og þrír teiknarar. Alls létust níu á rit- stjórn blaðsins, tveir lögreglumenn og einn starfsmaður byggingarinnar í árásinni. Bræðurnir voru undir eftirliti Bræðurnir sem um ræðir eru vel þekktir hjá leyniþjónustu Frakklands vegna skoðana sinna og hafa verið undir eftirliti í einhvern tíma. Báðir eru þeir fæddir í París en foreldrar þeirra, alsírskir innflytjendur, létust þegar þeir voru ungir. Bræðrunum var þá komið í fóstur og ólst annar þeirra til að mynda upp hjá fjölskyldu á Bretagne-skaga. Sá yngri, Chérif, var dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar af átján mán- uði skilorðsbundna, árið 2008 fyrir brot á hryðjuverkalögum með því að safna liði til þess að berjast með skæruliðum í Írak. Á þeim tíma hélt hann því fram að ástæðan fyrir því hefði verið reiði vegna mynda sem birtar voru af pyntingum Bandaríkja- manna á íröskum föngum í Abu Ghra- ib-fangelsinu skammt frá Bagdad. Árið 2010 kom nafn hans fram í lög- regluskýrslu í tengslum við fyrirhug- aðan flótta Smains Aits Alis Belka- cems úr fangelsi en sá er fyrrverandi liðsmaður íslamskra öfgasamtaka í Alsír, GIA, sem stóðu á bak við nokk- ur sprengjutilræði og flugrán í Frakklandi á tíunda áratugnum. Bróðir hans, Saïd, bjó í Reims ásamt eiginkonu sinni en mikill við- búnaður var þar í fyrradag af hálfu lögreglu. Nágranni hans þar segir í samtali við Le Figaro að Saïd hafi verið hæglátur nágranni og aldrei nein vandamál komið upp. Hann hafi iðkað trú sína en aldrei reynt að snúa neinum til íslam. Þá er Hamyd Mour- ad tengdur bræðrunum fjölskyldu- böndum en hann ber sama ættarnafn og eiginkona Chérifs Kouachi. Hún er ættuð úr bænum Charle- ville-Mezieres í Ardennes-héraði þar sem Mourad gaf sig fram. Árásin í París dásömuð Ekki er ljóst hvort bræðurnir tengjast einhverjum ákveðnum sam- tökum en ýmsu hefur heyrst fleygt. Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að þremenningarnir séu með tengsl við al-Qaeda í Jemen en það hefur ekki fengist staðfest. Vitni segj- ast hafa heyrt árásarmennina kalla „Guð er almáttugur“ og eins „við höf- um hefnt fyrir spámanninn“. Einnig velta menn fyrir sér tengslum þeirra við Ríki íslams. Einn af fyrrverandi félögum Chérifs í hryðjuverkasellunni sem tengist 19. hverfi Parísarborgar, Buttes-Chau- mont, Boubaker el Hakim, kemur fram í áróðursmyndskeiði Ríkis ísl- ams sem var birt í desember í fyrra. Samkvæmt skýrslu sem samtökin SITE, sem vakta miðla íslamskra öfgasamtaka, birti hryðjuverkasíða sem tengist Ríki íslams, Afriqiyah Media, einnig yfirlýsingu þar sem árásin í París í fyrradag var dásömuð. Taldir hafa rænt bensínstöð Í gær var sorgardagur í Frakk- landi og þeirra tólf sem létust í árás- inni minnst. Mínútuþögn var á hádegi auk þess sem klukkur Notre Dame hringdu í tíu mínútur. Þá hafa fjöl- margar minningarsamkomur verið haldnar víðs vegar um Frakkland og heiminn. Mjög margir báru merki með áletruninni „Je suis Charlie“ eða „Ég er Charlie“ sem merki um sam- stöðu með fórnarlömbunum og mál- stað þeirra. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar er í gildi í Frakk- landi og eru mun fleiri hermenn og lögreglumenn að störfum en vant er. Meðal annars er sérstaklega fylgst með skrifstofum fjölmiðla, bygging- um tengdum trú, samgöngum og öðr- um stöðum þar sem líkur eru taldar á að framin séu hryðjuverk. Sprengjum varpað á moskur Bræðurnir eru þar að auki taldir hafa rænt bensínstöð í gærmorgun. Eru þeir grunaðir um að hafa stolið mat og bensíni og hleypt af skotum skammt frá Villers-Cotterets í L’- Aisne norðaustur af París. Sam- kvæmt fréttum fjölmiðla, bæði enskra og franskra, virðist sem lýsing starfsmanns á árásarmönnum passi við lýsingu á bræðrunum, en þeir voru þungvopnaðir og grímuklæddir. Lögreglan lokaði öllum helstu leiðum inn í París þar sem árásamennirnir eru taldir stefna þangað á nýjan leik. Ráðist hefur verið á moskur á nokkrum stöðum í Frakklandi í kjöl- far árásarinnar á miðvikudaginn. Þremur handsprengjum var varpað á mosku í Le Mans í að kvöldi miðviku- dags og eins eru göt eftir byssukúlur á rúðum moskunnar. Enginn slasað- ist í árásinni. Í Port-la-Nouvelle, skammt frá Narbonne í Suður-Frakklandi, var skotið á bænasal múslima skömmu eftir kvöldbænir. Enginn var í salnum þegar árásin var gerð. Í gærmorgun sprakk svo sprengja við kebab-stað, skammt frá mosku í bænum Ville- franche-sur-Saone í Austur-Frakk- landi, en enginn særðist í árásinni. Lögreglan leitar franskra bræðra sem grunaðir eru um voðaverkin  Chérif og Saïd Kouachi á flótta undan lögreglunni  Voru undir eftirliti leyniþjónustu Frakklands AFP Stuðningur Fólk hefur safnast saman víða um heim til að sýna fórnarlömbunum og málstað þeirra stuðning. Bræðurnir Chérif Kouachi og Saïd Kouachi eru sagðir hafa staðið á bak við árásirnar í París í fyrradag. Lögreglan leitar þeirra nú en þeir eru taldir hafa rænt bensínstöð í norðurhluta Frakklands í gærmorgun, skammt frá Villers-Cotterets í L’Aisne. Samkvæmt fréttum fjölmiðla, bæði enskra og franskra, virðist sem lýsing starfsmanns á árásarmönnum passi við lýsingu á bræðrunum. Þeir voru þungvopnaðir og grímuklæddir. Taldir hafa rænt bensínstöð BRÆÐURNIR CHÉRIF OG SAÏD KOUACHI Á FLÓTTA Tveir lögregluþjónar urðu fyrir skotárás í gærmorgun í Montrouge Hauts-de-Seine-hverfinu í París. Atvikið átti sér stað við 101 Avenue Pierre Brossolette en lögreglan var kölluð þangað vegna umferðar- óhapps. Tveir menn komu aðvíf- andi, vopnaðir M5-hríðskota- rifflum, og skutu á lögreglu- mennina. Kona í umferðar- lögreglunni var skotin í bakið og lést skömmu síðar. Hitt fórnar- lambið særðist alvarlega en er þó ekki talið í lífshættu. Að sögn innanríkisráðherra Frakklands, Bernards Cazeneuves, sem flýtti sér á vettvang eftir að til- kynnt var um árásina snemma í gærmorgun, er árásamannanna enn leitað. Árásin í gærmorgun kemur að- eins degi á eftir árás hryðjuverka- manna á skrifstofur blaðsins Charl- ie Hebdo þar sem tólf létu lífið og tíu særðust en ekki er vitað hvort árásirnar tengjast. Óljóst hvort morð á lögreglukonu teng- ist hryðjuverkinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.