Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.02.2015, Blaðsíða 22
Allt grænmeti og allir ávextir sem maður borðar teljast að öllu jöfnu með í fimm á dag, samtals 500 g, sem er markmið neyslunnar. Það er fyrir utan kartöflur, ávaxtasafa, hnetur og þurrkaða ávexti. Kartöflur geta engu að síður verið hluti af hollu mataræði. Varðandi ávaxtasafa þá er mælt með að borða ávexti frekar en að drekka þá. Það er vegna þess að drykkir veita minni saðningu, meðal annars vegna minna magns af trefjum. Það er auðvelt að innbyrða mikið magn hitaeininga með því að drekka ávaxtasafa en þeir geta innihaldið jafnmargar hitaeiningar og gosdrykkir. Hins vegar getur lítið glas af hreinum ávaxta- safa endrum og sinnum talist hluti af hollu mataræði þó það teljist ekki með í fimm á dag. Það sama gildir um heimapressaða safa. Varðandi „smoothie“ og „boost“ þá er frekar mælt með að borða ávexti og grænmeti heldur en að drekka þá þar sem það veitir meiri saðningu. Það er þó mismunandi hve mikla saðningu slíkir drykkir veita, það fer allt eftir innihaldi þeirra. Samt er mælt með að borða 30 grömm af ósöltuðum hnetum daglega þar sem hnetur innihalda holla fitu sem hefur forvarnargildi fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Bæði þurrkaðir ávextir og hnetur eru góður val- kostur í staðinn fyrir sælgæti og önnur sætindi. Þetta eru hins vegar orkuríkar fæðutegundir, mun orkurík- ari en ferskir ávextir, og því er þetta ekki talið með í fimm á dag. FIMM Á DAG Kartöflur og ávaxtasafi teljast ekki með Heilsa og hreyfing *Embætti landlæknis stendur fyrir árlegri tannverndarviku 2. til7. febrúar í samstarfi við Tannlæknafélag Íslands. Tannvernd-arvikan þetta árið er helguð því að kynna landsmönnum mik-ilvægi þess að draga úr sykurneyslu undir kjörorðinu „Sjaldansætindi og í litlu magni“. Af þessu tilefni kynnir Embætti land-læknis nýjan vef, www.sykurmagn.is, sem verður opnaður form-lega í upphafi Tannverndarviku. Á vefnum er að finna mynd- rænar upplýsingar um viðbættan sykur í ýmsum matvælum, einkum sætindum og sykruðum gos- og svaladrykkjum. Tannverndarvika að hefjast V ið leggjum meiri áherslu en áður á mataræðið í heild sinni, fólk borð- ar ekki einstök næringarefni heldur matvæli. Það á alls ekki að vera svo flókið að borða hollan mat,“ segir Elva Gísladóttir verkefnisstjóri næringar hjá Embætti landlæknis sem gaf út í vikunni nýjar opinberar ráðleggingar um mataræði fullorðinna og barna eldri en tveggja ára, áður nefnd Manneldismark- mið. Þarna er ekki um stórstígar breytingar að ræða heldur frekar breyttar áherslur. „Það er rík áhersla á fæðu úr jurtaríkinu þó að það sé líka talað um kjöt og mjólk. Við leggj- um áherslu á fæðu úr jurtaríkinu sem er trefjarík frá náttúrunnar hendi,“ segir hún og á þá við grænmeti, ávexti, heilkornavörur, baunir, linsur, hnetur og fræ. „Heilkornavörur eru eitthvað sem Íslendingar mættu auka neyslu á,“ segir hún. „Svo er verið að rýmka mörkin fyrir heildarfitu og áherslan er á mýkri og hollari fitu frekar en að takmarka fituna. Það skiptir fyrst og fremst máli úr hvaða mat við fáum fituna og kolvetnin. Það er æskilegt að skipta út hluta af mettuðu fit- unni fyrir ómettaða og auka þannig hlut mjúkrar fitu í fæði. Þar með er ekki sagt að það eigi alls ekki að borða mettaða fitu, markmiðið er að stilla henni í hóf. Mjúka fitu er fyrst og fremst að finna í fæðu úr jurtaríkinu og í feitum fiski. Til viðbótar við feitan fisk eru lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur góðar uppsprettur hollrar fitu.“ Í heilkornavörum eru allir hlutar kornsins notaðir við framleiðsluna. Heilkornið getur verið malað en ekki sigtað og þarf ekki endilega að innihalda sýnileg heilkorn. Aðalatriðið er að öll efni kornsins séu enn til staðar og hafi ekki verið sigtuð frá eftir mölun. Það er æskilegt að velja brauð eða aðrar matvörur úr heilkorni. „Þá erum við að tala um vörur til dæmis úr rúgi, byggi, höfrum eða heilhveiti. Það er einnig mælt með því að nota bygg, hýðishrísgrjón og heilkornapasta sem meðlæti í stað fínunninna vara,“ segir hún og bendir á að velja kornvörur sem merktar eru með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Ennfremur hefur það vakið athygli að í ráðleggingunum er lögð meiri áhersla en áður á umhverfið. „Ef ráð- leggingunum er fylgt þá er það jákvætt fyrir umhverfið þar sem aukin neysla á jurtaafurðum og minni neysla dýraafurða hjálpar til við að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Að auki er mælt með að skipuleggja vel innkaup og eldamennsku og þannig má draga úr matarsóun og vernda umhverf- ið.“ Elva segir að mestu máli skipti að fæðuvalið sé næringarríkt og fjölbreytt, magnið hæfi- legt og regla á máltíðum. Með það að leiðarljósi er hægt að njóta þess að borða allan mat af og til, í hóflegu magni, og engin ástæða til að útiloka einstakar fæðutegundir. EMBÆTTI LANDLÆKNIS KYNNIR ENDURSKOÐAÐAR RÁÐLEGGINGAR UM MATARÆÐI Elva Gísladóttir Ekki flókið að borða hollt FÓLK BORÐAR EKKI EINSTÖK NÆRINGAREFNI HELDUR MATVÆLI, SEGIR ELVA GÍSLADÓTTIR, VERKEFNISSTJÓRI NÆRINGAR HJÁ EMBÆTTI LANDLÆKNIS. ÁHERSLA ER LÖGÐ Á FÆÐU ÚR JURTARÍKINU, ÞAR MEÐ TALDAR HEILKORNAVÖRUR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is 1. Fjölbreytt fæði í hæfilegu magni. 2. Ávextir og mikið af grænmeti. Borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag eða minnst 500 g samtals. Safi telst ekki með í fimm á dag. Velja gjarnan gróft grænmeti eins og t.d. rótar- grænmeti, spergilkál, hvítkál og blómkál. 3. Heilkorn minnst tvisvar á dag. Æskilegt er að velja brauð og aðr- ar matvörur úr heilkorni. 4. Fiskur tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Mælt er með að ein af fisk- máltíðunum sé feitur fiskur. 5. Kjöt í hófi. Velja lítið unnið, magurt kjöt. Takmarka neyslu á rauðu kjöti við 500 g á viku. Tak- marka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum. 6. Fituminni og hreinar mjólk- urvörur. Ráðlagt er að velja sem oftast fituminni, ósykraðar eða lít- ið sykraðar mjólkurvörur án sætuefna. Hæfilegt magn eru tveir skammtar á dag. 7. Mýkri og hollari fita. Feitur fisk- ur, lýsi, jurtaolíur, hnetur, fræ og lárperur eru góðar uppsprettur hollrar fitu. 8. Minna salt. Velja lítið unnin mat- væli, enda eru mikið unnin mat- væli yfirleitt saltrík og takmarka notkun á salti við matargerð. 9. Minni viðbættur sykur. Drekka lítið eða ekkert af gos- og svala- drykkjum og gæta hófs í neyslu á sælgæti, kökum, kexi og ís. 10. Taka inn D-vítamín sem fæðu- bótarefni, annaðhvort lýsi eða D- vítamíntöflur. Ráðin í hnotskurn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.