Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 41
1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver .is Velkomin á nýjan vef Bakarameistarans Nú getur þú pantað Tertur, Brauðmeti og bakkelsi Veislu og fundarpakka og margt fleira í vefverslunni okkar . .. . .. . .. Sy ru sson Hönnunar hús Síðumúla 33 Nostri Verð frá 79.500,- L oksins kom hún blessunin, þessi hlýja og fallega birta, sem þjóðin hefur beðið eftir allan mánuðinn og um leið gleymdist öll gremja yfir hálkublettum, skítaveðri og almennum leið- indum. Enda var aftur hægt að fara að hækka í útvarpinu og reyna að vera svolítið hress … Við það eitt að fá smá sól í andlitið lyftist andinn upp á hærra plan og hugurinn fór að hugsa skýrt á ný eftir að hafa legið í þungum janúarblús. Birtan skiptir nefni- lega svo ógurlega miklu máli og getur alveg, að einhverju leyti, stýrt því hvernig við sjáum heim- inn og hvernig ástandið á hjarta- stöðinni er. Á dögunum tók ég viðtal við Rúnu Magnúsdóttur sem komst á lista Forbes.com yfir áhrifa- mestu konur heims. Að viðtali loknu stóðum við tvær fyrir utan veitingastað á Laugavegi þegar hún dró upp sólgleraugu og sagði mér að þau væru nú ekki bara falleg heldur sýndu heiminn í allt öðru ljósi. Þegar ég mátaði sól- gleraugun með gulbrúna glerinu ég sá heiminn í allt öðru ljósi. Á Laugaveginum leit út fyrir að það væri júní, ekki janúar, og ég varð einhvern veginn miklu létt- ari. Hingað til hef ég litið á sólgler- augu sem einn mikilvægasta fylgihlutinn. Klæðileg sólgler- augu geta svo sannarlega keyrt gelluganginn upp úr öllu valdi og svo geta þau veitt ágætt skjól ef spariguggan er andsetin eða pínulítið á röngunni. Þegar sól- gleraugu eru valin skiptir miklu máli að þau passi á and- litið og séu alls ekki of lítil. Það skiptir líka máli að þau rekist ekki í kinnarnar þegar við hlæj- um eða að spangirnar skerist inn í húðina við eyrun. Þess vegna er einhvern veginn aldrei hægt að mæla með öðru en sólgleraugu séu keypt í gleraugnabúð – ekki hjá erlendum götusölum í útlönd- um. Þetta með að glerið sýndi heiminn í öðru ljósi var nokkuð sem ég hafði ekki hugsað út í áð- ur og gerði það að verkum að nú finnst mér sólgleraugu ennþá áhugaverðari. Það eru þó ekki bara sólgler- augu sem skapa góða stemningu og veita vörn gegn alheiminum því hattar geta svo sannarlega gert sitt gagn. Og nú er svo kom- ið að frændi minn í Ameríku, hann J.R. Ewing, er aldeilis kom- inn í tísku hvað varðar höfuðföt. Hvert sem litið er í tískuheim- inum má sjá síðhærðar skvísur með hatta. Hattarnir sem þykja smart líta út fyrir að hafa verið fengnir að láni hjá frænda og geta aldeilis breytt heildarmyndinni. Sömu fötin verða einhvern veginn allt öðruvísi þegar við erum komnar með höfuðfat. Svo má velta þessu fyrir sér og kasta upp allskonar hugmyndum. Það gæti til dæmis verið ansi sniðugt að setja bara á sig hatt og sól- gleraugu þegar líf okkar er að gera út af við okkur. Stundum er það bara alveg nauðsynlegt til að halda sönsum … martamaria@mbl.is Þessi eru frá Jimmy Choo. Leið til að halda sönsum … Blár hattur. Hattur við ponjo. Hattur, frjálst hár og mótor- hjólaleðurjakki fara vel sama. Falleg sólgler- augu frá GUCCI. JR Ewing var alltaf með hatt. Hér er hann með eiginkonu sinni Sue Ellen meðan allt lék í lyndi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.