Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Blaðsíða 48
Viðtal
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015
L
ífið er núna, þetta er
ekki búningaæfing, það
er mitt lífsmottó,“ segir
Dröfn Ösp Snorradóttir
Rozasmurphsem hefur í
mörg ár verið áberandi sem svoköll-
uð DD unit. Fyrir þá sem ekki
þekkja DD unit þá tók það alter egó
Drafnar til við að skrifa um erlend-
ar stjörnur, slúðrið í Hollywood, af
mikilli þekkingu, fyrst á hinu óg-
urlega vinsæla bloggi í kringum árið
2006 og síðar í ýmsum dagblöðum
og að lokum á Rás 2 í ein þrjú ár
þar sem hún flutti vikulega pistla
alla leið frá Los Angeles. Þá var
hún flutt, fyrir tilviljun reyndar,
langleiðina heim til stjarnanna, eftir
að hafa hitt þarlendan lífsförunaut á
netinu.
Margt hefur Dröfn bardúsað síð-
an hún flutti út, hún starfar í dag í
auglýsingageiranum í LA og starfar
að gerð auglýsinga fyrir stór fyr-
irtæki þar en eiginmaður hennar,
Johnny Rozas, vinnur einnig í sama
geira. Þá opnaði hún verslun í félagi
við aðra Íslendinga í LA, sem sér-
hæfir sig í að selja og kynna ís-
lenska hönnun en verslunin er í
einu svalasta hverfi Los Angeles.
Reykjavík Outpost, eins og hún
heitir, var opnuð með pompi og
prakt fyrir nokkrum mánuðum og
hefur hlotið góðar viðtökur hjá íbú-
um borgarinnar. Þar hafa einnig
verið haldnar listasýningar, bíósýn-
ingar og tónlistarmenn eins og Ás-
geir Trausti tekið lagið í versl-
uninni.
Dröfn sjálf er (með jákvæðri yfir-
skrift, athugið) óvenjulega lifandi og
skrautlegur persónuleiki. Ef fólk
rekst á hana úti á götu er gull-
tryggt að hún er að tala við ein-
hvern og það er ekki ólíklegt að hún
sé að hitta hann í fyrsta skipti þótt
það líti út fyrir að þau hafi þekkst
alla tíð. Hún er ein af þeim sem
vinda sér upp að villuráfandi útlend-
ingum hér heima og bjóða fram
persónulega leiðsögn ef slíkt vantar,
hún segist sjálf alltaf vera að skipta
sér af því sem ferðamenn eru að
gera og megi passa sig að gleyma
ekki vinum sínum sem eru að bíða
eftir henni á meðan. Sjálf er hún
menntuð í stjórnmálafræði og segir
það til komið vegna ótrúlegrar for-
vitni um hvernig tilveran virki. „Ef
ævisaga mín yrði skrifuð myndi hún
líklega heita Af hverju?“
Þessir eiginleikar; að tala tæpi-
tungulaust og vera blátt áfram,
gerðu Dröfn að sérlega skemmti-
legum pistlahöfundi í útvarpinu, hún
er sögumaður af guðs náð, en Dröfn
viðurkennir að sumum finnist hún
tala mikið, sem betur fer hafi hún
líka fengið að heyra að það sé þó að
minnsta kosti ekkert leiðinlegt sem
henni detti í hug að segja. „Ég hef
stundum sett það áramótaheit að
tala minna en ég bara get það ekki.
Andri Ólafsson, vinur minn, hefur
spurt mig af hverju ég þurfi að tala
svona mikið – hvort mér finnist
óþægilegt að hafa þagnir. Ætli það
sé ekki bara þannig,“ segir Dröfn
og blikkar mig og tekur góðan gúlp-
sopa af kaffinu. „Á öllum foreldra-
fundum á öllum stigum lífsins hefur
verið sagt að ég sé vissulega ljúf og
góð og dugleg en það sé helst að ég
tali of mikið.“
Borgarstjóri og svanur tóku
ástfóstri við Dröfn
Vinir hennar í gegnum tíðina segja
að auðvelt sé að taka ástfóstri við
hana. Sem og jafnvel borgarstjórar í
Bandaríkjunum gera, svo eitthvað
sé nefnt. Það kom vinum hennar
ekki á óvart þegar fyrrverandi
borgarstjóri Los Angeles, Antonio
Villaraigosa, og Dröfn voru komin í
hrókasamræður á veitingastað í Los
Angeles. Einhvern veginn kom það
upp úr dúrnum að Dröfn var íslensk
en borgarstjórinn fyrrverandi er Ís-
landsaðdáandi og hefur margsinnis
komið til landsins til að veiða. Dröfn
er enga stund að fanga fólk í
skemmtilegar samræður og hrífa
það með sér.
En það sama má reyndar segja
um dýrin. Hinn alræmdi Kári –
svanurinn sem gerði allt vitlaust á
tjarnarbakkanum í miðborg Reykja-
víkur í kringum 1990 – tók ástfóstri
við Dröfn. Flestir muna hann sem
ekki neitt sérstaklega ástúðlegan og
þar man fólk rétt. Kári gerði aðsúg
að fólki sem kom of nálægt honum,
beit það og reyndi jafnvel að kasta
börnum út í tjörnina. Hann fór oft
út á göturnar í kringum tjörnina,
breiddi út vænghafið og urraði á bíl-
ana. Hann var þá ekki neitt að vill-
ast eins og margur fuglinn heldur
virtist þetta vera planað; hann gekk
eins og uppstökkur kúreki í villta
vestrinu á móti hverjum sem var;
fólki og bifreiðum og stöðvaði um-
ferðina. Og komst margsinnis í
fréttir blaða og sjónvarps fyrir vik-
ið.
„Það var tekið sjónvarpsviðtal við
mig þegar ég var í 8. bekk, þegar
það spurðist að Kári hafði tekið ást-
fóstri við unglingsstelpu og ég þarf
líklega að sætta mig við að vera
tengd við hann Kára fyrir lífstíð. Ég
var mjög hænd að dýrum þegar ég
var yngri, eiginlega alveg vitlaus í
þau og get tekið undir orð eins
kunningja míns sem sagði við mig
að hann hefði litið svo á að David
Attenborough væri afi sinn.
En við vorum þarna nokkrir
krakkar í Tjarnarskóla sem fórum
að veita honum athygli. Þetta var
síður en svo ljúft dýr en einhverra
hluta vegna sá hann ekki sólina fyr-
ir mér og kom til mín, breiddi
vængina sína yfir mig og utan um
mig alla. Ég fór að hanga með hon-
um við bakkann, stundum sátum við
bara tvö saman og ég var að læra
en ef fólk nálgaðist mig réðst hann
á það. Kári var líklega hvekktur eft-
ir að hafa frosið við tjörnina og það
þurfti að klippa flugfjaðrirnar af
honum.“
Þetta samband hreyfði greinilega
við mörgum. „Mörgum árum síðar
vann ég á kaffihúsi og gömul kona,
vel yfir áttrætt, horfði á mig og
spurði hvort ég væri stúlkan með
svaninn. Kári flaug svo að mig
minnir austur á firði og ég vona að
hann hafi fengið annað tækifæri þar
til að eiga gott líf.“
Áður en við sleppum barna- og
unglingastjörnunni Dröfn má nefna
að hún var einn af fyrstu meðlimum
Rokklinganna og átti spretti sem ef-
laust einhverjir muna eftir úr sjón-
varpinu. Rokklinga-æðið skók
barnaskara landsins og voru þeir
beðnir um eiginhandaráritanir, jafn-
vel heimsóttir af aðdáendum. Dröfn
er ófeimin við að viðurkenna að hún
hafi verið rekin úr Rokklingunum,
hver veit nema það hafi verið vegna
listræns ágreinings, en í það
minnsta er Dröfn hrein og bein með
þessi endalok á barnastjörnuferl-
inum á tónlistarsviðinu.
Umtalað klámmyndband
rataði í hendurnar
Hvaðan kemur slúðurdrottningin
DD unit? Hvernig varð hún til?
„Hún hefur nú líklega alltaf verið
þarna. Ég talaði reiprennandi ensku
sjö ára því ég horfði daginn út og
inn á MGM-kvikmyndir. Líklega
voru ekki mörg íslensk börn á þess-
um tíma sem þekktu Hollywood-
stjörnurnar gömlu með nafni. Ætli
þetta sé ekki vottur af einhverri bil-
un. Það er kannski ekkert eðlilegt
að fimm ára gamlar íslenskar stelp-
ur sjái ekki sólina fyrir Ginger Ro-
gers. Enda hef ég alla tíð átt og á í
dag óskaplega mikið af pallíett-
ukjólum. Þessi heimur var eins og
töfrar í mínum augum. Enda mynd-
irnar allar búnar til á stríðsárunum
og áttu að gleðja eiginkonurnar
meðan eiginmennirnir voru strá-
felldir á vígstöðvunum. Það var út í
hött að vera með eitthvert raunsæi í
bíómyndunum á þessum tímum.“
Svo að þú ert hér um bil komin
heim til þín, verandi flutt í stjörnu-
hreiðrið Los Angeles?
„Ég neita því ekki! Það er reynd-
ar margt annað amerískt en þessar
gömlu myndir sem urðu svo mínir
félagar. Ég var ofboðslega upptekin
af þeirra dægurmenningu, rappi og
tónlist og leik og hlustaði og lærði
utanbókar uppistandsþætti Eddie
Murphy; Delirious, og athugaðu það
að ég hlustaði á þættina á kassettu,
hlustaði – horfði ekki því það var
ekki aðgengilegt hérlendis og það
eru alls ekki mörg ár síðan mér og
Kollu vinkonu minni voru færð þau
sláandi tíðindi að hægt væri að
HORFA á þættina. Ég féll næstum
í yfirlið.“
Samnemendur Drafnar úr
Kvennó geta einmitt nokkrir vitnað
um stelpuna í skólanum sem fór
utanbókar með heilu senurnar úr
þáttum Eddie Murphy án þess að
taka pásu til að anda.
„Mamma vann hjá Almenna
bókafélaginu sem gaf bæði út bæk-
ur og plötur og ég grúskaði í því
dóti fram og til baka. Ég var lykla-
barn og var vön því að vera ein með
sjálfri mér eftir skóla og skemmti
mér konunglega. Sem betur fer hef-
ur mér aldrei leiðst í eigin fé-
lagsskap. Ég horfði á hverja kvik-
myndina á fætur annarri, get nefnt
sem dæmi að á Grease horfði ég 40
sinnum í röð. Eftir að hafa horft á
The Best Little Whorehouse í Texas
mörgum sinnum fannst mér það
orðið meira en frábær hugmynd að
verða bara vændiskona ef það væri
víst að Dolly Parton ræki húsið.“
Þessi áhugi var viðvarandi fram
eftir öllu og Dröfn var vel inni í því
sem var að gerast vestanhafs. Hún
virðist reyndar hafa haft óhugnan-
lega góð tengsl, í menntaskóla var
hún ein af örfáum á Íslandi sem
voru allt í einu, fyrir óvænta at-
burðarás, komin með kynlífs-
myndbandið víðfræga með Pamelu
Anderson og Tommy Lee undir
hendur og var að vonum ein vinsæl-
asta stelpan í skólanum.
„Á ég í alvörunni að vera að segja
frá þessu í viðtalinu?! En jú, jú,
vonandi sjokkerast enginn. Þetta
var bara svona. En vinir mínir
höfðu gaman af þessari fróðleiks-
fýsn minni og einhver stakk því að
mér að fara að blogga til að breiða
boðskapinn út til fleiri,“ segir Dröfn
og hlær. En það var þó greinilega
lesendahópur til staðar og bloggið
varð mjög vinsælt. Dröfn hætti ekki
með bloggið fyrr en Facebook kom
til sögunnar. Hún tók þó upp þráð-
inn sem DD unit þegar Michael
Jackson dó árið 2009 og hún var
flutt til Los Angeles. Mörgum fjöl-
miðlum þótti nærtækast að hringja í
slúðurdrottninguna til að fá nánari
upplýsingar um framvindu mála þar
úti. Það var þá sem Dröfn fór í
framhaldinu að vera með pistla í út-
varpinu um það sem var að gerast
úti. Sem stendur er Dröfn og vin-
kona hennar, Hanna Eiríksdóttir,
herferðarstýra UN Women, með
vefvarpsþætti á vefsíðunni nuti-
minn.is sem heitir Englaryk og
fjallar um dægurmenningu og slúð-
ur frá fjölbreytilegum hliðum.
Hvað finnst Dröfn heillandi við
dægurmenninguna?
„Þetta er einfaldlega ein vídd af
mannlífinu. Fræga fólkið er okkar
nútímaskurðgoð, fyrirmyndir um
víða veröld og leggur línurnar og
hefur áhrif á okkur hvort sem okk-
ur líkar betur eða verr. Það er í
raun mikilvægt að vera læs á þessa
menningu. Geta tekið það góða úr
henni og sigtað út og gagnrýnt það
slæma. En það er engin leið að úti-
loka hana enda hefur hún margar
mjög góðar hliðar. Þetta er eins og í
bara öllum öðrum afkimum tilver-
Komin heim
til stjarnanna
DRÖFN ÖSP SNORRADÓTTIR ROZAS, ÞEKKT SEM SLÚÐURSTJARNAN DD UNIT, ER ORÐ-
HEPPINN ORKUBOLTI SEM HEFUR SÍÐUSTU ÁRIN STARFAÐ Í AUGLÝSINGAGEIRANUM Í
LOS ANGELES EN OPNAÐI NÝVERIÐ VERSLUN ÁSAMT FLEIRI ÍSLENDINGUM Í LATTE-
LEPJANDI HIPP OG KÚL HVERFI BORGARINNAR, SEM VAKIÐ HEFUR MIKLA ATHYGLI.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
„Við fáum alls konar fólk inn til okkar með Íslandsáhuga; fólk
kemur hingað til að segja okkur frá því að það sé á leiðinni til
Íslands, mamma þeirra hafi verið að að koma þaðan, bróðir
að gifta sig þar og svo framvegis,“ segir Dröfn Ösp Snorra-
dóttir Rozas um kúnnahópinn í verslun hennar í Los Angeles.
* Ég er ekkikona með puttann á púlsinum,
nei nei nei, ég er
konan sem setti
puttann á púlsinn.