Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 28
N
ý húsgagnaverslun prýðir nú Hverf-
isgötu og skemmtilegt útlit hennar
ætti ekki að fara framhjá neinum.
NORR11 er danskt húsgagnafyr-
irtæki sem parið Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir
og Magnús Berg Magnússon opnuðu nú rétt
fyrir jólin en lítið fór fyrir opnun verslunar-
innar. Verslunin er í raun sýningarrými ásamt
netverslun og geta viðskiptavinir komið og
skoðað og farið svo heim og verslað á netinu.
„Það sem er gaman við NORR11 er að þetta er
eina sýningarrýmið á Íslandi sem hefur aðeins
eitt merki. Verslunin er með þrjú sýningarrými
í Danmörku, eitt í Berlín og var að opna í
London líka. Að sjálfsögðu er hægt að kaupa
minni hluti beint úr búðinni en hugmyndin er
sú að hafa þetta þægilegt fyrir viðskiptavininn
sem getur þá verslað á netinu og fær vörurnar
sínar sendar heim í stofu samdægurs,“ segir
Magnús. „Við viljum líka hafa þetta lifandi
rými, ef fólk vill nýta það til að kynna vörur
eða annað þá er hægt að leigja rýmið. Við vilj-
um hafa eitthvað í gangi hér reglulega og hafa
þetta notalegt umhverfi.“
Sól og Magnús bjuggu í New York þar sem
Sól stundaði nám við Parsons-háskólann og var
markmiðið fyrst að opna búðina þar. „Við vor-
um búin að fylgjast með þessu merki í smá-
tíma. Okkur langaði að opna NORR11 í New
York, sérstaklega í Williamsburg, því skandin-
avísk hönnun er mjög vinsæl þar. Við nálg-
uðumst fyrirtækið með þá hugmynd í mag-
anum,“ segir Sól. „Hins vegar er fyrirtækið það
ungt að þeir sáu ekki fram á að það myndi
virka strax. Þá stungu þeir upp á því að við
myndum opna á Íslandi og eftir að hafa skoðað
markaðinn hér, leist okkur vel á það.“
Skemmtileg forsaga húsnæðisins
Parið flutti heim í október og fékk húsnæði á
Hverfisgötu 18a, þar sem gengið er inn í húsa-
sund. Útlit verslunarinnar þykir sérstaklega
fallegt og er húsið klætt við að utan. Sól og
Magnús fengu frjálsar hendur við að hanna út-
lit verslunarinnar og eru þau afar ánægð með
útkomuna. „Við vorum heppin með húsnæðið,
það var svo hrátt fyrir og það er alveg útlitið
sem er hjá þeim úti,“ segir Sól. „Húsnæðið er
gamalt iðnaðarhúsnæði, hér var smurstöð og
voru bílarnir ýmist hífðir hér upp á aðra hæðen
einnig voru kofar hér fyrir utan sem var unnið
í. Við pússuðum gólfið aðeins upp og þá kom í
ljós allskonar bílaspasl og fleira sem setti svip
sinn á gólfið,“ segir Magnús. „Húsnæðið hefur í
raun ekki verið á ratsjánum hjá mörgum og því
koma margir hingað inn og spyrja hvort húsið
hafi alltaf verið hér.“
NORR11 var stofnað árið 2011 og eru helstu
hönnuðir Knut Bendik Humlevik frá Noregi og
Rune Krøjgaard frá Danmörku. Einnig hafa
aðrir hönnuðir hannað fyrir NORR11 og til að
mynda er þar á lista einn Íslendingur, Dögg
Guðmundsdóttir sem hannaði Sit kollinn sem
margir kannast við. „Þeir eru alltaf að leita að
flottum og ferskum hönnuðum til að hanna inn í
línuna,“ segir Sól. „Hönnuðir NORR11 leitast
við að endurhugsa klassíska hönnun og betr-
umbæta hana. Stíllinn er þessi fíni skandinav-
íski stíll í bland við áhrif frá Suðaustur-Asíu og
frá allskyns iðnaði,“ segir Sól. „Stefnan hjá fyr-
irtækinu er líka að hanna húsgögn sem stand-
ast tímans tönn en eru á viðráðanlegu verði,
eins og allir gömlu meistararnir vildu í gamla
daga, húsgögnin áttu að vera fyrir alþýðuna.“
Taka þátt í HönnunarMars
NORR11 mun taka þátt í HönnunarMars og
kemur hingað til lands danskt fyrirtæki sem
kallar sig Paper Collective sem sérhæfir sig í
að framleiða plaköt í samstarfi við ýmsa lista-
menn. Plakötin eru ávallt framleidd í takmörk-
uðu upplagi og rennur ákveðin upphæð af and-
virði af hverju plakati til góðgerðarmála.
„Paper Collective verða með fullt af plakötum
hér á öllum veggjum í NORR11 og stefnan er
að gera plaköt í samstarfi við einhverja íslenska
listamenn, sem er mjög spennandi verkefni.“
Sól og Magnús taka þátt í
HönnunarMars og fá til lands-
ins danskt fyrirtæki sem hann-
ar plaggöt, Paper Collective.
Lífleg og öðruvísi upplifun
HVERFISGATA HEFUR VERIÐ AÐ SÆKJA Í SIG VEÐRIÐ UNDANFARIÐ OG GAMAN AÐ SJÁ NÝJAR VERSLANIR
OG ENDURBÆTT UMHVERFI BLÁSA LÍFI Í GÖTUNA. ÞAR Á MEÐAL ER NÝ OG FALLEG
HÚSGAGNAVERSLUN SEM BÝÐUR UPP Á SÉRLEGA SMART OG LIFANDI RÝMI.
Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is
Viðarklædd
verslunin
setur svip
sinn á hrátt
umhverfið.
SKANDINAVÍSKUR STÍLL Í BLAND VIÐ ÁHRIF FRÁ SUÐAUSTUR-ASÍU
Fallegir munir sem
prýða heimilið.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015
Heimili og hönnun
Riii i i isa LO
KA
HEL
GIN
ÚTSALA