Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 Menning Bubbi Morthens og Dimmahalda tónleika saman í Eld-borg Hörpu 6. og 7. mars nk. kl. 20 og flytja á þeim lög af plötum Utangarðsmanna og Das Kapital, Geislavirkir og Lili Marlene. 12. og 13. mars verða svo tónleikar á gjör- ólíkum tónleikastað, Græna hatt- inum á Akureyri. Eins og allir rokkunnendur vita fór Bubbi fyrir Utangarðsmönnum og Das Kapital og kom fyrrnefnda platan út árið 1980 og sú síðarnefnda fjórum árum síðar, hvort tveggja öndvegisplötur í íslenskri rokksögu. „Ég hafði heyrt Dimmu spila, þeir eru mjög melódískir og þá fór ég að spekúlera hvort hægt væri að finna einhvern nýjan flöt á þessu rokkstöffi mínu, Geislavirkum og Das Kapital. Ég leyfði þessu aðeins að gerjast og sá svo að þetta var frábær hugmynd. Ég hafði sam- band við Dimmu-strákana og þá kom í ljós að þeir voru allir aðdá- endur þessa efnis og voru rosalega glaðir og spenntir, sögðu já og að þeir væru tilbúnir,“ segir Bubbi, spurður að því hvernig þetta sam- starf hans við Dimmu hafi komið til. Hann segir engar breytingar gerðar á melódíum laganna en þau fái hins vegar Dimmu-hljóminn. „Þetta er eins og demantur, það eru margir fletir á honum og þeir kasta sínu ljósbroti á lögin þannig að þau öðl- ast nýtt líf. Þetta er lygilegur kraft- ur og um leið Dimmu-sánd,“ segir Bubbi og vísar því til dæmis á upp- töku á Facebook-síðu Dimmu af honum og hljómsveitinni að flytja „Poppstjörnuna“ af Geislavirkum á tónleikunum Xmas í desember sl. „Þegar við byrjum að vinna þessi lög gerist eitthvað sem er al- gjörlega óútskýranlegt, fyrir mig er þetta eins og að komast í dótabúð,“ segir Bubbi. Dimma hafi sína sýn á tónlistina og komi með sínar áherslur. „Þeir spila þetta eftir sinni formúlu og það má eiginlega segja að þetta stöff sé allt komið á stera,“ segir Bubbi. – Nú eru 35 ár frá því Geislavirk- ir kom út og 31 frá því Lili Marlene kom út. Hvernig finnst þér plöt- urnar hafa elst? „Þær eru óhugnanlega réttar,“ segir Bubbi og á þar við lagatext- ana. „Þetta er allt þarna ennþá. Kjarnorkuógnin er enn til staðar í annarri mynd, ógnin sem ég syng um í „Hiroshima“. Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs er ennþá. Ef þú ferð í Lili Marlene þá hefði „Launaþrællinn“ getað verið saminn í morgun, „Krónan var króna í einn dag“ ... ég varð eiginlega alveg gap- andi. Það er eins og tíminn hafi ekkert liðið, að þetta hafi verið sam- ið í gær.“ – Textarnir eiga s.s. jafn vel við núna og þá? „Já og ef eitthvað er þá eiga sumir betur við núna,“ segir Bubbi. – Þú varst rokkstjarna á þrítugs- aldri í leðurbuxum á þessum tíma. Áttu ennþá leðurbuxurnar? „Nei, en ég myndi passa í þær. Ég er í sama númeri, gallabuxum 31. Buxurnar hafa verið 30 eða 31,“ segir Bubbi og hlær. Þyngra „Það er hrikalega gaman,“ segir Ingó Geirdal, gítarleikari Dimmu, spurður að því hvernig sé að vinna með Bubba en auk hans eru í hljómsveitinni Stefán Jakobsson, söngvari og gítarleikari, Birgir Jónsson trommuleikari og Silli Geir- dal bassaleikari. „Hann leggur mikla áherslu á að við „Dimmum“ þetta, að við séum ekkert að fara að spila lögin eins og þau eru á plöt- unum. Við gerum þetta á okkar hátt og erum að breyta sumum út- setningum, bæta inn köflum, það er búið að lengja gítarsólóin og þetta er þyngra,“ segir Ingó. Sum lag- anna sem verða á efnisskránni hafi Bubbi ekki sungið í 30 ár sem geri tónleikana þeim mun meira spenn- andi. „Það sem er svo skemmtilegt við þetta er að fyrsta íslenska rokk- hljómsveitin sem við Silli, bræð- urnir, heyrðum í var Utangarðs- menn sem við sáum í sjónvarpinu. Þetta var fyrsta hættulega hljóm- sveitin sem ég sá. Menn voru berir að ofan í leðurdressi og mikill æs- ingur á sviðinu. Svo fórum við bræðurnir á Lækjartorg 1982, þá var Ego að spila eina af sínum fyrstu tónleikum sem voru mynd- aðir fyrir Rokk í Reykjavík og það voru fyrstu rokktónleikarnir sem við sáum,“ segir Ingó. Tónleikarnir hafi haft gríðarleg áhrif á þá bræð- urna. Stefán kemur á óvart – Þið kunnið væntanlega öll þessi lög utan að? „Mjög mikið, það hefur ekki tekið okkur neinn tíma að pikka þetta upp. Þetta kemur mjög fljótt hjá okkur og við erum fljótir að setja okkar inn í þetta. Þessi tónlist og þessar plötur allar sem Bubbi var að gera á þessum tíma, með Ut- angarðsmönnum, Das Kapital og Ego, eru okkur öllum mjög kærar. Við höfum m.a. fengið Begga Mort- hens til að spila með okkur á tón- leikum, áður en við hófum samstarf við Bubba. Þá vorum við að spila lag eftir Ego, „Ráð til vinkonu“, á Rokkjötnum í fyrra og Beggi var gestagítarleikari. Það má líka taka fram að við erum ekki bara undir áhrifum frá þessari músík heldur líka þessum hljóðfæraleikurum,“ segir Ingó. Stefán, söngvari Dimmu, mun syngja í nokkrum lögum á tónleik- unum og þá væntanlega þeim sem Mike Pollock söng með Utangarðs- mönnum, að sögn Ingó, og radda með Bubba. Þá mun hann leika á ryþmagítar í öllum lögunum. „Hann hefur komið á óvart sem virkilega góður ryþmagítarleikari og það er ekki slæm byrjun á ferlinum hjá honum sem ryþmagítarleikari að spila með Bubba í Hörpu,“ segir Ingó að lokum og hlær. Morgunblaðið/Árni Sæberg BUBBI OG DIMMA FLYTJA LÖG AF GEISLAVIRKUM OG LILI MARLENE Í ELDBORG OG Á GRÆNA HATTINUM „Eins og að komast í dótabúð“ „ÞAÐ MÁ EIGINLEGA SEGJA AÐ ÞETTA STÖFF SÉ ALLT KOMIÐ Á STERA,“ SEGIR BUBBI UM TÚLKUN DIMMU Á LÖGUM UTANGARÐSMANNA OG DAS KAPITAL. SUM LAGANNA HEFUR BUBBI EKKI SUNGIÐ Í 30 ÁR SEM GERIR TÓNLEIKANA ÞEIM MUN MEIRA SPENNANDI, AÐ MATI INGÓS GEIRDAL. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ingó, Bubbi, Birgir og Silli tóku sér stutt hlé á æfingu og stilltu sér upp fyr- ir ljósmyndara. Á myndina vantar Stefán sem komst ekki á æfinguna. Bubbi og Dimma á æfingu fyrir tónleikana. Bubbi í ógnarstuði, hæstánægður með tök Dimmu á lög- um Utangarðsmanna og Das Kapital. Bubbi er að vinna að plötu sem mun heita 18 konur. „Hún mun eingöngu fjalla um konur,“ segir hann. „„18 kon- ur“ er t.d. titill á lagi, það var 18 konum drekkt í Drekking- arhyl, eitt lag fjallar um gamla konu, eitt um unglingsstúlku sem var hópnauðgað, eitt um húsmóður ... ég fer vítt og breitt,“ segir Bubbi, spurður út í yrkisefni sín á plötunni. NÆSTA PLATA BUBBA 18 konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.