Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015 Heilsa og hreyfing LISTI YFIR TÍU LÍKAMSRÆKTARÖPP SEM HÆGT ER AÐ MÆLA MEÐ Tækni í þágu þjálfunar Jóga er vel hægt að gera heima því ekki þarf mikinn búnað og til eru mörg öpp sem hjálpa til við þjálfunina. HÆGT ER AÐ NOTA TÆKNINA Í SÍNA ÞÁGU TIL AÐ HJÁLPA TIL VIÐ AÐ EFNA ÁRAMÓTAHEITIN UM BETRI HEILSU, STERKARI LÍKAMA OG LÍFSSTÍLSBREYT- INGU TIL FRAMTÍÐAR. HÉR VERÐA TALIN UPP NOKKUR ÖPP SEM GAGNAST TIL ÓLÍKRA ÆFINGA, ALLT FRÁ JÓGA TIL LYFTINGA. ÖPPIN ER JAFNAN HÆGT AÐ NOTA TIL AÐ SKRÁ ÆFINGARNAR, DEILA ÞEIM MEÐ VINUM, FÁ KENNSLU OG FLEIRA. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Það eru ábyggilega margir sem taka fram blandarann á þessum tíma árs til að útbúa gómsæta drykki. Þá er um að gera að setja eitthvað heilsusamlegt í drykkinn. Einn slíkur góður er með matskeið af rif- inni engiferrót, ¼ af hvítlauksgeira, hálfu avókadó, tveimur bollum af berjum, bolla af spínati, mat- skeið af hráu hunangi og smávegis af myntu. Öllu er síðan blandað saman með hálfum bolla af vatni. Heilsusamlegir drykkir í janúar Daily Yoga er ætlað jógum sem eru komnir mislangt í listinni en ókeypis útgáfan er miðuð við byrjendur. Boðið er upp á stutta tíma með tónlist og aðgangi að lista yfir margar mismunandi jógastellingar. Hægt er að æfa í styttri eða lengri tíma í einu. Þegar jógaástundunin hefur aukist er hægt að kaupa áskrift fyrir tíu dali en áskriftarútgáfan býður upp á fleiri möguleika, svo sem að leggja áherslu á þyngdartap eða ákveðinn líkamshluta. Þá er hægt að hlusta á kennslu í beinni og horfa á myndbönd í HD-gæðum. Í gegnum keypta appið er líka hægt að gera jóga fyrir hlaupara, betri svefn, heilbrigðan háls og morg- unjóga. Fyrir iOS, Android. DAILY YOGA Jóga fyrir hlaupara og betri svefn Vefurinn Digitaltrends.com lofsamar þetta app og segir það þægilegt í notkun og auðvelt sé að skrá og fylgjast með æfingum. Það sem er öðruvísi í þessu appi er að leiðbeiningarnar eru teiknimyndir, ekki myndbönd. Teiknimyndirnar eru spilaðar sjálf- krafa og endurtaka sig líka sjálfkrafa svo þú þarft ekki að setja á pásu eða endurtaka ef þú vilt fylgjast sérstaklega vel með einhverju. Appið spyr þig hvaða búnað þú átt áður en það stingur upp á æf- ingu svo þú lendir ekki í því að eiga að grípa ket- ilbjöllu eða jógabolta sem er ekki til. Ókeypis fyrir iOS, Android. PUMP UP Leiðbeint með teiknimyndum C25K er gott app fyrir þá sem eru rétt að rísa upp úr sófanum og að byrja að hlaupa. Það mið- ast að því að byrjendur geti hlaupið fimm kílómetra eftir að- eins níu vikna æfingar ef fylgt er planinu um að æfa að minnsta kosti þrisvar sinnum þrjátíu mín- útur á viku. Æfingarnar byggjast á blöndu af hlaupum og göngu og eiga að byggja þolið upp hratt. Ókeypis fyrir iOS og Android. C25K Rístu upp úr sófanum Fitocracy er samfélagsmiðill fyrir þá sem eru háðir lík- amsrækt. Fólk notar appið til að hvetja sig áfram í æf- ingunum og er hægt að keppa við náungann og vinna sér inn stig. Hægt er að fylgjast með öðrum og setja inn athugasemdir og hvatningu innan appsins. Keppni af þessu tagi hvetur marga áfram og heldur þeim við efnið. Hægt er að fylgja fjöldamörgum tilbúnum æfing- um og fá næringar- og þjálfunarráð frá sérfræðingum. Ókeypis fyrir iOS og Android en býður upp á áskriftarleiðir. FITOCRACY Keppni við náungann Styrktarþjálfun er í tísku núna og er hægt að nota tæknina til hvatn- ingar. Getty Images/TongRo Image Stock
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.