Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 47
1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 unum og alltaf sett sjálfa sig í aftasta sæti. Síðan keyrir hún á vegg – getur ekki meira. Þá leitar hún til okkar.“ Spurð hvort kröfurnar sem við gerum sem samfélag séu orðnar of miklar, fólk rísi hreinlega ekki undir þeim, svarar Hrefna: „Ekkert endilega. Fjölmargir rísa undir þessum kröfum. Það er ógeðslega gaman þegar maður stendur sig vel og það er ógeðslega gaman þegar gerðar eru til manns miklar kröfur og maður stendur undir þeim. En við verðum líka að gefa fólki svigrúm til að brotna – og standa upp aftur. Með reisn. Þetta er svolítið allt eða ekkert-samfélag sem við búum í. Annað hvort getum við allt eða ekkert. Í mínum huga er sjálfsagt að hlúa að öllum, sérstaklega þeim sem brotna.“ Óþægileg umræða Að áliti Hrefnu þykir okkur umræðan óþægileg. „Okkur finnst óþægilegt þegar fólk ber tilfinningar sínar á torg, að ekki sé talað um að einhver hafi brotnað niður. Við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við og skiptum helst um umræðuefni. Einhvern tíma var sagt í flottu viðtali: Við eigum að vera sterk, við megum vera glöð, við megum vera reið og við megum vera full! Þetta er ljómandi gott mottó!“ Hún segir mikilvægt að opna umræðuna um geðraskanir, þunglyndi og hvaðeina sem veldur því að fólk situr heima, þegar það vill miklu frekar vera úti á vinnumarkaðnum. „Sjáðu bara umræðuna um kynferðisofbeldi. Það hefur ótrúlega flott fólk stigið fram og sagt: „Ég varð fyrir þessu og ég er að skila skömminni!“ Það lenda allir í einhverju, hvort sem það er líkamlegt, andlegt eða fjár- hagslegt gjaldþrot, og beyglast aðeins. En um leið og við getum talað um þessa hluti upphátt og skömmin fer þá liggur leiðin upp á við. Það er vonlaust að vera í uppbyggingu og niðurrifi á sama tíma. Við verðum að velja! Til allrar hamingju er þjóðfélagið að opnast og um leið umræðan um allt sem áð- ur hefur verið tabú.“ Snýst málið um kerfi eða fólk? Úr vöndu er að ráða. Hrefna er þó ekki í vafa um hvað þurfi að gera til að liðka fyrir starfsendurhæfingu á ný. „Hættum að hugsa um hagsmuni einhverra kerfa. Spáum frekar aðeins í fólkinu. Eru ekki kerfin búin til utan um fólkið? Því miður vill það stundum gleymast. Tilgangurinn með VIRK var að mæta fólkinu, ekki að búa til kerfi af því að það er svo gaman að vinna með kerfi. Hætt- um að búa til meira vesen. Er ekki lítið gagn af því að hafa ógeðslega flott kerfi þegar allt fólkið er flutt til Noregs?“ Að áliti Hrefnu er óþarfi að týnast í ein- hverjum kerfum í ekki stærra samfélagi enda virki margt mjög vel hjá okkur. „Það er æðislegt að geta hringt eitt símtal, til dæmis í Tryggingastofnun eða Fé- lagsþjónustuna, og þær gera allt fyrir mig, skvísunar þar. Ráðgjafinn hjá VIRK hérna í Eyjum er líka flottur. Þarna er maður heppinn að geta talað við einstaklinga. Ein- staklingar eru alltaf viðmótsþýðari en kerfi.“ Komumst lengra á gleðinni Með pistlunum á eyjar.net er Hrefna meðal annars kynnt með þessum orðum: „Með óendanlegan áhuga á öllu því sem eykur vel- líðan, hamingju og lífsgleði og því sem dreg- ur úr hausarusli og tilfinningadrasli.“ Hún hlær þegar þetta ber á góma. „Hall- dóra Geirharðsdóttir leikkona talaði einu sinni um „mindfuck“ í viðtali sem mér þótti alveg æðislega skemmtilegt orð. Ég kalla þetta „hausarusl“ og á þar við allar radd- irnar í hausnum á okkur sem eru sífellt að sannfæra okkur um að við getum ekki, eig- um ekki og kunnum ekki. Við eigum ekki að trúa þessum röddum. Við komumst miklu lengra á jákvæðninni og gleðinni og ef þeir sem ráða í þessu landi myndu mætast á þeim forsendum væri hægt að gera krafta- verk.“ Og hún hefur trú á þessu fólki. „Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK, er æð- isleg og Eygló Harðardóttir, félagsmálaráð- herra, er frábær manneskja, og ég hef líka fulla trú á Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigð- isráðherra. Ég veit að þau eru með hags- muni fólksins að leiðarljósi. Ég er ekki að setja út á þau sem manneskjur en í þessu tiltekna máli hafa þau misst sig svolítið í pólitíkinni.“ Fýla er sóun á tíma og orku En hvernig ætli Hrefnu sé almennt tekið, þar sem hún mætir svona blátt áfram, glöð og jákvæð? „Mjög vel. Ég verð alla vega ekki vör við annað. Ég hef prófað hitt, að vera í fýlu, ég var formaður Fýlupokafélagsins, og mig langar ekkert að fara þangað aftur. Ég var reið og pirruð í mörg ár og eyddi alveg ótrú- legri orku í neikvæðni og leiðindi.“ Vatnaskil urðu þegar hún fór eitt skiptið í fýlu út í manninn sinn. Hann brá sér af bæ og þegar hann sneri aftur gerði hann sér enga grein fyrir því að hún væri í fýlu. „Ég var sumsé búin að eyða sex klukkutímum í brjáluðu skapi – til einskis. Þetta opnaði augu mín. Fýla er ótrúleg sóun á tíma og orku.“ Hún hlær. „Því betur sem við tökum til hjá okkur, þeim mun meira pláss er fyrir gleðina. Og þá koma allir möguleikarnir í ljós.“ Að sögn Hrefnu gengur ótrúlega vel að fá fólk til að hugsa með þessum hætti. „Þegar fólk áttar sig á því að ég hafi sjálf verið á sama stað og það mæti ég yfirleitt miklum skilningi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru allir svona. Við erum öll uppfull af rang- hugmyndum og allskonar tilfinningadrasli. Við megum bara ekki leyfa því að ná yf- irhöndinni. Í samtölum mínum við fólk nota ég sjálfa mig aðallega sem dæmi og greini því frá allskonar heimskulegum hugsunum – af því ég vissi ekki betur. Þegar maður hefur traustið og fólkið vilj- ann er ekkert sem stöðvar okkur!“ „Fýla er ótrúleg sóun á tíma og orku,“ segir Hrefna Óskarsdóttir. Morgunblaðið/Golli * Á endanum gat égloksins farið að vinnamarkvisst í sjálfri mér og eftir það lá leiðin fljótt upp á við. Lykilatriði í því var gott bakland. Við þurfum öll umhyggju. Það er erfitt að gera þetta einn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.