Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.01.2015, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.1. 2015
Listakonan Valgerður Hafstað (1930-2011) í
Gerðarsafni þegar hún sýndi þar árið 2002.
Morgunblaðið/Sverrir
Sýningin „Andvari“ með verkum eftir Val-
gerði Hafstað (1930-2011) verður opnuð í
Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni í dag, laug-
ardag, klukkan 15. Á sama tíma verður opn-
uð þar fræðslu- og upplifunarsýningin „Stúd-
íó Gerðar“ þar sem lögð er áhersla á sköpun
og ímyndunarafl þátttakenda.
Valgerður Hafstað nam myndlist í Reykja-
vík, Kaupmannahöfn og París en þar bjó hún
til ársins 1974 ásamt eiginmanni sínum,
André Énard myndlistarmanni. Þá settust
þau að í New York og stunduðu kennslu
samhliða listmálun.Verkin á sýningunni
spanna allan listamannsferil Valgerðar.
SÝNINGAR Í GERÐARSAFNI
VERK VALGERÐAR
Marina Picasso, barnabarn
listmálarans kunna, und-
irbýr að selja sjö af verk-
um afa síns á næstunni
fyrir um 14 milljarða
króna. Þá hyggst hún
einnig setja á sölu glæsi-
höllina La California
skammt frá Cannes, þar
sem Picasso og síðasta
eiginkona hans, Jacqueline Roque, bjuggu
síðustu árin sem Picasso lifði.
Að sögn The Independent er Marina Pi-
casso, sem er 64 ára gömul, ekki á flæði-
skeri stödd peningalega. Hún erfði auk hall-
arinnar um 400 málverk og 7000 skissur og
teikningar. Blaðamaðurinn segir sölu verk-
anna aðeins að hluta til andvirðisins vegna,
hún sé ekki síður táknræn, því með henni
sé seljandinn að ná fram einskonar per-
sónulegum hefndum á afa sínum, manni sem
vildi lítið af börnum og barnabörnum vita
meðan hann lifði.
Árið 2001 sendi Marina Picasso frá sér
bókina „Picasso: My Grandfather“ og segir í
henni að afi sinn hafi fyllt alla örvæntingu
sem komu nærri honum. Hún er dóttir Pau-
los, fyrsta barnsins sem Picasso eignaðist
með Olgu Khoklova, en hún segist hafa alist
upp í fátækt og við erfiðar aðstæður. Í fyrra
seldi hún tvö málverk og útskýrði þá söluna
með þeim orðum að loksins væri hún að
gera eitthvað með afa sínum. „Með sölunni
fæ ég hann til að taka loksins þátt í lífi
mínu.“
Marina hefur helgað líf sitt því að styrkja
og styðja fátæk börn, ekki síst í Víetnam.
Andvirði verkanna sem hún seldi í fyrra
rann að mestu í styrktarsjóð hennar. Með
hjálparstarfi sínu má segja að hún sé að
þröngva afa sínum – manninn sem skapaði
auðinn – til að gera eitthvað gott fyrir börn,
41 ári eftir dauða sinn.
Á síðustu árum hefur Marina breytt La
California í safn um afa sinn og sýnt þar
hluta safns síns. Hún á þó ekki góðar minn-
ingar þaðan; Jacqueline Roque leyfði börn-
um og barnabörnum listamannsins oft ekki
að hitta hann. Marina segir að þau Pablito
bróðir hennar hafi oft þurft að bíða lengi
fyrir utan hliðið. Pablito fyrirfór sér eftir að
Roque meinaði honum að vera við útför afa
síns.
BARNABARN SAGT HEFNA SÍN
PICASSO SELUR
Pablo Picasso
Menning
Fyrir mig er ákveðinn léttir að þessi bóksé komin út. Það er búið að taka til,hreinsa borðið fyrir það sem koma
skal,“ segir Hrafnkell Sigurðsson myndlist-
armaður og bókin sem hann talar um, Lucid,
liggur á borði við hlið okkar. Í þessu fallega
bókverki birtist yfirlit yfir ljósmyndaverk
listamannsins frá síðustu átján árum og þar
á meðal kunnar raðir verka svo sem mann-
gerðu snjófjöllin og tjöld á fannbreiðum,
verk sem sýna sorp í pokum og böggum sem
sumum er stillt upp á móti íslenskri náttúru;
þarna eru samstæðu skipshliðarnar, spegl-
aðar hraunmyndanir, nærmyndir af litríkum
sjóstökkum og nú síðast sýndi Hrafnkell
myndröðina Opinberun í i8 galleríinu, stór
verk sem tekin eru í grængolandi dýpi af
fögrum formum sem eru, þegar betur er að
gáð, kúluplast sem bylgjast í vatninu. Þau
verk eru í bókinni sem og enn fleiri athygl-
isverðar myndraðir. Og við sitjum og ræðum
verkin á yfirlitssýningu sem nú stendur yfir
á þeim í höfuðstöðvum Arion banka í Borg-
artúni; úrval þeirra er því allt um kring.
Hrafnkell bætir við að hann verði í raun
hálffeiminn við þá tilhugsun að nú séu þessi
verk hans komin út um allan bæ, séu heima
hjá hinum og þessum, þar sem þeir geti flett
í bókinni og skoðað án þess að hann hafi
nokkuð um það að segja.
„En hér er þetta komið, átján ár af minni
vinnu, og nú má velta því fyrir sér hvernig
verkin lifa, hvort þetta sé eitthvað merki-
legt.“ Hann brosir.
„Listamenn með meiri reynslu en ég hafa
sagt að svona bók vinni fyrir mann, og ef-
laust gerir hún það á löngum tíma. Þetta er
tæki sem hjálpar mér sem listamanni, tæki
sem ég hef vissulega fundið að mig hefur
vantað. En nú er það komið og það verður
gaman að sjá hvað það gerir fyrir verkin.“
– Mesta útbreiðsla sem verk eftir þig hef-
ur fengið var þó líklega þegar eitt tjaldverk-
ið þitt frá 2001 var á forsíðu símaskrárinnar,
borið í hvert hús á landinu, og vakti athygli.
„Já, og fyrir vikið var það verk alls staðar
sýnilegt. Það var í raun magnað …“
– Listamenn segjast oft þurfa að koma út
bókum til að koma fargi verkanna af herðum
sér, þá skapist rými fyrir önnur og ný.
„Ég finn vel fyrir því núna. Margir nota
bókina líka sem fyrstu birtingu á myndlist-
arverkum, og þá ekki síst ljósmyndaverkum.
Sumir hugsa jafnvel um bók áður en þeir
hugsa um verkin á vegg. Það hef ég aldrei
gert en gæti núna alveg hugsað mér að
skoða þann möguleika.“
Aldrei kallað mig ljósmyndara
Auk verkanna er í bókinni fróðleg samantekt
Jóns Proppé listfræðings um þennan þátt í
listsköpun Hrafnkels. Auk þess að vinna með
ljósmyndir hefur hann notast við ýmsa
miðla, gert grafík- og vídeóverk, skúlptúra
og innsetningar. Þegar spurt er hvers vegna
hann hafi kosið að taka ljósmyndaverkin út
úr heildinni í þessari bók segir hann það
hafa gerst af sjálfu sér í vinnsluferlinu. Unn-
ið hefur verið um skeið að bók um verk hans
en þegar þessi ákvörðun var tekin varð fók-
usinn strax skýrari.
„Með því að horfa aðeins til ljósmynda-
verkanna varð auðveldara að búa til hreina
línu gegnum ferilinn,“ segir hann. „Það get-
ur verið ruglingslegt að blanda saman ljós-
myndaverkum og síðan ljósmyndum af öðr-
um verkum, sem eru ekki ljósmyndaverk
heldur til að mynda af innsetningum eða
stillur úr vídeóverkum – sem eru þá ekki
ljósmyndaverk en eru samt ljósmyndir. Það
hefði flækt málið.
Sem fyrsta bók – af mörgum!“ segir hann
íbygginn, „ – var betra að hafa þetta svona.“
– Þú ert ekki ljósmyndari.
„Nei, ég hef aldrei kallað mig ljósmynd-
ara. Ég hef aðeins lært ljósmyndun að tak-
mörkuðu leyti, þegar ég hef þurft að klóra
mig fram úr tæknilegum atriðum ef ég virki-
lega hef þurft þess. Stundum fæ ég fagmann
í lið með mér en oftast mynda ég sjálfur.“
– Hvað veldur því að ein hugmynd verður
að ljósmyndaverki en önnur að myndbands-
verki eða innsetningu?
„Það er erfitt að útskýra. En ljósmyndin
er frábær miðill. Oft velkist hugmynd lengi
hjá mér og ég hef spáð í að gera vídeó, mál-
verk eða skúlptúr úr henni áður en ég átta
mig á því að ég ætti helst að gera ljósmynd,
eins og ég hafi aldrei gert það áður. Ég hef
nokkrum sinnum lent í þessu og finnst það
óneitanlega fyndið. Þegar hugmyndir eru á
frumstigi er allt galopið en oftast enda þær
sem ljósmyndaverk, þótt það hafi lengi vel
ekki verið markmiðið.“
Upptekinn af málverkinu
Það er mismunandi hvað Hrafnkell stillir
miklu upp eða býr til áður en hann setur
vélina upp og ýtir á takkann, og notar sér
þann skráningarmiðil sem ljósmyndin er.
Hann hefur stillt tjöldunum upp, unnið
speglað hraunið eftirá í tölvu …
„… en þetta er allt frá því að ég einfald-
lega mynda hlutina eins og ég rekst á þá,
snjófjöllin og snjókögglarnir undan bílum,
Autokast-serían, eru dæmi um það. Skips-
hliðarnar líka. Öðrum hlutum kem ég fyrir
og þeir eiga misvel heima þar sem ég set þá,
bóluplastið í vatninu er dæmi um það en ég
rakst ekki á það fyrir tilviljun.“
– Svo sannarlega ekki, þú lærðir fyrst að
kafa og myndaðir það síðan á miklu dýpi, og
smíðarðir stálborð undir sorpbaggana.
„Sum verkin krefjast mikils undirbúnings.
Sorpbaggarnir koma svona úr vélinni en ég
stillti þeim á þetta sérsniðna borð, kom inn
með stúdíólýsingu og klippti þá úr sínu um-
hverfi þótt það sé í bakgrunni.“
– Þú vinnur þessi verk alltaf í seríum.
„Já, nær undantekningarlaust, ekki stök.
Smíð frá 2013 er tvö verk. Ég vil taka fyrir
blæbrigðin sem hugmyndin býður upp á.“
Hrafnkell segir að hingað til hafi hann
alltaf séð verkin fyrir sér stór og að þau
mæti áhorfandanum á vegg. „Ég fæ frekar
snemma í vinnuferlinu tilfinningu fyrir því
hvernig ég vil að þau líti út og hvernig til-
vera þeirra þarf að vera. Ég hef ekki hugsað
nein af þessum verkum sem frekar litlar
myndir í bók, þau hafa alltaf verið hugsuð
þannig að þau hafi mikla nálægð í rýminu og
nálgist jafnvel virkni málverksins.“
– Já, í sumum myndröðunum ertu í tals-
verðu samtali við hefð málverksins.
„Það er líklega greinilegt að ég er upptek-
inn af málverkinu – þar liggur bakgrunnur
minn í listaskóla, í grafík og málverki. Það
má segja að sem málari hafi ég frekar
þróast í grafík, þannig gat ég þrykkt lit-
unum á flötinn, og næsta skef var að
þrykkja litunum á flötinn með ljósmynda-
aðferðinni. Bæði í skipshliðunum, í röðinni
Hliðar, og í bóluplastverkunum, Opinberun,
á ég til dæmis í þessu samtali við málverkið.
Þetta hér,“ segir hann og bendir á plastið
í vatninu á kápumynd bókarinnar, „er glíma
við flötinn. Þetta er hvítur flötur sem ég er
bókstaflega að slást við í djúpinu og endar
sem skúlptúr.“
Verkin á fleiri plönum
Auðvelt er að fara út í þann lestur að í
mörgum verka Hrafnkels sé hann meðal
annars að fjalla um samband manns og nátt-
úru. Til að mynda í verkum þar sem sorp er
myndefnið; í sumum hefur hann fellt saman
myndir af náttúru og sorphaugum í þrískipt-
BÓK MEÐ LJÓSMYNDAVERKUM HRAFNKELS SIGURÐSSONAR
Ljósmyndir eru
hryggjarsúlan
„HUGMYNDIRNAR ENDA FLESTAR SEM LJÓSMYNDIR,“ SEGIR HRAFNKELL
SIGURÐSSON MYNDLISTARMAÐUR UM SKÖPUNINA. Í NÝRRI BÓK UM
FERIL HANS ER SJÓNUM BEINT AÐ LJÓSMYNDAVERKUNUM.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Revelation/Opinberun II, 2014. Litljósmynd 144
x 96 cm. Eitt af nýjustu verkum Hrafnkels.