UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 12
1
Ísland.is – Einfaldari stjórnsýsla
Auknar kröfur um hagræðingu og auðveldari aðgang að þjónustu opinberra aðila hafa kallað á
stórfelldar umbætur og breytingar í stjórnsýslunni. Ísland.is er eitt mikilvægasta verkefnið í stefnunni um
upplýsingasamfélagið og mikilvægur þáttur í þróun stjórnsýslunnar.
Á vegum forsætisráðuneytisins hefur verið þróuð þjónustuveitan Ísland.is.
Hún er samstarfsverkefni ríkisstofnana, ráðuneyta og sveitarfélaga og eitt
mikilvægasta verkefnið í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið
fyrir árin 2004-2007, Auðlindir í allra
þágu. Markmiðið er að Ísland.is verði eins
konar lykill að íslensku samfélagi þar sem
almenningur og fyrirtæki geti nálgast
hagnýtar upplýsingar, afgreitt sín erindi og
fengið aðgang að málum og upplýsingum
sem varða samskipti þeirra við opinbera
aðila hér á landi. Í fyrstu útgáfu næst stór
áfangi að þessu markmiði og verður vefurinn
þróaður áfram á næstu árum.
Styður og styrkir stefnumörkun
Ísland.is styður og styrkir stefnumörkun stjórnvalda um einföldun í
ríkisrekstri og verkefni sem miða að einföldun stjórnsýslunnar.
• Ísland.is styður við tvö meginmarkmið stefnunnar um Nýskipan í
ríkisrekstri. Annars vegar að skipulag og starfsemi ríkisins verði með
þeim hætti að ríkið geti sinnt skyldum sínum við almenning á eins
hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt og kostur er. Hins
vegar að opinber þjónusta verði svo skilvirk að hún gefi íslenskum
fyrirtækjum forskot í vaxandi alþjóðlegri samkeppni.
• Ísland.is styður einnig við stefnu um Árangursríkan ríkisrekstur en þar
er mjög skýrt fjallað um hagnýtingu upplýsingatækni. Þar kemur fram
að stefnt er að því að íslenska ríkið verði í fremstu röð Evrópuríkja í
nýtingu rafrænnar stjórnsýslu í starfsemi sinni.
• Forsætisráðuneytið hefur forgöngu um verkefnið Einfaldara Ísland
sem er ætlað að leita leiða til að einfalda stjórnsýsluna. Í því verkefni
er litið á Ísland.is sem eitt helsta tækið til að einfalda og samræma
stjórnsýsluna með þarfir almennings í huga. Verkefnisstjórn um rafræna stjórnsýslu, sem hefur það hlutverk að fylgja
eftir stefnu stjórnvalda á sviði rafrænnar stjórnsýslu, hefur komið að
stefnumótun fyrir Ísland.is og hefur skrifstofa upplýsingasamfélagsins
umsjón með gerð þjónustuveitunnar.
Ávinningur
Stærsti ávinningurinn með Ísland.is verður bætt og auðveldara aðgengi að
opinberri þjónustu, lægri kostnaður þeirra sem þurfa að nota þjónustuna
og aukin gæði hennar. Reynslan hefur sýnt að Íslendingar eru duglegir
að nota þá gagnvirku þjónustu sem þegar
er í boði á Íslandi. Hagræði og ávinningur
af rafrænni þjónustu getur verið gríðarlega
mikill eins og þegar hefur sýnt sig, til dæmis
með tilkomu heimabanka og rafrænna
skila skattframtala. Það má því búast við
að almenningur og fyrirtæki muni í ríkum
mæli nýta sér þær upplýsingar og þá
rafrænu þjónustu sem Ísland.is býður upp
á og uppskera þannig aukin þægindi og
fljótvirkari boðleiðir í samskiptum sínum
við opinbera aðila. Það er jú meginmarkmið
Ísland.is.
Ísland.is styður og styrkir
stefnumörkun stjórnvalda
um einföldun í ríkisrekstri og
verkefni sem miða að einföldun
stjórnsýslunnar.
Umönnunargreiðslur til foreldra – 100% rafrænt ferli
Hinn 1. október 2006 hófust umönnunargreiðslur til foreldra á Mitt
Reykjanes en tilgangur þeirra er að gefa fjölskyldum aukinn möguleika
á samvistum á mikilvægu þroskaskeiði barnsins. Greiddar eru kr.
30.000 mánaðarlega til foreldra sem lokið hafa töku fæðingarorlofs og
sækja þeir um greiðslurnar rafrænt á Mitt Reykjanes þar til barnið hefur
leikskólagöngu sína.
Hvatagreiðslur til menningar-, íþrótta- og tómstundastarfs barna
og unglinga
Haustið 2007 hefjast svo hvatagreiðslur til barna og ungmenna til
niðurgreiðslu á menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi á Mitt Reykjanes.
Verkefnið er unnið í samvinnu við menningar-, íþrótta- og tómstundafélög
sem sett hafa sér viðurkennd uppeldismarkmið og geta foreldrar sem
eiga börn á viðkomandi aldri sótt um styrkinn á mittreykjanes.is en á
heimasvæði þeirra birtast upplýsingar um þau námskeið sem í boði eru.
Mitt Reykjanes og aukin rafræn þjónusta skapa íbúum aukinn sveigjanleika
til að afla sér upplýsinga og nýta þjónustu. Við hvetjum íbúa okkar til þess
að nýta sér það tækifæri.
Aukin þjónusta og
lýðræðislegri stjórnsýsla
Á örfáum árum hafa orðið miklar breytingar á íslensku samfélagi vegna þróunar á sviði upplýsinga- og
fjarskiptatækni. Grunngerð samfélagsins mun áfram taka breytingum á upplýsingaöld þar sem menntun
og þekking eru lykilatriði. Rafræn stjórnsýsla mun auka lýðræði og tengsl við íbúa en hún mun að sama
skapi kalla á byltingu í öllu verklagi.
Fyrsta skrefið í rafrænni þjónustu við íbúa Reykjanesbæjar var útgáfa
á upplýsingavefnum reykjanesbaer.is árið 1997. Í framhaldi var lögð
áhersla á skipulagða og rafræna skráningu erinda með innleiðingu á
skjalavistunarkerfinu GoPro sem tekið var í notkun 1.
janúar 1999. Sú skráning hefur auðveldað stjórnsýslunni
að gera starfsemina gagnsærri og miðla upplýsingum.
Vefurinn er í eðli sínu lýðræðislegur og eitt af markmiðum
upplýsingavefs Reykjanesbæjar er að stuðla að gagnsæjum
og faglegum stjórnsýsluháttum með gagnvirkum hætti.
Þannig bætir bæjarfélagið þjónustu sína með því að
auðvelda aðgengi að upplýsingum um starfsemi þess og
þjónustu. Þá gerir vefurinn bæjarfélaginu kleift að nálgast
og safna upplýsingum frá íbúum og öðrum notendum.
Mitt Reykjanes – rafrænn íbúavefur í mótun
Mitt Reykjanes er gagnvirkur íbúavefur sem tekinn var í
notkun 10. maí 2006 en þar er áhersla lögð á gagnvirk
samskipti við íbúa sem gefst kostur á að reka erindi sín við stjórnsýslu
bæjarins á rafrænan hátt og fá svör til baka á sama máta. Vefurinn skiptist
í málahluta, samráðshluta og upplýsingar um greiðslustöðu.
Höfundur: Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Rafrænt Reykjanes:
Árni Sigfússon.
Höfundur: Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri, forsætisráðuneyti.
Bolli Þór Bollason.