Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 52
Á makrílveiðum 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 pína Evrópusambandið til að vera þolinmótt.“ Spurður hvort hann borði makríl svarar Eyþór skipstjóri játandi. Það er þó tiltölulega nýtilkomið. „Ég var nýkominn úr makríltúr þegar frúin bauð mér út að borða – makríl. Fyrst hristi ég bara höfuðið, var alveg búinn að fá nóg af þeim ágæta fiski. En varð að smakka og makríllinn er alveg rosalega góður. Við eldum hann samt ekki um borð í Vigra. Það væri eins og að borða peningana sína!“ Rússland mikilvægasti markaðurinn Ekki er nóg að veiða makrílinn, það þarf líka að selja hann eins og aðrar sjávarafurðir. Rússland hefur verið langmikilvægasti kaup- andinn til þessa en einnig voru mikil viðskipti við Úkraínu áður en skeggöld reis þar um slóðir. „Við fundum strax fyrir því,“ segir Hjörtur. „Tryggingar ruku upp úr öllu valdi og allt sem fer til Úkraínu núna fer gegnum samvinnu við rússnesk fyrirtæki. Maður þarf að standa nærri þeim markaði til að geta stundað þau viðskipti.“ Fall rúblunnar á liðnum mánuðum hefur að vonum komið illa við íslenska fiskútflytjendur og Hjörtur viðurkennir að óvissa ríki um framhaldið. „Það verður makrílmarkaður í Rússlandi, ég hef enga trú á öðru, en finna þarf rétta verðið svo allir geti vel við unað,“ segir Hjörtur en bætir við að menn séu þegar byrjaðir að leita að nýjum mörkuðum. Hann nefnir Afríku sérstaklega í því sambandi, ekki síst Nígeríu, en þar mun vera kunnur mark- aður fyrir makríl. Kallar eftir hagræðingu Að sögn Hjartar eru spennandi tímar fram- undan. Íslenskir markaðsmenn komi til með að verða fylgnir sér næstu misserin, fara vítt og breitt og gefa fólki að smakka makríl. „Það jákvæðasta sem gæti gerst væri friður í Úkraínu. Þá myndi sá markaður opnast aftur og spennustigið í Rússlandi lækka. Við skul- um sjá hvað setur.“ Hjörtur kallar líka eftir hagræðingu við út- hlutun kvóta, það sé allra hagur. „Þeir sem náð hafa tökum á makrílveiðum og viðskiptum með afurðina þurfa hagræðingu. Það er lykill- inn að meiri verðmætasköpun. Lagaramminn er raunar klár en það er einhver störukeppni í gangi í pólitíkinni, sýnist manni. Vonandi rætist úr því sem fyrst.“ Sigþór M. Eyþórsson gerir klárt áður en trollið er látið fara. Vigri á leið til löndunar með fullfermi af makríl. Áhöfnin á Vigra á makrílveiðum fyrir sunnan Vestmannaeyjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.