UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 38

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 38
38 grundvöll fyrir rafrænum viðskiptum. Rafræn innkaup krefjast agaðra vinnubragða, þar sem kaupendur jafnt sem seljendur þurfa að leggja sig fram um að koma innkaupum í fastmótað ferli. Stöðlun og sveigjanleiki í miðlun viðskiptaskjala eru þar lykilatriði. Önnur mikilvæg forsenda þess að sýnilegur árangur náist er sú, að unnt sé að gera miðlun viðskiptaupplýsinga, frá pöntun til miðlunar reiknings, alfarið með rafrænum hætti. Þróuð rafræn innkaupakerfi draga ekki aðeins úr viðskiptakostnaði og auka skilvirkni heldur gera þau litlum og meðalstórum fyrirtækjum einnig hægara um vik að bjóða vörur og þjónustu hérlendis og á evrópskum markaði. M.a. í því ljósi hefur ríkið sett sér stefnu sem kynnt verður á UT-deginum 8. mars nk. Markaðstorgið mikilvægt innkaupatæki Velta rafræns markaðstorgs árið 2006 var um 340 m.kr. Þar vega innkaup Landspítala-háskólasjúkrahúss hvað þyngst. Eftirtektarvert er að hlutfallsleg innkaup á rekstrarvörum og lyfjum smærri heilbrigðisstofnana á borð við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Sjúkrahúss Akraness, svo dæmi séu tekin, fara að verulegu leyti fram í gegnum markaðstorgið. Hjá þessum stofnunum hefur bæði skapast mikið hagræði og orðið sparnaður við innkaup. Það stafar ekki hvað síst af skýrri sýn þessara stofnana á gagnsemi þessa innkaupamáta og ríkum vilja til að breyta verklagi við innkaup. Þessi dæmi eru til eftirbreytni fyrir aðrar opinberar stofnanir. Stefnumótun ríkisins um opinber innkaup Að frumkvæði fjármálaráðuneytisins hefur starfshópur skipaður fulltrúum frá ráðuneytinu, Fjársýslu ríkisins og Ríkiskaupum, unnið að stefnumótun um rafræn opinber innkaup. Tekur stefnan m.a. mið af yfirlýsingu sem ráðherrar Evrópusambandsins og EES-ríkjanna gáfu út í nóvember 2005 þar sem sett eru fram markmið sem ætlað er að gera Evrópu leiðandi í notkun upplýsingatækni í heiminum ef þau ná fram að ganga. Þar eru sérstaklega sett fram markmið um að allar opinberar stofnanir í Evrópu geti látið öll innkaup fara fram með rafrænum hætti, ef það er á annað borð heimilt samkvæmt lögum. Einnig er miðað við að 50% af innkaupum innan Evrópusambandsins yfir ákveðnu lágmarki verði rafræn árið 2010. Hvað Ísland varðar, gera drög að stefnu Íslands á þessu sviði ráð fyrir að öll ráðuneyti og stofnanir geti stundað innkaup sín fyllilega með rafrænum hætti fyrir árslok 2009. Það þýðir m.ö.o. að pantanir á grunni samræmdra vörulista, gerð breytinga á pöntunum og loks gerð og sending reiknings, fari fram án þess að grípa þurfi inn í ferlið með handvirkum hætti. Kynnt á ráðstefnu UT-dagsins Það að ríkið geti almennt tekið við rafrænum reikningum frá veitendum vöru og þjónustu á markaði, vegur þar þyngst. Í starfi stefnumótunarhópsins er lögð rík áhersla á að ríki, sveitarfélög og atvinnulíf taki höndum saman um þetta sameiginlega hagsmunamál. Á UT-deginum 8. mars nk. verður stefna ríkisins í rafrænum innkaupum kynnt. Standa vonir fjármálaráðuneytisins til þess að stefnan verði opinberum stofnunum á vegum ríkis og sveitarfélaga hvatning til frekari sóknar og upptöku nýrra vinnubragða við innkaup. Undirstöðurnar þurfa að vera styrkar en ávinningurinn er ljóslega til staðar. Minni kostnaður og aukið hagræði Ríkið hefur undanfarin ár einkum staðið fyrir þremur verkefnum í tengslum við rafræn innkaup. Þau varða þróun og innleiðingu rafræns innkaupakorts, rafræns markaðstorgs (RM) og loks þróun og innleiðingu á vöru- og birgðastýringarkerfi fjárhags- og mannauðskerfa ríkisins (Oracle). Sjö ár eru frá því innkaupakortið var tekið í notkun. Kortið gerir stofnunum kleift að lágmarka umsýslukostnað sinn vegna smáinnkaupa, fækka reikningum og veita stofnunum greinargóðar upplýsingar um innkaup á rafrænu formi. Fyrstu árin gekk hægt að innleiða kortið hjá stofnunum, nokkuð bar á því að þessum innkaupamáta væri vantreyst og tæknilegir erfiðleikar spiluðu þar þátt, auk þess sem notkun og bókun þessara viðskipta krafðist nýs vinnulags. Þegar líða tók á árið 2004 virtist hins vegar sem flestir þessir þættir hefðu verið yfirunnir. Aukning í notkun kortsins hefur farið hraðvaxandi og nam velta kortsins árið 2006 um einum milljarði króna samanborið við 740 m.kr. árið áður. Áætlaður sparnaður ríkisins á ári vegna umsýslu er um 100 m.kr. Segja má að verkefnið hafi því tekist með farsælum hætti þótt árangur hafi látið á sér standa framan af. Í samanburðarkönnun, sem gerð var árið 2005 á vegum Evrópusambandsins á meðal aðildarþjóða og EES-landanna, var verkefnið tekið til sérstakrar kynningar um árangur. Rafrænt markaðstorg (RM) Hinn 15. mars nk. eru liðin fimm ár frá því ritað var undir samning milli fjármálaráðuneytisins og ANZA hf. um þróun og rekstur Rafræns markaðstorgs (RM). Var íslenska ríkið meðal fyrstu þjóða í Evrópu til að bjóða stofnunum hins opinbera upp á þann möguleika að panta vörur á miðlægu markaðstorgi á vefnum, auk þess sem birgjar gátu sent inn upplýsingar um vörur með reglubundnum hætti til birtingar á markaðstorgi RM. Markmið samningsins var að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við innkaup á vörum og þjónustu hjá opinberum aðilum þar sem rammasamningar Ríkiskaupa eru notaðir. Nýlega var birgjum og stofnunum tilkynnt að samningur þessi yrði ekki framlengdur. Um þessar mundir er fjármálaráðuneytið í samvinnu við Ríkiskaup að leita leiða til að tryggja áframhaldandi rekstur innkaupatorgs fyrir ríkisstofnanir, sem starfa mun út yfirstandandi ár, en ráðgert er að nýtt innkaupatorg muni verða boðið út fyrir árslok. Væntingar til torgsins voru miklar í byrjun, m.a. kemur fram í innkaupastefnu ríkisins árið 2002, að ætlunin sé að hagræðing í innkaupum með notkun rammasamninga og rafrænna viðskipta geti numið um 1.100 m.kr. Gert var ráð fyrir að innkaup ríkisins í almennum rekstrar- og sérvörum yrði með rafrænum hætti fyrir lok ársins 2004. Viðurkenna verður að þetta metnaðarfulla markmið hefur enn ekki náð fram að ganga. Sömu sögu er að segja af frændþjóðum okkar, Noregi og Danmörku, en fyrirmynd rafræna markaðstorgsins er m.a. sótt þangað. Nokkrar af þeim ástæðum sem nefndar hafa verið fyrir því að markmiðið náðist ekki, er að skort hefur á nægjanlega útfærða heildarsýn og Höfundur: Stefán Jón Friðriksson sérfræðingur, fjármálaráðuneyti. Rafræn innkaup ríkisins með innkaupakorti og markaðstorgi: Stefán Jón Friðriksson. Stefna Íslands á þessu sviði gerir ráð fyrir að öll ráðuneyti og stofnanir geti stundað innkaup sín fyllilega með rafrænum hætti fyrir árslok 009. Rafræna innkaupastefnan tekur til alls innkaupa- ferlisins, frá upprunakaupum til greiðslu reikninga.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.