Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 18
Gestir sjávardýragarðsins Chimelong Ocean Kingdom í Zhuhai í Kína, sem
opnaður var í fyrra, fá að kynnast verum hafsins í miklu návígi.
DÝR UM VÍÐA VERÖLD
Mögnuð
augnablik
DÝRAGARÐAR ERU FJÖLSÓTTIR FERÐAMANNASTAÐIR.
DÝRIN HAFA EINSTAKT AÐDRÁTTARAFL OG KOMA SÍFELLT
Á ÓVART. LJÓSMYNDARAR HJÁ AFP-FRÉTTAVEITUNNI HAFA
SAFNAÐ SAMAN EINSTÖKUM MYNDUM AF DÝRUM ÚR
DÝRAGÖRÐUM HEIMSINS OG HÉR SJÁST NOKKUR ÞEIRRA.
Bao Bao, pandan í Washington-
dýragarðinum, hugsar sitt.
Bengal-tígurinn í dýragarði Shanghai
er þreyttur á gestaganginum.
Þvottabjörn heilsar barni í dýragarð-
inum í Wiesbaden í Þýskalandi.
Ísbjörninn Uslada kælir sig og hristir af sér vætuna í sumarhitanum í dýragarð-
inum í Sankti Pétursborg í Rússlandi.
Flóðhesturinn Adhama í Los Angeles í Kaliforníu er al-
veg til í að leyfa gestunum að færa sér æti.
Jagúarnir í Santa Fe-dýragarðinum í Bandaríkjunum slást um
bolta líkt og mannfólkið á til að gera.
Það er vissara fyrir skólabörnin í Rancagua í Síle að vera í sérstöku búri þegar þau fylgjast með ljónunum í Safar Lion-
dýragarðinum þar sem hægt er að fara afar nálægt dýrunum.
AFP
Ferðalög
og flakk
Matur og myndir
*Það getur verið skemmtilegt að faraí kvikmyndahús erlendis. Á 2534Mission Street í San Francisco erstórskemmtilegt kvikmyndahús,Foreign Cinema, þar sem boðið erupp á dýrindis málsverð og sýndaráhugaverðar erlendar og indie-
kvikmyndir í porti staðarins á með-
an snætt er.
Baltimore er borg sem hefur upp á mikið að bjóða. Það er hægt að fara upp á þak á flestum
byggingum í Baltimore og þar af leiðandi er 360 gráðu útsýni yfir borgina aðgengilegt.
Þó að u.þ.b. 622 þúsund manns búi í Baltimore þekkir maður flesta sem maður verslar
við, hvort sem það er Igore, eigandinn á næsta beyglustað, eða maðurinn sem selur blóm-
vendi á $1 fyrir utan húsið þitt. Baltimore var einu sinni mjög rík borg og það eru mjög
margar fallegar byggingar frá þeim tíma í borginni. Núna, eftir að efnahagsástand borg-
arinnar hefur versnað, geta háskólanemar búið í marmarahöllum fyrir lítinn pening. Mikið
af listafólki býr í borginni. Það hentar vel vegna þess að það er svo ódýrt að búa þar og stutt
til Washington DC og New York. Stærsta götulistahátið Bandaríkjanna, sem kallast Arts-
cape, er haldin í Baltimore á hverju sumri. Þótt margir séu vinalegir í Baltimore er glæpa-
tíðnin samt rosalega há. Sem betur fer eru margskonar samgöngumöguleikar í boði eins og
til dæmis ókeypis leigubílar á vegum skólanna. Baltimore ber gælunafnið Charm City og
það stendur á öllum bekkjum borgarinnar: „Baltimore, The greatest city in America“.
Karen Ösp Pálsdóttir
Ég á þakinu mínu
í Baltimore.
Einn af umtöluðum
bekkjum Baltimore.
Háskólanemar í marmarahöllum Partur af kampusnummínum í MICA.
PÓSTKORT F
RÁ BALTIMO
RE