Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Side 41
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Á þessum árstíma keppast landsmenn um að verða nú loksins, í eitt skipti fyrir öll, besta útgáfan af sjálf- um sér. Hinar árlegu heit- strengingar eru í forgrunni, allavega svona fyrstu vikurnar í janúar og mögulega fram í febr- úar – ef fólk er óvenjumikið í ljósinu. Auðvitað er mamma ekkert öðruvísi en hinir nema hvað hún ákvað að taka nýja árið með óvenjumiklu trompi í ár og vinna dálítið með konseptið „mjúkir mömmufætur“ ofan á allt hitt. Hún hoppaði því hæð sína þegar hún hnaut um fyrirbæri sem kallast „Baby Foot“ í flug- stöð nokkurri þegar hún var á leið í örlítið jólafrí með sínum heittelskaða. Fyrirbærinu hafði mamma kynnst stuttu áður í heimsókn hjá bæjarstjóra nokkrum. Eftir að hafa séð með eigin augum hvernig fætur bæjarstjórans hreinlega skiptu um ham og urðu eins og á ungbarni varð hún auðvitað að prófa sjálf. Þegar pakkningin af „Baby Foot“ blasti við þarna innan um fóta- skrúbba, munnskol og hælsærisplástra hrifsaði mamma tvo pakka af þessu undrastöffi úr hillunni án umhugsunar. Þegar mamma lenti loksins í Las Vegas var hún alveg friðlaus þangað til hún var komin í plastsokkana og búin að teipa þá fasta um ökklana á sér. Í verkefnið þurfti að leggja mikinn metnað því ekki er hægt að gera neitt annað en að slaka á meðan á þessum gjörningi stóð (fyrir andlega fjarverandi nútímakonur er það djöflinum erfiðara). Í plastsokkunum er undrablanda af 17 náttúrulegum innihaldsefnum sem ráðast á dauðar húðflögur. Þegar fæturnir voru búnir að veltast um í þessari fótaskrúbbs- marineringu í klukkutíma hófst biðin langa … Það sem eftir lifði ferðar var gert daglegt tékk á fótunum eins og fólk gerir og þegar ekkert hafði gerst í fimm daga var orðin dálítið vond stemning hjá litla ferðafélaginu. Mamma var sökuð um að vera ginn- keypt fyrir töfralausnum sem virkuðu ekki og upphófust töluverðar um- ræður um hvað kvenpeningurinn væri slyngur í að láta féfletta sig um hábjartan dag. Í þessum umræðum benti mamma á að utan á pakk- anum stæði að „Baby Foot“ hefði verið á markaði í 15 ár og væri mest selda fótaumhirðuvaran í Japan. Því miður talaði mamma fyrir daufum eyrum … Guði sé lof fór skinnið að taka örlitlum breytingum á degi sex og á degi sjö fór mamma að verða vongóð um að hún yrði ekki stimpluð sem alger fáviti að hafa eytt rúmlega 5.000 krónum í einnota plastsokka. Ár- ið 2015 er nefnilega sparnaðarárið mikla þar sem fjármunum verður ekki sóað í óþarfa og alls ekki í gerviþarfir. Því skal haldið til haga að dagur átta var sérlega góður því þá voru þessi 17 innihaldsefni aldeilis farin að láta töframátt sinn í ljós og á degi níu dró til svo mikilla tíðinda að mamma var að hugsa um að fara sjálf niður í lobbý á hótelinu og fá lánaða ryksugu svo hún yrði ekki fordæmd af bandarískum herbergisþernum sem mesti sóði sem fæðst hefði í þennan heim … Eftir þetta lagaðist stemningin heilmikið hjá ferðafélaginu og eftir að heim var komið var mömmu tilkynnt að þetta „plastpokadæmi“ hefði nú eiginlega virkað dálítið vel – gott ef það þyrfti ekki bara að fjárfesta í nýjum skammti á næstu vikum … Gleðilegt ár! martamaria@mbl.is Dauðar húðfrumur geta jafnvel farið af í heilu lagi. „Mjúkir mömmu- fætur“ 2015 Plastpokinn teipaður við fótinn og svo þurfti að slaka á í klukkutíma. SPORT MARKAÐUR OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 12 - 18 - LAU. KL. 12-16 ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR! SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS FLOTT ÚRVAL OG FLOTT VERÐ! KOMDU ÞÉR Í GÍRINN Sportswool 30%-50% afsláttur Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Útsalan hefst á mánudag Fleiri frábær tilboð! Prinsa og prinsessuull 30% afsláttur www.ullarkistan.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.