Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 17
M inecraft er ólíkur öll- um öðrum tölvu- leikjum. Grafíkin er einföld, hljóðheim- urinn fábrotinn og enginn sögu- þráður til að fylgja eða prins- essur til að bjarga úr köstulum. En um leið býður leikurinn upp á nánast ótæmandi mögu- leika, því Minecraft-heimurinn er einn stór sandkassi þar sem leik- menn geta skapað sín eigin æv- intýri og smíðað heilu borgirnar. Minecraft er aðgengilegur og flókinn í senn. Leikmaðurinn byrjar að spila án hvers kyns leiðbeininga. Hann er lentur í heimi sem forritið hefur skapað af handahófi, með fjöllum, slétt- um og vötnum, plöntum og dýr- um. Fljótega lærist að hafa þarf hraðan á, smíða verkfæri og byggja eins og einn lítinn kofa því þegar sólin sest fara skrímsli á stjá og þá er ekki gott að vera varnarlaus undir berum himni. Sköpunargleðin ræður Leikmenn geta spilað einir eða með öðrum, grafið djúpar námur lengst ofan í jörðu eða smíðað turna sem ná upp í skýin. Þeir geta skapað og skemmt, byggt margslungin draumahús eða sprengt upp heilu tindana með dínamíti. Er nema von að börn, og raunar fullorðnir líka, eigi auðvelt með að gleyma sér í þessum undraverða sandkassa? En fæstir komast langt án þess að leita út fyrir sjálfan leik- inn, og þar er komið enn eitt sérkenni Minecraft því í kringum leikinn hefur orðið til risastórt samfélag sem deilir brögðum og brellum á wiki-síðum og gegnum YouTube-myndbönd. Á meðan Minecraft-heimurinn er staður til að þroska sköpunargáfurnar kennir þessi ytri stuðningsheimur börnunum að bera sig eftir fróð- leik á netinu. Þannig skrifar tæknivefritið Wired um hvernig Minecraft virðist vera að hjálpa börnum að öðlast aukinn lesþroska. Þau sökkva sér ofan í leikinn og því fylgir að lesa í gegnum hand- bækur á netinu sem margar eru skrifaðar á allt öðru en einföldu máli. Handbækurnar kenna spil- urunum að blanda saman hinum ýmsu „frumefnum“ úr Mine- craft-heiminum til að smíða bæði einfalda hluti og flókna, allt frá skóflum og sverðum yfir í málm- bræðsluofna eða kökur með kremi. Meðfram þessu er svo óhjákvæmilegt að öðlast einhvern skilning á t.d. jarðfræði, efna- fræði og land- búnaði: þegar grafið er niður í jörðina koma í ljós ólík jarðlög, málmar og kol, jafnvel logandi hraun, og þegar ráðist er á granda- lausan grís á förnum vegi skilur hann eftir sig kjötbita. Ekki er ástæða fyrir foreldra til að hafa miklar áhyggjur af Minecraft-áhuga barna sinna. Er samt ágætt að hafa hæfilegar gætur á spiluninni og t.d. passa upp á að spilatíminn fari ekki úr hófi og að barnið sé að skoða leið- beininga- myndbönd og hand- bækur sem eru við hæfi. Þá verður að muna að ekki leika allir sér fallega í Minecraft og ef spilað er með öðrum er möguleiki á að núningur skapist milli þeirra sem vilja t.d. byggja og hinna sem vilja sprengja í loft upp. ai@mbl.is EINSTAKUR SANDKASSALEIKUR Af hverju eru börnin óð í Minecraft? Í Minecraft má til dæmis byggja lítið miðaldaþorp frá grunni, upp á grínið. TÖLVULEIKURINN MINE- CRAFT NÝTUR MIKILLA VINSÆLDA HJÁ YNGSTU KYNSLÓÐINNI. EN HVAÐ GERIR ÞENNAN SKRÍTNA LEIK SVONA SKEMMTI- LEGAN, OG HVAÐ KENNIR HANN BÖRNUNUM? Grafíkin er sér- deilis einföld. Finna má varasöm skaðræðisdýr í Minecraft. Ljósmynd/Mike Prosser - Flickr (CC) Bala Kamallakharan fjárfestir hefur verið áberandi í ís- lenska frumkvöðlasamfélaginu undanfarin ár. Bala er upphaflega frá Indlandi en er löngu búinn að skjóta rótum hér á landi og býr í Fossvoginum með konu sinni Ágústu Berg og dóttur þeirra Miru Esther, að ógleymdum heim- ilishundinum Nölu Kamalakharn. Þátturinn sem allir geta horft á? Okkur finnst mjög gaman að horfa saman á góða fjölskylduþætti eins og t.d. Merlin og Sherlock. Þessir þættir eru í miklu uppáhaldi hjá dótturinni. Maturinn sem er í uppáhaldi hjá öllum? Mexikóskur og ítalskur matur er nokkuð sem allir í fjöl- skyldunni eru mjög hrifnir af og er mikið í boði. Indverskur matur er einnig í miklu uppáhaldi og reynum við oft nýjar og spennandi uppskriftir heima. Skemmtilegast að gera saman? Við sem fjöl- skylda ferðumst mikið saman bæði til að heim- sækja vini og ættingja um allan heim sem og til að kynnast nýjum stöðum. Einnig eyðum við tíma á sumarhúsi okkar og förum mikið út að ganga með hundinn hana Nölu. Borðið þið morgunmat saman? Þegar við getum og alltaf um helgar en þá gefum við okkur góðan tíma til að tala saman og plana daginn. Hvað gerið þið saman heima ykkur til dægrastyttingar? Förum út að ganga, lesum (við lesum öll mjög mikið), vinnum í garðinum (Mira kýs þó kannski frekar að horfa á), leikum við Nölu og horfum á góða bíó- mynd. EFTIRLÆTI FJÖLSKYLDUNNAR Horfa saman á Sherlock Bala með konu sinni Ágústu og dóttur þeirra Miru Esther. 11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Á vef Þjóðminjasafnsins er að finna sniðugar dúkkulísur af landnámsfjölskyldu til að prenta út og klippa. Á forsíðu er smellt á flipann „fyrir börn- in“ neðst til hægri. Þá er hægt að velja dúkkulísur. Landnámsdúkkulísur Nú er vorönn að hefjast hjá mörgum íþróttafélögum. Gott er að hafa í huga að hjá flestum gildir sú regla að krökkum er velkomið að prófa áður en þau ákveða að hefja æfingar í tiltekinni íþrótt. Það getur verið fínt að nýta sér prufutíma eða kynningar til að finna út hvar áhuginn liggur. Gott að leyfa krökkum að prófa Kæru gestir, verið velkomnir í nýja húsnæðið okkar í Austurstræti 22. Eftir viðburðaríkan desember hjá okkur er stefnan tekin á að stemningin verði jafn notaleg hér í Austurstrætinu og hún var í Þingholtunum. Það eru þið og við, kæru gestir, sem skapa hið rómaða Caruso andrúmsloft og skulum við halda því áfram á nýjum stað. Nýja og gamla viðskiptavini bjóðum við hjartanlega velkomna í nýtt húsnæði að Austurstræti 22 Borðapantanir í síma 562 7335 eða á caruso@caruso.is. Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.