Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 18
Gestir sjávardýragarðsins Chimelong Ocean Kingdom í Zhuhai í Kína, sem opnaður var í fyrra, fá að kynnast verum hafsins í miklu návígi. DÝR UM VÍÐA VERÖLD Mögnuð augnablik DÝRAGARÐAR ERU FJÖLSÓTTIR FERÐAMANNASTAÐIR. DÝRIN HAFA EINSTAKT AÐDRÁTTARAFL OG KOMA SÍFELLT Á ÓVART. LJÓSMYNDARAR HJÁ AFP-FRÉTTAVEITUNNI HAFA SAFNAÐ SAMAN EINSTÖKUM MYNDUM AF DÝRUM ÚR DÝRAGÖRÐUM HEIMSINS OG HÉR SJÁST NOKKUR ÞEIRRA. Bao Bao, pandan í Washington- dýragarðinum, hugsar sitt. Bengal-tígurinn í dýragarði Shanghai er þreyttur á gestaganginum. Þvottabjörn heilsar barni í dýragarð- inum í Wiesbaden í Þýskalandi. Ísbjörninn Uslada kælir sig og hristir af sér vætuna í sumarhitanum í dýragarð- inum í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Flóðhesturinn Adhama í Los Angeles í Kaliforníu er al- veg til í að leyfa gestunum að færa sér æti. Jagúarnir í Santa Fe-dýragarðinum í Bandaríkjunum slást um bolta líkt og mannfólkið á til að gera. Það er vissara fyrir skólabörnin í Rancagua í Síle að vera í sérstöku búri þegar þau fylgjast með ljónunum í Safar Lion- dýragarðinum þar sem hægt er að fara afar nálægt dýrunum. AFP Ferðalög og flakk Matur og myndir *Það getur verið skemmtilegt að faraí kvikmyndahús erlendis. Á 2534Mission Street í San Francisco erstórskemmtilegt kvikmyndahús,Foreign Cinema, þar sem boðið erupp á dýrindis málsverð og sýndaráhugaverðar erlendar og indie- kvikmyndir í porti staðarins á með- an snætt er. Baltimore er borg sem hefur upp á mikið að bjóða. Það er hægt að fara upp á þak á flestum byggingum í Baltimore og þar af leiðandi er 360 gráðu útsýni yfir borgina aðgengilegt. Þó að u.þ.b. 622 þúsund manns búi í Baltimore þekkir maður flesta sem maður verslar við, hvort sem það er Igore, eigandinn á næsta beyglustað, eða maðurinn sem selur blóm- vendi á $1 fyrir utan húsið þitt. Baltimore var einu sinni mjög rík borg og það eru mjög margar fallegar byggingar frá þeim tíma í borginni. Núna, eftir að efnahagsástand borg- arinnar hefur versnað, geta háskólanemar búið í marmarahöllum fyrir lítinn pening. Mikið af listafólki býr í borginni. Það hentar vel vegna þess að það er svo ódýrt að búa þar og stutt til Washington DC og New York. Stærsta götulistahátið Bandaríkjanna, sem kallast Arts- cape, er haldin í Baltimore á hverju sumri. Þótt margir séu vinalegir í Baltimore er glæpa- tíðnin samt rosalega há. Sem betur fer eru margskonar samgöngumöguleikar í boði eins og til dæmis ókeypis leigubílar á vegum skólanna. Baltimore ber gælunafnið Charm City og það stendur á öllum bekkjum borgarinnar: „Baltimore, The greatest city in America“. Karen Ösp Pálsdóttir Ég á þakinu mínu í Baltimore. Einn af umtöluðum bekkjum Baltimore. Háskólanemar í marmarahöllum Partur af kampusnummínum í MICA. PÓSTKORT F RÁ BALTIMO RE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.