Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 15
1 Björk í Biophiliuham. 2 Björk lauk eins og hálfs árs tónleikaferð með tónleikum í Langholtskirkju 2008 sem Morg- unblaðið sagði bestu tónleika ársins. 3 „Ætlum við að borga fyrir Ice- save-skuldir útrásarvíkinganna með náttúru okkar?“ spurði Björk á blaða- mannafundi í Norræna húsinu 2010. 4 Björk kom fram á tónleikum á NASA við Austurvöll til stuðn- ings samtökum átrösk- unarsjúklinga á Íslandi í apríl 2007. Viku síðar kom hún fram á tónleikum í Hammers- mith Odeon í London og skrifaði Árni Matthíasson í Morgunblaðið að hún hefði aldrei verið betri. 5 Sykurmolarnir komu saman á ný og héldu tónleika í Laugardalshöll 2006. Björk hefur kallað Vulnicura „ástarsorgarplötuna“ sína á fé- lagsvefnum Facebook. Þar skrifar hún að platan sé eins og til- finningalegur tímaás: „Þrjú lög fyrir sambandsslitin og þrjú eftir. Þannig að mannfræðingurinn í mér laumaði sér að og ég ákvað að deila þeim þannig. Fyrst hafði ég áhyggjur af að það yrði of sjálfhverft, en síðan fannst mér að það myndi gera [tónlistina] enn meira alhliða. Og vonandi gætu lögin orðið til að hjálpa, hækja fyrir aðra og sýnt hvað þetta er lífrænt ferli: sárið og lækning sársins. Sálarlega og líkamlega. Það tengist þessu þrjósk klukka.“ Gagnrýnendur segja margir að Vulnicura sé besta plata Bjarkar í áratug, jafnvel á þessari öld. Í fjögurra stjörnu dómi tímaritsins Rolling Stone segir að hverjar sem ræturnar séu „geti þetta verið átakanlegasta tónlist sem hún hefur nokkurn tímann gert“. Gagnrýnendurnir Andreas Baiolakis á vefnum Liveinlimbo og Arnar Eggert Thoroddsen í umsögn í Morg- unblaðinu líkja Vulnicura við Blue, plötu Joni Mitchell, sem Björk hefur margsinnis lýst dálæti sínu á í viðtölum. John Pare- les, gagnrýnandi The New York Times, skrifar að jafnvel þegar tónlistin sé hvað tyrfnust skapi lögin tilfinningalega nálægð: „Áþreifanleiki raddar Bjarkar og strengjanna fær enn meiri slagkraft við að vera teflt gegn ópersónulegum rafhljóðum og verður það til þess að innra landslag ástarsorgar og lækningar kemur enn betur fram – ekki einföld saga og betri fyrir vikið.“ 1 Reuters 5 Morgunblaðið/ÞÖK 2 24Stundir/G.Rúnar 4 Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson 3 Morgunblaðið/Árni Sæberg 1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Movie Star hvíldarstóll Verð frá 433.000,- stk Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.