Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 36
Amazon stofnar tölvupóst AFP *Stærsti smásali heims á internetinu, Amazon, hef-ur tilkynnt að fyrirtækið sé við það að hleypa afstokkunum tölvupóstaþjónustu, líkt og Gmail hjáGoogle og Microsoft Outlook.Tölvupósturinn mun heita WorkMail og erhægt að nota þjónustuna í gegnum MicrosoftOutlook og nokkur önnur tölvupóstafyrirtæki. Notandi borgar um fjóra dollara á mánuði fyrir þjónustuna og er geymsluplássið 50 gígabæt. Eftir því sem tækin í kringum okkur verða snjallari og tengdariminnkar þörfin fyrir borðtölvur og jafnvel líka fyrir fartölvur – tilhvers að hafa græjur fyrir hundruð þúsunda sem aðeins eru not- aðar stutta stund á degi hverjum þegar maður getur haft allt í vas- anum, nú eða í fisléttu apparati með snertiskjá. Það er líka ekki langt síðan menn spáðu því að tími einkatölvunnar væri liðinn og í kjölfarið myndi Windows-stýrikerfið frá Microsoft líða undir lok, enda keyra snjalltækin á öðrum stýrikerfum. Microsoft Windows hefur þó enn yf- irburði og meiri yfirburði en margan grunar; samkvæmt tölum frá í október sl. er Windows með 91,53% markaðshlutdeild á borðtölvumark- aði, en restinni skipta Mac OS X og Linux á milli sín, OS X-afbrigði með 7,05% og Linux-afbrigði með 1,41%. Víst eru þetta miklir og afgerandi yfirburðir, en þegar rýnt er í tölv- urnar kemur sitthvað forvitnilegt í ljós, til að mynda það hve Microsoft hefur gengið illa að fá við- skiptavini sína til að færa sig úr Windows XP yf- ir í nýrra stýrikerfi, þó XP sé loks komið undir 20% markaðshlutdeild (17,18%), og eins hve fá- ir hafa tekið upp Wind- ows 8 eða 8.1, ekki nema 16,8%, eða færri en eru enn að nota XP, sem Microsoft styður ekki lengur. Það er þó engan bilbug að finna á Microsoft- mönnum og væntanleg á árinu er ný útgáfa, Wind- ows 10, sem ætlað er að leysa allar eldri gerðir af hólmi og ekki bara á borðtölvum, heldur verður sama stýrikerfi keyrt á borðtölvum, spjaldtölvum og farsím- um. Frumgerð Windows 10 var aðgengileg áhugasömum á síðasta ári og ég hef notað Windows 10 á vinnuvélinni undanfarna mánuði, setti það upp 1. október sl. Í upphafi var það brothætt og erfitt að tengjast sumum jað- artækjum, en með nýjustu útgáfunni, gerð 9926, sem barst í vikunni, er kerfið orðið býsna stöðugt, en rétt að geta þess að umtals- verðar breytingar voru gerðar á notendaskilum í nýjustu gerðinni. Windows 10 svipaði talsvert til Windows 8.1 í upphafi, sem mér fannst reyndar mjög þægilegt, enda kann ég vel við þau notendaskil sem inn- leidd voru með Windows 8, en ef marka má nýjustu gerð þess eru gerð- ar umtalsverðar breytingar á skilunum, sumpart eru þau færð nær því sem tíðkaðist í Windows 7, en sumpart eru þau færð í átt að því sem fellur betur að snertiskjá, spjaldtölvum og snjallsímum. Eitt af því sem vakti athygli mína á viðkomandi kynningu er að fram- vegis verður Windows uppfært jafnharðan, en ekki með stórum stökkum eins og frá 7 í 8, 8 í 8,1 og 8.1 í 10 – frá því maður hefur sett Windows 10 upp uppfærist það sjálfkrafa á áþekkan hátt og til að mynda Chrome-vafrinn, eða Android-stýrikerfið – tölvan sækir nýjustu upp- færslu og býður manni síðan upp á að endurræsa til að setja þær inn eða setur uppfærsluna inn sjálfkrafa í skjóli nætur ef viðkomandi tölva er stillt svo. Uppfærslan í 10 verður ókeypis fyrir þá sem eru með Windows 7, 8 eða 8.1 – en aðeins í eitt ár frá því nýja útgáfan kemur á markað. Annað sem vakti athygli mína er að Cortana-leitarþjónustan verður innbyggð í Windows 10. Cortana sá ég fyrst í Windows 8.1 fyrir far- síma, en þar var hægt að komast í betaútgáfu af Cortana með því að breyta landsstillingum í símanum. Þjónustan, sem dregur nafn sitt af samnefndri fígúru í tölvuleik, fylgir með Windows 10 og birtist meðal annars í leitarreit sem birtist sjálfkrafa við hlið Start-hnappsins, sem sneri aftur í Windows 8.1. Það er reyndar ekki hægt að skoða Cortana nema með því að breyta landsstillingum svipað og á símanum, enda er þjónustan bundin við Bandaríkin sem stendur. Nýr vafri er líka í vændum, kallast Spartan sem stendur, en hann byggist á nýjum grunni og á að vera hraðvirkari og öruggari en Int- ernet Explorer með sínum milljón göllum, en einnig mun sveigjanlegri og nýtast meðal annars betur á snertiskjá. Hægt er að prufukeyra grunnþætti hans í Internet Explorer 11 í 9926-gerð Windows 10 með því að skrifa about:flags í slóðaglugga og virkja síðan „Experimental Web Platform Features“. BYLTINGARKENND ÚTGÁFA AF WINDOWS Í LJÓSI ÞESS AÐ RÍFLEGA 90% BORÐTÖLVA NOTA EITT- HVERT AFBRIGÐI AF MICROSOFT WINDOWS ER FRÉTT- NÆMT AÐ NÝ ÚTGÁFA SÉ Í VÆNDUM Á ÁRINU. ÞEIR SEM PRUFUKEYRA KOMAST FLJÓTT Á SNOÐIR UM ÞAÐ AÐ NÝJA ÚTGÁFAN ER BYLTINGARKENND UM MARGT. * Notendaskil eru talsvert breyttí Windows 10 til að upplifunin verði eins sama á hvaða apparati maður notar stýrikerfið, en einna helst má lýsa því sem blöndu af Windows 7 og Windows 8.1, þó ekki séu öll kurl komin til grafar; það getur margt breyst á næstu mánuðum. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Þegar smellt er á Start-hnapp birtist þessi bræðingsgluggi. Ýmis smáforrit eins og reikni- vél breytast í það sem Micro- soft kallar „nútímaforrit“. * Uppfærsla í Windows 10úr Windows 7, 8 og 8.1 verð- ur ókeypis í ár eftir að Wind- ows 10 kemur á markað og svo þarf maður aldrei að upp- færa aftur – uppfærslur á stýrikerfinu verða jafnóðum og nýjar hugmyndir kvikna. * Meðal nýjunga verður nýr vafrisem leysa mun Internet Explorer af hólmi. Enn sem komið er kallast hann Spartan og er mun hraðvirkari en fyrirrennarinn, enda byggist hann á nýrri tækni og endurbættri og þarf ekki að dragnast með gamla kóðann sem hrjáir Internet Explorer. Það sem kallaðist „Charms“ í 8 og 8.1 er horfið og í stað þess koma einfaldlega stillingar. Græjur og tækni Eins og getið er hér fyrir ofan er draumur Microsoft-manna að hafa eitt og sama stýrikerfið á öllum tækjum; borð- og fartölvum, snjall- símum, spjaldtölvum og leikjatölvum. Fyrirtækið hefur þegar stigið skref í þá átt eins og þeir vita sem eru með Lumia-síma, því þeir keyra Windows 8 eða 8.1, sem var byltingarkennd útgáfa á sínum tíma, skaut Lumia-símum í fremstu röð farsíma. Ekki má svo gleyma Xbox-leikjatölvunum sem keyra munu Windows 10, þó viðmótið muni eðlilega laga sig að tækinu og því hvernig það er notað. Þá verður líka kynnt nýtt Xbox-forrit sem keyrir undir Windows 10 og þá líka á farsímum og eins verður auð- veldara fyrir leikjasmiði að setja saman leiki sem keyra á borð- tölvum, í spjaldtölvum, síma eða Xbox. (Þess má geta að Microsoft vinnur að því að gera kleift að keyra Xbox One leiki í vafraglugga sem opnar hugsanlega fyrir það að hægt verði að keyra Xbox 360 leiki á Xbox One.) EITT FYRIR ALLA Windows í síma og Xbox Windows 10 á farsíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.