UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 17

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 17
17 koma skilaboðum eða ábendingum frá sjóðnum á framfæri við umsækjendur, t.d. ef útborgun námsláns hefur strandað vegna þess að námsmaður á eftir að skila inn gögnum. Upplýsingar fyrir greiðendur og ábyrgðarmenn „Mitt svæði“ hefur ekki aðeins að geyma trúnaðarupplýsingar fyrir umsækjendur um námslán. Greiðendur námslána geta nálgast þar upplýsingar um afborganir og skuldastöðu sína og ábyrgðarmenn geta nálgast stöðu þeirra lána sem þeir eru í ábyrgð fyrir. Annar stór hópur sem þangað á erindi eru framhaldsskólanemendur sem eiga rétt á svokölluðum jöfnunarstyrk. Samtals eru það því um 92.000 manns sem geta átt erindi inn á einkasvæði sitt hjá LÍN og nálgast þar persónubundnar upplýsingar. Framundan eru frekari landvinningar og samþætting hinna ýmsu svæða vefjarins. Þjónustuvefur LÍN mun í framtíðinni spara mönnum enn frekar sporin með því að sækja „sjálfvirkt“ fyrir þá upplýsingar og staðfestingar til skóla og annarra helstu samstarfsaðila sjóðsins. Upplýsingar sem snerta um 92.000 Íslendinga Þjónustuvefur LÍN hefur verið í hraðri uppbyggingu síðustu fjögur ár og gert sjóðnum kleift að bæta þjónustuna og mæta mikilli fjölgun lánþega án aukins rekstrarkostnaðar. Vefurinn hefur bæði stytt boðleiðir og aukið öryggi í öllum samskiptum. Viðskiptavinir sjóðsins eiga þess kost að nýta vefinn til persónubundinnar upplýsingaöflunar. Þjónustuvefur LÍN er byggður á gömlum grunni sem var upphaflega hannaður á árunum 1987-1989. Áður en vinna við vefinn hófst var spurning hvort hanna ætti nýjan grunn eða að þróa gamla kerfið og endurnýja það í áföngum. Ákveðið var að fara síðarnefndu leiðina og hefur hún reynst farsæl. Að verulegu leyti er um sérsmíði að ræða og eiga starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins HugarAx hf. stóran þátt í því hvað vel hefur til tekist. „Mínu svæði“ aðgangsstýrt hjá bönkum og RSK Ytri vefur LÍN var endurnýjaður í lok síðasta árs. Hann hefur að geyma almennar upplýsingar um starfsemina og þær reglur sem unnið er eftir, en einnig sértækar upplýsingar, sbr. vefsvæðin „Sent og svarað“ og „Leit að skóla“. Af ytri vefnum komast menn inn á „Mitt svæði“ sem er aðgangsstýrt. Sjóðurinn annast ekki aðgangsstýringuna sjálfur heldur hefur samið um hana við samstarfsaðila, s.s. banka, sparisjóði og RSK. Allir sem hafa aðgang að íslenskum heimabanka eða þjónustusíðu RSK geta þannig tengst þaðan með öruggum hætti inn á „Mitt svæði“. Á „Mínu svæði“ hafa viðskiptavinirnir aðgang að rafrænum eyðublöðum og umsóknum. Með því að fá upplýsingar frá „lokuðu“ svæði er hægt að sannreyna hver sendandinn er og sýna þær persónubundnu upplýsingar sem sjóðurinn ræður þegar yfir (t.d. úr umsókn frá síðasta skólaári). Þannig sparast skráningarvinna og hætta á villum og misskilningi minnkar. Einnig geta umsækjendur séð útreikning á væntanlegu námsláni og yfirlit yfir útborguð lán. Svæðið hefur jafnframt verið notað til að Höfundur: Bergljót Þórðardóttir, deildarstjóri fjármáladeildar LÍN. Þjónustuvefur LÍN: Þjónustuvefur LÍN skiptist í eftirfarandi svæði: • Ytri vefurinn eða vefsíðan (www.lin.is) • „Mitt svæði“ (einkasvæði viðskiptavina sjóðsins) • Starfsmannavefurinn (vinnuumhverfi starfsmanna LÍN) • Skólasvæði (vinnuumhverfi fyrir tengiliði í skólum) • Bankasvæði (vinnuumhverfi fyrir starfsmenn banka) • Lögmannasvæði (vinnuumhverfi fyrir innheimtulögmenn) Bergljót Þórðardóttir. „Mitt svæði“ hefur ekki aðeins að geyma trúnaðarupplýsingar fyrir umsækjendur um námslán. Greiðendur námslána geta nálgast þar upplýsingar um afborganir og skuldastöðu sína og ábyrgðarmenn geta nálgast stöðu þeirra lána sem þeir eru í ábyrgð fyrir.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.