Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 45
1.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 höndum einkaaðila, var hér á landi í höndum ríkisins eða sveitarfélaga. Annaðhvort vegna þess að enginn hafði bolmagn til eins eða neins og lánsfé lá ekki á lausu eða að stjórnmálaleg þráhyggja sá svo um. Það kom mörgum á óvart að einkavæðing Bæjarútgerðar í Reykjavík skyldi lukkast svo vel sem hún gerði og verða borgarsjóði svona hagstæð. Ýmsum hentar að láta eins og einkavæðing banka í landinu hafi verið neikvætt skref, jafnvel óháð því hvernig mönnum þótti slík einkavæðing hafa tekist. En góðu ríkisbankarnir, sem sumir halda að þeir eigi að sakna eftir alla ruglingslegu umræðuna um það mál, voru ekki mjög burðugir. Snemma á 10. áratug síðustu aldar varð þáverandi ríkisstjórn og seðlabanki að bregðast fljótt við til að koma í veg fyrir að sjálfur Landsbanki Íslands kæm- ist í þrot. Ríkissjóður og Seðlabankinn lögðu fram fé og ábyrgðust víkjandi lán fyrir bankann. Það er undra stutt síðan. Eitt það eftirtektarverðasta við þennan atburð nú er hve lág fjárhæðin var sem um var að tefla og þurfti til að koma mætti í veg fyrir að stærsti banki landsins færi á hliðina. Án þess að fletta því upp til staðfestingar má af sæmilegu öryggi nefna töluna fjóra milljarða króna. Helmingur aðstoðarinnar kom sem bein fjárhags- aðstoð og hitt var tryggt með víkjandi lánsábyrgð. Landsbankinn greiddi síðar féð til baka og engar ábyrgðir lentu á ríkissjóði. Allt fram undir seinasta hluta aldarinnar gátu fyr- irtæki ekki fengið nýtanlegar upphæðir að láni til fjárfestinga án þess að nefnd um langtímalán færi yf- ir slíkar beiðnir og viðskiptaráðherra samþykkti per- sónulega einstök lán. Hafði ráðherra mjög frjálsar hendur um mat sitt og ákvörðun. Þegar fyrirtæki stækkuðu, svo sem Flugleiðir eða Eimskip, fengu þau leyfi til að vera með megin- viðskipti sín við erlenda banka, því íslenska banka- kerfið var ófært um að veita þeim þá þjónustu sem var óhjákvæmileg stærri fyrirtækjum í alþjóðlegri samkeppni. Mýturnar mygla ein af annarri Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur „hótaði“ því sýknt og heilagt að láta rannsaka einkavæðingu bankanna. (Sú einkavæðing hefur gjarnan verið í sniðug- heitum kölluð „einkavinavæðing“, sem er óneitanlega dálítið snjallt, enda kom hinn orðhagi rithöfundur og raunar fjöllistamaður, Ingólfur Margeirsson, fyrstur fram með það orð. Þeir sem keyptu eða komust yfir þrjá stærstu íslensku bankanna voru auðvitað einkavinir þáver- andi forsætisráðherra. Forstjóri banka Kaupþings í London segir frá því í bók, að þegar æðstu yf- irmenn Kaupþings fengu þær fréttir að sá forsætisráðherra væri loks að hætta þá hafi þeir slegið upp gleðskap og dregið tappa úr eðalvínum. Einkavinur forsætis- ráðherrans númer 2, Jón Ásgeir Jóhannesson, réð yfir Glitni og skuldaði stjarnfræðilegar upphæðir í íslensku banka- kerfi og eru ekki til dæmi um slíkar skuldir eins manns í nokkru bankakerfi í veröldinni. Einkavinur númer 3 var Björgólfur Guðmundsson, sem fjármagnaði Albert Guðmundsson í baráttu hans gegn Davíð Oddssyni í prófkjöri um borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins vegna kosninga 1982. Eini einkavinurinn með réttu var Kjartan Gunn- arsson, sem mun hafa átt nærri 1% í Landsbankanum áður en yfir lauk. Þessar staðreyndir breyta raunar engu um að orðssmíðin er prýðileg og þessar stað- reyndir breyta heldur engu um dellu fullyrðingar. Hinir óforbetranlegu halda sínu striki hversu skakkt sem það er.) Á nýlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands upplýstu fræðimenn, án andmæla, að ekki fyndist fótur fyrir tveimur vinsælum „mýtum“. Önnur var um ummæli þáverandi seðlabankastjóra í Kastljósi, daginn eftir að neyðarlög voru sett. Spekingar í Samfylkingu, vefvitringar og lítt hæfir launaðir erindrekar sjálfs Ríkisútvarpsins, innan- lands sem utan, höfðu lengi haldið því fram að „for- kastanleg ummæli“ þáverandi seðlabankastjóra um að íslenska þjóðin ætti ekki að axla skuldir óreiðu- manna væri ástæðan fyrir óverjandi viðbrögðum Gordons Browns, en ekki yfirgengileg vanstilling hans sjálfs og neyðarlögin frá deginum áður. Allar voru þær fullyrðingar auðvitað tilhæfulausar að mati fræðimannanna, svo sem raunar allir með gripsvit hafa lengi vitað. Horfnar hótanir Íslensku bankarnir fóru illa haustið 2008 eins og þús- undir erlendra banka. Sumum hinna erlendu tókst að bjarga. Fá lönd, sem í erfiðleikunum lentu, reyndu að bjarga öllum sínum bönkum. Dæmin eru kunn frá Danmörku og Bandaríkj- unum. Stærsti banki Danmerkur, Danske Bank, rið- aði til falls. Það kom öllum í opna skjöldu, þ.m.t. rík- isstjórn, seðlabanka og fjármálaeftirliti. Stjórnmálamenn stærstu flokka landsins hittust á leynifundum með framangeindum stofnunum og danskt og bandaríkst fé var fengið til að bjarga stór- bankanum. Sérfræðingar þaðan höfðu gapað um íslenska banka, og giskað rétt um sumt, virtust hins vegar ekkert vita um sinn eigin stórbanka. Margir danskir bankar voru settir á guð og gadd- inn. Sá íslenski banki sem fyrstur féll og dró hina með sér í fallinu (enda voru þeir veikir fyrir) var ekki einka(vina)væddur á ríkisstjórnarárunum frá 1991- 2005, eins og ætla mætti af afskræmdri umræðu. Þá einkavæðingu, sem snerti tilveru þess banka, framkvæmdi rík- isstjórnin sem sat árin 1987-1991. Í þeirri stjórn voru tveir ráð- herrar sem betur urðu kunnir síð- ar: Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Sífelldar hótanir Jóhönnu Sig- urðardóttur, í öll hennar fjögur ár á valdastóli, um að láta rannsaka einka(vina)væðingu ríkisbankanna urðu aðeins orðin tóm. Og það þótt Morgunblaðið mælti í ritstjórnar- greinum sínum eindregið með því að slík rannsókn færi fram, teldu menn ástæðu til þess. Því miður var sjaldan tilefni til þess að taka undir hugmyndir eða hótanir Jóhönnu Sigurðardóttur þessi fjögur ár. En það var gert í þessu tilviki. Engin skýring er til á því, hvers vegna Jóhanna lét ekki verða af þessum hótunum, þrátt fyrir ótvíræðan stuðning úr óvæntri átt. Kannski má rekja það athafnaleysi til þess, að Rík- isendurskoðun hafði þegar, að sérstakri ósk, látið rannsaka þá einka(vina)væðingu. Auðvitað gerði stofnunin þá sínar athugasemdir um einstök atriði, eins og jafnan gerist, en engin þeirra var í átt til þess sem Jóhanna dylgjaði um, svo ekki sé minnst á sögusmettur á vefnum. Lög höfðu ekki verið sniðgengin. En þegar tveir íslenskir bankar voru hins vegar nánast gefnir erlendum kröfuhöfum var það gert án umræðu og án lagaheimildar, svo ótrúlega sem það hljómar. Þá héldu þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon um stýri þjóðarskútunnar. Þau gerðu það þannig, að þjóðarskútan velktist um eins og í óveðri, þótt hún væri bundin við bryggju nánast allt kjörtímabilið, og fékk aldrei að sækja björg í bú. Íslenskum kjósendum var nóg boðið. Þeir tóku sig því saman og settu strandkapteinana tvo í land, með slíkum vitnisburði, að ekki er líklegt að nokkur, sem hann les, ráði þá í sambærilega vinnu aftur. Það er þó huggunarríkt. Morgunblaðið/Ómar * Einkavinur nr. 3var BjörgólfurGuðmundsson, sem fjármagnaði Albert Guðmundsson í bar- áttu hans gegn Davíð Oddssyni í prófkjöri um borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins vegna kosninga 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.