Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.2. 2015 Ferðalög og flakk V ið fórum til að skoða og upplifa og náðum því svo sannarlega á þess- um fjórum vikum,“ segir Steinar Birgisson, tryggingasali og fyrrver- andi landsliðsmaður í handbolta, en hann heimsótti Suður-Ameríku í fyrsta skipti í júlí á síðasta ári ásamt sambýliskonu sinni, Monique van Oosten. Monique hafði heldur ekki komið á þessar slóðir og segir að þau hafi náð að gera glettilega margt á stuttum tíma. „Þetta var mjög skemmtileg ferð og tíminn ótrúlega fljótur að líða,“ segir Monique en þau heim- sóttu Chile, Perú og Brasilíu. Tilgangurinn með ferðinni var að sækja dóttur Monique, Berglindi Möller, en hún hafði þá dvalist sem skiptinemi í Chile í heilt ár. Monique og Steinar flugu til Santiago, höf- uðborgar Chile, gegnum Amsterdam og Bue- nos Aires. Leigðu þar bíl og óku sem leið lá til borgarinnar Linares, þar sem Berglind var. Um fjögurra klukkustunda akstur. Ekki byrjaði ferðalagið vel því lögregla stöðvaði þau á leiðinni, þótti Steinar hafa gengið full- harkalega fram gagnvart bensíngjöfinni. „Þetta var ekkert stórmál, þeir sáu að ég var túristi og slepptu mér með áminningu,“ rifjar hann upp skömmustulegur. Hvergi séð fleiri apótek Fósturfjölskylda Berglindar býr á stórum búgarði í nágrenni Linares og var gestunum tekið með kostum og kynjum. Næstu daga fengu Monique og Steinar leiðsögn um borg- ina og héraðið, sem kallast Maule. Það vakti athygli þeirra að rimlar eru víða fyrir hurð- um og gluggum. Þá búa ríkir og fátækir víða hlið við hlið. „Linares er skemmtileg borg og þar úir og grúir af pínulitlum búðum með nytjavörur,“ segir Steinar og Monique bætir við að hún hafi hvergi séð eins mikið af apó- tekum. Maule er mikið vínræktarhérað og að sjálfsögðu var farið með hina íslensku gesti í vínsmökkun á einni ekrunni. „Einnig var farið með okkur á fína veitingastaði, í sund og spa og eitt kvöldið í spilavíti. Þá fór heill dagur í að skoða búgarðinn,“ segir Steinar. Vetur ræður ríkjum í Chile á þessum árs- tíma og var hitastigið ekki nema 8-10 gráður á daginn, meðan sólarinnar naut við. Kaldara á kvöldin. Janúar er heitasti mánuður ársins. Berglind kunni afar vel við sig í Linares og á þar góða vini sem hún heimsótti aftur nú um jólin. Áður en þau yfirgáfu Chile heimsóttu þau líka borgirnar Valparaíso og Viña del Mar í Valparaíso-héraði. Ískyggileg umferð Næst lá leiðin til Perú. Flogið var til höf- uðborgarinnar Lima, eða Limu eftir því hvernig menn vilja beygja orðið. Við skulum halda okkur við Limu. Spurð hvað hafi sætt mestum tíðindum þar nefna Monique og Steinar bæði umferðina. Hún sé ískyggileg og frumskógarlögmálið bersýnilega í gildi. ÞEYSIREIÐ UM SUÐUR-AMERÍKU Fann húsið sem hann var staddur í SAMBÝLISFÓLKIÐ STEINAR BIRGISSON OG MONIQUE VAN OOSTEN FÓR Í MIKLA ÆVINTÝRAFERÐ TIL SUÐUR-AMERÍKU Í FYRRA OG DÓTTIR MONIQUE, BERGLIND MÖLLER, SLÓST Í FÖR MEÐ ÞEIM EN HÚN VAR ÞÁ AÐ LJÚKA ÁRSDVÖL Í CHILE SEM SKIPTINEMI. ÞAU HEILLUÐUST UPP ÚR SKÓNUM. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Steinar og Monique í strandbænum Viña del Mar í Chile. Ekkert bensín, takk. Þann 20. febrúar kemst einn heppinn áskrifandi Morgunblaðsins í samband við Volkswagen e-Golf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.