Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Síða 51
11.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Þau Guðrún Brjánsdóttir og Oddur Snorrason eru
nemar í 6.A annars vegar og 6.B hins vegar í
Menntaskólanum í Reykjavík og segjast viss um að
fólk á þeirra aldri tali að einhverju leyti öðruvísi mál
en foreldrar þeirra. „Það fer kannski eftir því
hvernig maður túlkar það hvort það sé gott mál eða
ekki. Kannski finnst eldra fólki það ekki vera gott
mál,“ segir Guðrún.
„Það er ekki létt að segja hvort við tölum gott eða
vont mál,“ segir Oddur. „Ég held að við tölum góða
íslensku út frá reglum og málfræði, en við slettum
auðvitað.“
Þau segja misjafnt hversu duglegir nemendur séu
að lesa fornsögur. „Persónulega held ég mikið upp á
fornsögurnar,“ segir Oddur. „En ég veit samt að
margir sleppa því að lesa þetta og íslenskukenn-
ararnir eru duglegir við að finna nýjar leiðir til þess
að vekja áhugann. Auðvitað er enginn tilgangur í
þessu ef fólk les ekki.“
Þau segja jafnframt mun á því hvernig elstu bekk-
ingar og yngstu nemendurnir tala. „Fólk talaði
kannski meira í enskuslettum þegar við vorum að
byrja hérna í skólanum. Manni fannst þetta fyndið á
þeim tíma, en svo breytist það með árunum.“
Þau Oddur og Guðrún lesa bæði utan skóla þótt
oft sé tíminn naumur. „Maður reynir að nýta fríin,“
segir Guðrún. „Kennararnir eru líka mjög hvetjandi
og benda okkur á ýmsar bækur til að lesa. Þeir
vekja líka áhuga okkar með alls konar leiðum, ekki
bara með því að lofsyngja Íslandsklukkuna á þeim
forsendum að hún fjalli um svo mikilvæg málefni og
sé svo ofboðslega mikil klassík,“ bætir Oddur við.
Ýmsir hafa áhyggjur af því að ungt fólk í dag
verji meirihluta tíma síns fyrir framan skjá af ein-
hverjum toga þar sem við blasi lítið af þeirra ást-
kæra ylhýra móðurmáli. Guðrún og Oddur eru sam-
mála um að fólki á þeirra aldri þyki vænt um
íslenskuna, þyki kúl að beita henni á nýstárlegan
hátt og jafnframt mikilvægt að hlúa að henni. „Netið
breytist svo hratt og það er mikilvægt að íslenskan
haldi sér þar og það sé unnið að því að hún sé aðal-
tungumálið.“
„Ég held að við séum öll sammála um að vilja
halda henni við og að okkur þyki vænt um hana.“
GUÐRÚN BRJÁNSDÓTTIR OG ODDUR SNORRASON, NEMENDUR Í MR
Netið breytist svo hratt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég hef engar áhyggjur af íslensk-
unni. Ég veit ekki alveg hver mæli-
kvarðinn er á gott mál og vont. Er
málið gott eins og það var talað einu
sinni og vont eins og það er talað í
dag? Einu áhyggjur mínar eru að
tungumálið verði of einsleitt, að við
förum öll að tala alveg eins. Hins veg-
ar er ekki hægt að neita því að ef
maður flettir í til dæmis skólablöðum
MH frá 1974 þá rekst maður þar á
áferðarfegurra tungumál en maður
sér til dæmis í fjölmiðlum í dag,“ seg-
ir Halldór Halldórsson, einnig þekkt-
ur sem Dóri DNA, grínisti og leik-
húsmaður.
Hann segir að á hinn bóginn verði
að horfa til þess að líf nútímafólks
fari í auknum mæli fram á sam-
skiptamiðlum og netinu. „Það er um-
hverfi á ensku. Sumir tísta til dæmis
bæði á ensku og íslensku á Twitter.
En er það svo agalega vont? Hefur
ekki alltaf verið slett? Ég fylgist með
syni mínum og velti fyrir mér hvort
þetta verði ekki bara til þess að hann
læri ensku betur og fyrr.“
Halldór segist jafnframt þeirrar
skoðunar að slettur og fjölbreytileg
hugtakanotkun lífgi upp á tungu-
málið. „Ég hef svakalega gaman af
slettum og hugtökum sem eru tekin
upp og koma víðs vegar að. Mér
finnst tungumálið alltaf að verða
dýpra og dýpra og ríkara af alls kon-
ar frösum og orðum.“
Hann bætir við að ef við höfum
ekki burði til þess að verja tungu-
málið og halda því gangandi þurfi
mögulega að endurhugsa málið í
heild sinni. „Mig minnir að það hafi
verið Davíð Þór Jónsson sem líkti
tungumálinu við lífveru og sagði að
eins og allar lífverur taki það breyt-
ingum og þróist. Ef við ætlum okkur
að kyrrsetja tungumálið algjörlega
með íhlutunum þá mun það einfald-
lega deyja á endanum, eins og há-
karl.“
HALLDÓR HALLDÓRSSON
Tungumálið
er lífvera
Morgunblaðið/Golli
ingastaði í Reykjavík séu þeir spurðir skil-
merkilega á ensku og í stofusófum víða um
landið sitja íslensk börn og gefa enskar fyr-
irskipanir að hermannasið í handfrjálsan
búnað og eiga þannig samskipti við samspil-
ara sína í tölvuleikjum um víða veröld. Hvaða
áhrif hefur þetta á þróun íslenskunnar?
Í Íslenskri málstefnu frá árinu 2009 segir
að sífellt skipti meira máli að tölvu- og upp-
lýsingatækni sé á íslensku og geti unnið með
íslenskt mál, bæði talað mál og ritað. „Mikið
skortir á að svo sé og Íslendingar standa þar
langt að baki flestum grannþjóðum sínum.
Enska er það mál sem við blasir flestum Ís-
lendingum sem setjast við tölvu og hugbún-
aður, sem vinnur með íslensku og aðstoðar
íslenska málnotendur, er mjög fábreyttur,“
segir í stefnunni.
Hver er staða íslenskunnar í dag? Stefnum
við öll hraðbyri inn í myrkviði tölvuensk-
unnar eða er allur fréttaflutningur af and-
arslitrum málsins stórlega ýktur?Morgunblaðið/Ómar
Áhyggjur af minnk-
andi bóklestri
voru áberandi í
Morgunblaðinu
árið 1991.
Í Skinfaxa árið 1937 var
minnkandi bóklestur
sagður ástæða þess að
ritmál og talmál var að
fjarlægjast hvað annað.
* Ekki þarf að leita lengi á vefnum timarit.istil þess að sjá að dómsdagsspár og annarskonar áhyggjur af íslenskunni hafa verið
algengar í fjölmiðlum í áranna rás.