UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 4
4
Áhugaverðir viðburðir sem tengjast UT-deginum og sýningunni Tækni og vit:
3. mars UT-blaðið gefið út.
7. mars Opnun þjónustuveitunnar Ísland.is.
8. mars Ráðstefnan Nýtum tímann – Notum
tæknina sem haldin er af forsætis- og
fjármálaráðuneyti í Salnum, Kópavogi.
9. mars Ráðstefna um samskipti frumkvöðla og
fjárfesta sem haldin er af Samtökum
iðnaðarins í Salnum, Kópavogi.
9. mars Tilkynnt verður um afhendingu
Vaxtarsprotans, sérstakra verðlauna til
sprotafyrirtækja sem skilað hafa góðum
árangri, kl. 18:00 í Gerðarsafni, Kópavogi.
8.-11. mars Sýningin Tækni og vit í Fífunni, Kópavogi.
Sýningin er skipulögð af AP almannatengslum
og gefur breiður hópur sýnenda fyrirheit um
góða sýningu. Fjármála- og forsætisráðuneyti
verða meðal sýnenda og kynna m.a. vefinn
Ísland.is og rafræn skilríki.
Nýtum tímann – Notum tæknina
Dagur upplýsingatækninnar, UT-dagurinn, verður haldinn öðru sinni hinn 8. febrúar nk. Í yfirskrift
dagsins, Nýtum tímann – Notum tæknina, endurspeglast áherslur stjórnvalda á að upplýsingatækni
beri að nýta til að einfalda samskipti einstaklinga og fyrirtækja við stjórnsýsluna. Engum dylst lengur
hversu gott verkfæri upplýsingatæknin er til að bæta þjónustu og auka skilvirkni á öllum sviðum. Á
síðustu árum hafa fyrirtæki og stjórnsýsla aukið jafnt og þétt þá þjónustu sem hægt er að sækja
gegnum Internetið. Tækifærin til að gera betur blasa við og Íslendingar standa betur að vígi en
flestar aðrar þjóðir við að nýta tæknina til hins ýtrasta. Stefna stjórnvalda er að stytta þann tíma
sem almenningur og fyrirtæki þurfa að eyða í að sækja sér opinbera þjónustu eða afla upplýsinga.
Samfélagslegur ávinningur er augljós, verkefnin framundan mörg og krefjandi og því verður fróðlegt
að fylgjast með þeim nýjungum sem kynntar verða af þessu tilefni.
Á UT-deginum vil ég hvetja fyrirtæki og stofnanir til að setja sig í spor viðskiptavina sinna og hugleiða
hvernig hægt er að nota tæknina til að bæta þjónustu og nýta tímann betur.
Geir H. Haarde
forsætisráðherra
Dagur upplýsingatækninnar
Forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti standa að undirbúningi UT-dagsins sem haldinn verður 8.
mars 007. Þema dagsins er Nýtum tímann – Notum tæknina og verður lögð áhersla á að vekja
athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar sem verkfæris til að minnka skriffinnsku, spara tíma og
auka hagræði. UT-blaðið er gefið út í tilefni dagsins en ýmislegt fleira verður á döfinni.
UT-dagurinn
Dagskrá í Salnum í Kópavogi 8. mars 2007
1:45 Skráning og afhending ráðstefnugagna
13:10 Ávarp: Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra
13:30 Þegar þér hentar...
Halla Björg Baldursdóttir, verkefnisstjóri í rafrænni stjórnsýslu,
forsætisráðuneyti
13:50 Ísland.is vísar þér veginn
Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri, forsætisráðuneyti
Fjóla Agnarsdóttir, verkefnisstjóri Ísland.is, forsætisráðuneyti
14:10 Rafræn stjórnsýsla í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
14:5 Borgin í einum smelli – sjálfsafgreiðsla á vef Reykjavíkurborgar
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs
Reykjavíkurborgar
14:40 Kaffiveitingar
15:00 Alla leið: Lykill að rafrænu Íslandi
Haraldur Sverrisson skrifstofustjóri, fjármálaráðuneyti
Sæmundur Sæmundsson, stjórnarformaður Auðkennis
15:0 Rafræn skilríki í hnotskurn – hagnýt dæmi um notkun
Haraldur Bjarnason sérfræðingur, fjármálaráðuneyti
15:50 Innkaup án inngripa – rafrænir reikningar og stefna ríkisins í
rafrænum innkaupum
Stefán Jón Friðriksson sérfræðingur, fjármálaráðuneyti
Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur, Fjársýslu ríkisins
16:10 Umræður og lokaorð
16:30 Ráðstefnuslit
17:00 Tækni og vit 007
Ráðstefnugestum er boðið á opnun sýningarinnar Tækni og vit 007
í Fífunni, Kópavogi. Léttar veitingar.
Forsætisráðuneyti Fjármálaráðuneyti