UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 32
3
Lánsumsóknir eingöngu á vefnum
Á sama tíma og greiðslumatið var sett á
vefinn, var lánsumsóknarkerfið í heild sinni
einnig rafvætt. Viðskiptavinir sjóðsins sækja
því um lán á vefsíðu sjóðsins, www.ils.is, eða
á sameiginlegri vefsíðu Íbúðalánasjóðs og
sparisjóðanna, www.ibudalan.is, en þar er
einnig unnt að vinna rafrænt greiðslumat.
Ef viðskiptavinir sjóðsins treysta sér ekki
sjálfir til vinnslu greiðslumats og að sækja
rafrænt um íbúðalán geta þeir leitað til
Íbúðalánasjóðs eða í næsta útibú einhvers
sparisjóðanna og fengið þar aðstoð.
Netsamtöl og rafræn eyðublöð
Eins og áður hefur komið fram komst nýr vefur Íbúðalánasjóðs, sem settur
var í loftið sumarið 2006, á toppinn hjá Íslensku vefverðlaununum. Með
tilkomu vefjarins voru viðskiptavinum sjóðsins boðnir nýir þjónustuþættir
eins og til dæmis netsamtal við þjónustufulltrúa sjóðsins. Þá eru nú öll
eyðublöð sjóðsins, sem ekki krefjast undirskriftar, á rafrænu formi á
vef sjóðsins. Þau sem út af standa þurfa hins vegar að bíða almennrar
innleiðingar rafrænnar undirskriftar á Íslandi.
Þá má nefna að á vefnum er einnig unnt að kalla fram lifandi upplýsingar
um útdregin húsbréf og að sjálfsögðu er vefurinn hlaðinn upplýsingum um
hvaðeina sem viðkemur starfsemi sjóðsins og því sem honum tengist.
Rafræn framtíð Íbúðalánasjóðs
Íbúðalánasjóður hefur sett sér það markmið að vera í fremstu röð hvað
varðar rafvædda þjónustu og mun að sjálfsögðu halda áfram á þessari
braut vefvæðingar. Hinn 1. febrúar síðastliðinn voru opnuð tilboð í nýtt
afgreiðslukerfi fyrir sjóðinn þar sem meðal annars er stefnt að því að
samstarfsaðilar sjóðsins hafi beinan vefaðgang að upplýsingum, stöðu og
vinnslu umsókna.
Umsóknarferlið alfarið rafrænt
Nýr og endurbættur vefur Íbúðalánasjóðs, www.ils.is, var valinn í fimm vefja úrslit Íslensku vefverðlaunanna
006 í tveimur flokkum, Besti stofnunar- eða fyrirtækisvefurinn og Besti þjónustuvefurinn. Starfsfólk
Íbúðalánasjóðs er stolt og ánægt með þennan árangur, sem er í takt við það markmið sjóðsins „að
sjóðurinn skuli vera skilvirk, lipur þjónustustofnun, mönnuð hæfu starfsfólki sem vinni að lögbundnum
verkefnum sjóðsins á hagkvæman hátt með tilstuðlan öflugrar upplýsingatækni“.
Íbúðalánasjóður tók stórt skref í rafrænni vefþjónustu við viðskiptavini sína
í desember 2004 þegar róttækar breytingar voru gerðar á greiðslumati
viðskiptavina sjóðsins sem fram að þeim tíma hafði verið unnið af
starfsfólki banka og sparisjóða. Greiðslumatið var þess í stað fært á
vefinn þar sem viðskiptavinir sjóðsins hafa síðan getað gengið sjálfir frá
fullgildu, rafrænu greiðslumati og þannig áttað sig á því hver fjárhagsleg
geta þeirra til íbúðakaupa er.
Samhliða þessu voru settar á vefinn fjölbreyttar, öflugar reiknivélar þar
sem fólk í íbúðakaupahugleiðingum getur gert bráðagreiðslumat, reiknað
mánaðarlega greiðslubyrði af lánum og lánasamsetningum, reiknað
greiðslu- og vaxtabyrði lána, hver áhrif stytting og lenging lána hefur á
greiðslu- og vaxtabyrði lána og síðast en ekki síst borið saman mismunandi
íbúðalán og kosti þess að yfirtaka áhvílandi lán.
Höfundur: Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengsla Íbúðalánasjóðs.
Vefur Íbúðalánasjóðs á toppnum:
Hallur Magnússon.
Hvað gerir gegnir.is fyrir þig?
Gegnir.is er samskrá um 00 íslenskra bókasafna þar sem nálgast má upplýsingar um safnkost þeirra og
sjá upplýsingar um eigin stöðu, til dæmis útlán. Efnissvið spannar allt frá þörfum grunnskólanemenda til
þarfa háskólaprófessorsins.
Í gegnir.is er ekki aðeins að finna bækur heldur einnig tónlistarefni, greinar, kvikmyndir
og tengingar í rafrænar útgáfur hinna ýmsu opinberu stofnana. Sérstakur leitargrunnur
er fyrir lokaverkefni nemenda í íslenskum háskólum. Í nánustu framtíð má vænta fleiri
sértækra leitargrunna á gegnir.is, til að mynda fyrir tónlist og sérstaka notendahópa, til
dæmis börn.
Margvísleg þjónusta
Viðskiptavinir bókasafna geta séð hvaða verk þeir eru með í láni, hvenær þeim skal skilað,
endurnýjað og lagt inn frátektarbeiðnir í sínu safni. Lánþegar safna sem eru í samvinnu
við önnur bókasöfn um millisafnalán, til dæmis háskólabókasöfnin, geta lagt inn beiðnir
um lán frá innlendum svo og erlendum söfnum. Önnur þjónusta í boði er að hægt er að
geyma leit til að auðvelda heimildarvinnu og einnig er mögulegt að safna niðurstöðum í
lista og geyma.
Sjálfsafgreiðsla á döfinni
Stefnt er að því að auka virkni kerfisins í náinni framtíð. Í því sambandi má nefna
uppsetningu á sjálfsafgreiðsluvélum en þar ríður Borgarbókasafnið á vaðið síðar á þessu
ári, fyrst íslenskra bókasafna. Með sjálfsafgreiðsluvélum er lánþegum gert kleift að taka
bækur að láni og skila upp á eigin spýtur. Sjálfsafgreiðsluvélar spara bæði vinnu starfsfólks
bókasafna og auka athafnafrelsi lánþegans.
Höfundar: Harpa Rós Jónsdóttir og Sigrún Hauksdóttir, starfsmenn Landskerfis bókasafna hf.
Samskrá íslenskra bókasafna:
Sigrún Hauksdóttir.Harpa Rós Jónsdóttir.