Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 2015 ✝ Jón JakobFriðbjörnsson fæddist í Hnífsdal í Norður-Ísafjarð- arsýslu 13. desem- ber 1925. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 27. des- ember 2014. Foreldrar Jóns Jakobs voru Frið- björn Helgason, bóndi á Sútar- búðum í Grunnavík, f. 5.10. 1883, d. 24.9. 1946, og Sólveig Steinunn Pálsdóttir húsmóðir, f. 30.11. 1899, d. 21.2. 1993, hans seinni kona. Jón Jakob var alinn upp af móðurforeldrum sínum sem bjuggu á Höfða í Grunnavíkurhreppi. Þau voru Páll Halldórsson, f. 2.6. 1875, d. 20.4. 1937, og kona hans Stein- unn Jóhannsdóttir frá Svans- hóli, f. 16.4. 1865, d. 8.10. 1942). Albræður Jóns Jakobs eru Frið- björn Friðbjörnsson, f. 11.3. 1923, d. 30.9. 1994, Páll Marías, f. 16.4. 1924, d. 26.7. 1992, Ósk- ar Aðalsteinn, f. 5.11. 1927, d. 4.12. 2014, Sveinn Halldór Her- mann, f. 23.4. 1929, d. 26.10. 2011, Ólafur Ingvar, f. 22.6. 12.6. 1958, var giftur Önnu Egonsdóttur, þau skildu og eiga fimm börn og eitt barna- barn. Steinunn Jónsdóttir, f. 14.6. 1960, gift Boga Bald- urssyni og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Guðrún Jónsdóttir, f. 12.11. 1967, sam- býlismaður hennar var Jerald Gurican og eiga þau eitt barn. Halldór Páll Jónsson, f. 22.12. 1973, sambýliskona hans er Erla Valdimarsdóttir og eiga þau eitt barn. Jón Jakob stundaði nám við kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans og útskrif- aðist þaðan 1951. Skömmu síð- ar gerðist hann smíða- og bók- bandskennari við Hólaskóla í Hjaltadal og sinnti því þar til kennslu var hætt og varð eftir það umsjónarmaður skólans, þar til fjölskyldan flutti til Ak- ureyrar 1987. Samhliða þessu hafði hann á höndum kennslu í föndri og smíðum við Grunn- skólann á Hólum. Auk þess var hann formaður sóknarnefndar Hólasóknar og bygginga- nefndar Hólahrepps um tíma og póstafgreiðslumaður á Hól- um (1962-1974). Á Akureyri vann hann við að kenna eldri borgurum bókband, auk þess að binda inn bækur, fyrir sjálf- an sig og aðra. Útför Jóns Jakobs verður gerð í dag, 9. janúar 2015, frá Akureyrarkirkju kl. 13.30. 1931, Halldór Páls, f. 22.6. 1931, Krist- inn Pétur, f. 22.6. 1936, d. 22.4. 1991, Eiríkur, f. 18.10. 1937, Kristján Haf- steinn, f. 2.5. 1942. Hálfsystkini Jóns Jakobs voru Krist- ján Helgi Friðbjarnarson, f. 29.6. 1906, d. 23.12. 1972, Petrína Andrea Friðbjarnardóttir, f. 16.5. 1908, d. 5.2. 1992, Indriði Salomon Friðbjarnarson, f. 25.12 1909, d. 5.6. 2004, Re- bekka Friðbjarnardóttir, f. 17.6. 1911, d. 3.3. 1995, Ragn- heiður Margrét Friðbjarn- ardóttir, f. 2.7. 1915, d. 24.4. 1986. Jón Jakob kvæntist 30. des- ember 1956 eftirlifandi eig- inkonu sinni, Erlu Friðjóns- dóttur, f. 9.4. 1935. Foreldrar hennar voru Friðjón Guð- mundsson, f. 13.5. 1897, d. 19.9. 1959 og Sigurlaug Anna Sig- valdadóttir, f. 20.4. 1899, d. 11.9. 1964. Börn Jóns Jakobs og Erlu eru: Friðbjörn Helgi Jónsson, f. Ég var vön að segja að pabbi væri að vestan og af þöglu kyn- slóðinni, kynslóðinni sem var ekki að eyða orðum í óþarfa. Einn af þeim seinustu af kyn- slóðinni sem ólst upp á heims- enda, vestur á Jökulfjörðum, þar sem engum dettur í hug að búa lengur. Þar sem þetta fólk, for- feður mínir, dró fram lífið á harðbýlu landi af dugnaði og þrautseigju. Hvað þurfti svo sem að ræða hlutina, fólk ánægt ef börnin komust á legg. Pabbi ólst upp hjá afa sínum og ömmu. Amma var veik eftir að hún átti hann, svo að foreldrar hennar tóku hann að sér og „skiluðu honum aldrei til baka“. Enda nóg af börnum, tíu urðu þeir bræðurnir. Pabbi elskaði Vest- firðina, fór reglulega í „píla- grímsferðir“ þangað og á meðan við krakkarnir vorum minni fór- um við oft vestur til að heim- sækja ömmu og aðra ættingja í Hnífsdal og á Ísafirði. Það var langt ferðalag á rauða fólks- vagninum, fjölskyldubílnum okk- ar, á malarvegum í þá daga. En við tókum okkar tíma og gistum í tjaldi einhvers staðar á leiðinni og pabbi tók myndir, sem hann framkallaði svo heima. Við fór- um í mörg önnur tjaldferðalög á sumrin á K 605. Pabbi eyddi mestallri starfs- ævinni sem smíðakennari við Bændaskólann á Hólum. Þegar fólk spurði hvaða Jón væri pabbi minn sagði ég: „Jón smiður.“ Hann var líka sá sem gerði við allt sem bilaði og brotnaði. Alla mína barnæsku var pabbi úti í smíðastofu, kom heim til að borða og sofa. Lyktin af nýsögu- ðum við er samtvinnuð bernsku minni. Ég átti margar góðar stundir í smíðastofunni með pabba og þar smíðaði ég eitt og annað sem vantaði, t.d. í drullu- búið eða leynifélagið. Ég dáðist að handbragðinu hans pabba, hann gat málað án þess að fá einn einasta dropa af málningu á fingurna. Hvað sem hann gerði gerði hann svo vel og svo ná- kvæmlega. Ef hann þurfti að lemja með hamri var höggið ekki bofs þyngra en það sem þurfti. Þessi reynsla setti mína mæli- kvarða á góða vinnu og góðan frágang. Löngu seinna var ég með dóttur mína tveggja ára í heimsókn á Akureyri og hún var að dunda sér með eitthvað á gólfinu. Pabbi horfir á hana stutta stund og segir svo: „Nú hún hefur verksvit, sú litla.“ Ég vissi að þetta var mikið hrós frá honum. Það hlýtur að hafa verið ein- kennilegt fyrir pabba, frá hans bæjardyrum séð, að ég ákvað að flytja frá Íslandi til evrópskrar stórborgar og læra sálfræði. En hann sagði aldrei eitt einasta orð um það. Það var ekki fyrr en seinna að ég skildi það sem hann sagði án orða. Hann treysti mér einfaldlega til að vita best hvert mín leið skyldi liggja og að ég myndi spjara mig. Það var ekki hans að dæma um það. Þetta umburðarlyndi var svo dæmi- gert fyrir hann. En ég átti hann mér að baki, ef eitthvað bjátaði á var hann strax til staðar, án nokkurra orðalenginga. Það var það sem þurfti. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, og þakka þér fyrir það sem þú gafst mér í veganesti og það sem ég get gefið áfram. Og ég hugsa til þín fyrir handan í góðum félagsskap með Gunnu frænku og ömmu og öllu hinu fólkinu að vestan, sem fékk aug- un þín til að ljóma, þegar þú tal- aðir um það. Guðrún Jónsdóttir. Það var langt liðið á gaml- ársdag 1979 þegar einn ástfang- inn spurði Hemma frænda í Borgarnesi hvað langt væri til Hóla í Hjaltadal. Svarið var að maður væri rétt hálfnaður og það varð til þess að ég hélt af stað norður á Vauxhall Vivunni minni til að hitta vinkonuna, sem hafði farið heim yfir jólin og ekki voru nú farsímarnir komnir svo ekki voru send nein sms eða hringt í tíma og ótíma þannig að nú skyldi koma henni á óvart. Lagt var af stað og gekk ferðin vel þar til í Norðurárdalinn var komið og ég missti bílinn hálfan útaf og komst hvorki lönd né strönd, auk þess var umferðinni ekki fyrir að fara svo sú ákvörð- un var tekin að labba til baka og var ég kominn í Sveinatungu þegar klukkan var gengin þrjú korter inn í nýja árið og vakti þar bóndann, sem brást skjótt við og fór á Land Rovernum og kippti mér upp. Var þá haldið áfram og þar sem ekki voru nein gps-tæki komin og ég ekki kunn- ugur í Skagafirðinum var stopp- að þar sem var áramótafagnaður og spurt til vegar og á endanum komst ég til Hóla, allt var hljótt og niðdimmt svo ekki var um neitt annað að ræða en sofa í bílnum. Um morguninn var svo knúð dyra, kaldur og reyndar nánast ósofinn, heimafólk var mjög hissa og ekki hvað síst eldri heimasætan sem ekki átti von á neinum og hafði vænt- anlega ekki sagt sínu fólki af okkar vinskap. Mér var vel tekið og veitt húsaskjól og voru þetta mín fyrstu kynni af tengdaföður mínum og tengdamóður, sem hafa verið góð alla tíð síðan. Til Hóla og tengdaforeldra minna höfum við sótt margt, til að mynda giftum við okkur hjónin á Hólum 1982, skírðum hana Mar- íu Erlu 1984, einnig til að fara í frí og alltaf var okkur vel tekið. Síðan flytja þau hjónin á Ak- ureyri og ávallt var opið hús hjá þeim. Ekki verður sagt að Jón hafi oft lagt leið sína í höfuðborgina á öllum þeim árum sem við höfum þekkst en ávallt var gaman að fá þau í bæinn og endurgjalda þeim þá gestrisni sem okkur bauðst hjá þeim og skutla ef eitthvað þurfti að útrétta. Tengdaföður mínum var margt til lista lagt enda kenndi hann smíðar við Búnaðarskólann á Hólum og má sjá margt eftir hann víða, þar á meðal á heimili okkar hjóna. Hann fékkst einnig við bókband og fórst það verk vel úr hendi. Okkar síðustu endurfundir voru sl. sumar þegar við hjónin ásamt Maríu Erlu og Alexander Þór, syni hennar, skruppum í helg- arferð er þau voru á landinu í sumarfríi. Alexander sem þá var þriggja ára, fjörmikill og ákveð- inn drengur fékk langafa og langömmu sína til ýmissa leikja þrátt fyrir að þá hafi tengdafaðir minn verið orðinn sjúkur og þreyttur. Hann lét samt eftir drengnum að fara í „lyftingar“ með gömul dekk af öxli undan þríhjóli og tók Alexander Þór myndir á meðan og er það sú mynd sem mér finnst lýsa þess- um hægláta og hógværa manni sem við kveðjum í dag. Ég sendi tengdamóður minni, eiginkonu, börnum okkar, Friðbirni og hans fjölskyldu, Guðrúnu og Helenu, Halldóri og hans fjölskyldu mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og þér, Jón Friðbjörnsson, þakka ég kynnin og fyrir að hafa tekið mig inn í þitt líf. Bogi Baldursson. Elsku besti afi minn. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að fara til Akureyrar á hverju sumri sem barn að heimsækja ömmu og afa. Þaðan koma margar góð- ar minningar. Fjöruferðir og ferðir í Kjarnaskóg og svo Jóla- húsið. Afi minn var mjög handlaginn og ég man hversu ævintýralegt mér fannst að koma inn í vinnu- skúrinn þinn. Þar smíðaðir þú ýmsa hluti og það sem mér fannst mjög sniðugt, þar bastu inn tímarit og bækur. Þó þú haf- ir sungið í kór heyrði ég þig aldrei syngja. En ég er viss um að þú hafir staðið þig vel, enda mjög vinnusamur. Afi, stundum fannst mér þú svolítið gamaldags, en þó á já- kvæðan hátt. Þú ert sá eini sem ég þekki sem fékk sér mysu á hverjum degi. Mig minnir að ég hafi fengið að smakka mysuna þína og líkað heldur illa. Elsku besti afi minn, hvíldu í friði, þín er sárt saknað og ég mun geyma minningar um þig í hjarta mínu. María Erla Bogadóttir. Ég heyrði fyrst af Jóni Frið- björnssyni haustið 1980. Þá var ég nýfluttur á Hóla í Hjaltadal að taka við rekstri nýrrar laxeld- isstöðvar og mig vantaði smið. Þá var mér sagt að á staðnum væri kennari sem með öðru kenndi smíðar og væri bæði mjög góður smiður og bóngóður. Með það að veganesti fór ég til Jóns og bað hann um aðstoð sem fúslega var veitt. Ég kynntist því strax að Jón var völundur við smíðar og síðar að hann var einnig listaljósmyndari, sem átti fleiri og merkari myndir af Hólastað en til eru á öðrum stöð- um. Ég bjó í Hjaltadalnum um fimm ára skeið og leitaði oft til Jóns og kynntist þeim hjónum, Jóni og Erlu, ágætlega. Seinna þegar fjölskyldur okkar beggja voru fluttar til Akureyrar hitt- umst við Jón oft á förnum vegi og heimsóttum hvor annan. Ég leitaði líka oft til Jóns til að fá hann til þess að gera upp gömul húsgögn, sem mér áskotnaðust, auk þess sem hann lagði til ljós- myndir í myndabók um Hóla, sem ég fyrir nokkra tilviljun tók saman. Öll samskipti við Jón voru afskaplega ánægjuleg. Jón var hæglátur og dagfars- prúður maður. Á ytra borði var hann alvarlega þenkjandi, þótt ekki væri langt í húmorinn. Jón var af vestfirsku bergi brotinn og það leyndi sér ekki að hugur hans leitaði oft á æskuslóðirnar. Hann bar hag Hólaskóla, kirkj- unnar á Hólum og samfélagsins í Hjaltadal mjög fyrir brjósti og lagði ýmislegt á sig þessum hugðarefnum til heilla. Þegar starfsævinni lauk fluttist Jón til Akureyrar og bjó þar í mörg ár. Jón Friðbjörnsson átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og lést á sjúkrahúsi á Akureyri um jólaleytið. Það að ljúka jarð- vistinni er auðvitað endir okkar allra. Það er gæfa að hafa átt svona langa ævi og geta með gleði og stolti horft yfir genginn veg eins og Jón gat gert. Tíma- mótin eru þó alltaf sár nánum vandamönnum og þeim sem með eftirsjá sakna vinar í stað. Á stundum sem þessum verður manni ljóst að maður á að sýna þeim sem manni þykir vænt um meiri ræktarsemi en maður ger- ir meðan enn gefst til þess tóm. En það er víst bæði gömul og ný saga. Ég vil votta Erlu, börnum þeirra hjóna og öðrum ástvinum samúð og vona og veit að minn- ing um góðan mann mun leggja líkn með þraut. Pétur Bjarnason. Þegar við Ingbjörg tókum við skólastjórn og staðarhaldi á Hól- um í Hjaltadal vorið 1981 voru nokkrir máttarstólpar á staðnum er höfðu haldið tryggð við skól- ann um langa hríð og báru með sér gamlan klassískan skóla- anda. Einn af þeim var Jón smiður. Jón Friðbjörnsson hafði ráðist til skólans 1953 og starfaði við hann allt til ársins 1987 er hann fluttist til Akureyrar. Jón var handavinnukennari og umsjón- armaður skólahúsa á Hólum allt þar til hann lét af störfum og fluttist til Akureyrar. Smíðar og smíðakennsla voru ein af mikilvægustu kennslu- greinum bændaskólanna alla síð- ustu öld og marga góða smíð- isgripi tóku nemendur með sér heim að námi loknu við skólann. Hróður skólanna var oft tengdur því hversu smíðakennslan var góð. Þar naut Hólaskóli Jóns smiðs ríkulega. Jón var sjálfur listasmiður og bjó sjálfur til mörg smíða- og kennslutæki á smíðastofunni. Ég held að Jón hafi einnig sjálfur smíðað flest húsgögn á heimili hans og Erlu. Hann var afskap- lega natinn og metnaðargjarn í smíðakennslunni. Nemendur fóru ekki aðeins heim með veg- lega og vandaða smíðisgripi heldur einnig góða færni í því að handleika og beita hinum ýmsu smíðatólum ásamt sjálfstrausti til að takast á við fjölbreytt smíðaverkefni þegar heim var komið. Smíðastofan hjá Jóni var einn vinsælasti staður skólans. Hún var ekki aðeins nýtt í hefð- bundnum kennslustundum, held- ur einnig á kvöldin og um helg- ar. Gjarnan var Jón til taks og leiðbeindi nemendum sínum. Jón Friðbjörnsson var lista- bókbindari og batt inn allar bækur og tímarit fyrir skólann. Hann batt inn bækur fyrir fjöl- marga vini sína og bauð einnig upp á kennslu í bókbandi bæði fyrir nemendur, starfsfólk og fólk í sveitinni. Jón hafði léttan húmor og var oft glatt á hjalla í bókbandstímum. Jón Friðbjörnsson var ein- staklega ljúfur og traustur mað- ur og naut óskoraðrar virðingar nemenda og alls samferðafólks. Það vissu allir, að þau verkefni eða ábyrgð sem Jón tók að sér voru í góðum höndum. Þau hjónin, Jón og Erla, voru bæði vakin og sofin við umsjón sína með dómkirkjunni á staðn- um. Jón lét sér mjög annt um allt kirkjustarf. Hann var for- maður sóknarnefndar, safnaðar- fulltrúi, söng í kirkjukórnum og var umsjónarmaður Hóladóm- kirkju en Erla var kirkjuvörður og var með leiðsögn um hana. Ég kalla það mikið lán fyrir okkur, að Jón var með mér á fyrstu árum skólastarfsins, þar sem hann var ekki aðeins traust- ur og góður starfsmaður, heldur bar með sér hinn gamla bænda- skólaanda sem fól í sér forsjálni en einnig staðfestu í lífsins ólgu- sjó. Við Ingibjörg þökkum Jóni Friðbjörnssyni samferðina, traust og góð kynni og farsælt samstarf. Erlu og fjölskyldunni allri sendum við einlægar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Friðbjörnssonar, smíða- kennara á Hólum í Hjaltadal. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Það var vel ráðið hjá Kristjáni Karlssyni, skólastjóra Bænda- skólans á Hólum, þegar hann réð Jón Friðbjörnsson sem smíðakennara við skólann árið 1953. Jón hafði þá stundað nám við Kennaradeild Handíða- og myndlistaskólans og lokið þaðan prófi árið 1951. Jón Friðbjörnsson er okkur nemendum hans og samkennur- um minnisstæður. Þessi hægláti, samviskusami og sívinnandi maður vann strax hylli okkar og traust. Smíðastofan var vinnu- staður hans. Þar kenndi hann nemendum skólans að fara með helstu verkfæri til trésmíða og þeir fengu þar þjálfun sem nýtt- ist mörgum þeirra ævilangt. Í fyrsta smíðatíma á haustin leitaðist Jón við að gera sér grein fyrir hæfni hvers og eins nemanda og hafði síðan hönd í bagga með vali þeirra á við- fangsefnum. Reglusemi og snyrtimennska var honum í blóð borin og alltaf sá hann til þess að smíðisgripir nemenda væru vel af hendi leystir. Þá kenndi Jón bókband þeim nemendum sem það vildu læra. Samstarf Jóns við nemendur var með þeim hætti sem best verður á kosið. Allir virtu þeir hann að verðleikum og vöruðust að gera honum nokkuð á móti skapi. All- ir urðu þeir vinir hans. Á sumrin vann Jón að viðhaldi húsa á Hólum og var skólanum þar afar þarfur. Í frítíma sínum vann hann að smíðum og gerði við húsmuni fyrir fólk í sveitinni og víðar. Jón var bókhneigður og eign- aðist um ævina ágætt bókasafn, þar sem finna má marga kjör- gripi. Hann var útivistarmaður og félagi í ferðafélögum bæði í Skagafirði og á Akureyri. Þá var hann góður ljósmyndari og tók mikið af myndum á ferðum sín- um um landið og sýndi þær stundum á fundum og samkom- um. Jón var tónhneigður og lærði snemma á harmóníku og síðar stundaði hann nám í orgelleik, og varði mörgum tómstundum við orgelið sér til mikillar ánægju. Hann var í sóknarnefnd Hólasóknar og söng í kirkju- kórnum og síðar í kór aldraðra eftir að fjölskyldan flutti til Ak- ureyrar. Bak við hús sitt að Fjólugötu 6 byggði hann sér vinnuskúr, þar sem hann batt inn bækur og stundaði viðgerðir á gömlum húsgögnum og orgelum. Varð hann fljótt eftirsóttur til þeirra starfa. Allt samstarf okkar við Jón er í minningunni sveipað ljúfum blæ og við erum afar þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast og starfa með honum. Blessuð sé minning Jóns Frið- björnssonar. Guð styrki og leiði hans ágætu fjölskyldu á þessum erfiða tíma. Matthías Eggertsson og Sigtryggur Jón Björnsson. Jón Jakob Friðbjörnsson Elsku amma okk- ar, þín verður sárt saknað. Við munum seint gleyma öllum skemmtilegu stundunum sem við áttum með þér og afa í gegnum tíðina. Ekki síst um jólin þegar öll fjölskyldan var saman. Alltaf var gaman að heimsækja ykkur í Lónið og hlusta á skemmtilegar Vilhelmína Sigríð- ur Bjarnadóttir ✝ Vilhelmína Sig-ríður Bjarna- dóttir fæddist 6. júlí 1921. Hún lést 20. desember 2014. Útför Vilhelmínu fór fram 27. desem- ber 2014. sögur frá því í gamla daga. Elsku amma við kveðjum þig með söknuði en þú lifir í hjörtum okkar að ei- lífu.Við vitum að Guð og englarnir passa þig. Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson) Ellý María, Thelma og Þóra Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.