UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 22

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 22
 Fjölbreyttar upplýsingar og þjónusta Það hefur verið sagt að það sé bara tvennt sem sé öruggt í þessum heimi og það séu skatturinn og dauðinn. Segja má að annað af þessu hafi orðið öllu bærilegra á undanförnum árum. Nú fer sá tími í hönd þegar fólk á gjarna notalega kvöldstund fyrir framan tölvuna með bolla af heitu súkkulaði og fyllir út skattframtalið sitt. Reyndar þarf næsta lítið að fylla út, því yfir 80% upplýsinga á framtalinu eru ýmist áritaðar eða hægt að senda inn rafrænt úr vefbönkum. Framtal síðasta árs, sem sumir þurftu alltaf að leita dauðaleit að áður en hafist var handa, er nú aðgengilegt með einum músarsmelli. Kannski má segja að þessi notalega kvöldstund taki allt of skjótt af. Sumir hafa því brugðið á það ráð að hjálpa pabba og mömmu og jafnvel líka afa og ömmu að telja fram. Fullbúið framtal Ríkisskattstjóri á gott samstarf við fjölda stofnana, fyrirtækja og nú síðast bankana vegna framtalsgerðar. Er nú svo komið að það er ekki lengur fjarlægur draumur að fólk fái svohljóðandi tölvupóst í byrjun mars eins og einn pennavinur okkar lagði til: „Kæri viðtakandi. Skattframtal þitt hefur verið fyllt út og er aðgengilegt á skattur.is. Viljir þú gera athugasemdir við framtalið er kærufrestur 30 dagar.“ Upplýsingaveita Þær opinberu stofnanir sem ríkisskattstjóri á samstarf við, eiga flestar mikil samskipti við almenning. Í gagnabönkum þessara stofnana er mikið magn upplýsinga sem varða almenning og fyrirtæki og þessir aðilar vilja gjarnan hafa aðgang að. Iðulega er ekki hlaupið að því að veita fólki aðgang að þessum upplýsingum, þar sem tryggja þarf að óviðkomandi komist ekki í þær. Það er hins vegar grundvallarsjónarmið í upplýsingasamfélagi að fólk á rétt á að fá að vita hvað er skráð um það og þeirra hagsmuni í opinberum skrám án óþarfa hindrana og kostnaðar. Ríkisskattstjóri er í þeirri einstöku stöðu að vera í öruggu rafrænu sambandi við þorra landsmanna. Það samband er nýtt af ríkisskattstjóra og samstarfsstofnunum til þess að veita almenningi fjölþætta rafræna þjónustu í krafti traustrar auðkenningar. Upplýsingar í boði á þjónustusíðu á skattur.is • Þín ökutæki (Umferðarstofa) • Þínar fasteignir (Fasteignamat) • Þín staða hjá ríkissjóði (Fjársýsla) • Þín námslán (LÍN) • Þínar bætur (Tryggingastofnun) • Þín félög (Fyrirtækjaskrá RSK) • Þín staðgreiðsla (RSK) • o.fl. Gögn eru sótt eftir hendinni til samstarfsstofnana með vefþjónustum og því eru upplýsingar sem birtar eru viðskiptavini ávallt nýjar og í samræmi við gögn viðkomandi stofnunar. Sé viðskiptavinur á höttunum eftir frekari þjónustu frá stofnun er eðlilegast að hann sé framsendur frá þjónustusíðu ásamt staðfestingu á auðkenningu til viðkomandi stofnunar. Slík framsending er þegar komin í gagnið fyrir viðskiptavini LÍN og gagnvart leyfisveitingakerfi dómsmálaráðuneytis. Fleiri framsendingar eru í pípunum. Ísbrjótur Þjónusta og auðkenning ríkisskattstjóra, sem og aðgengi að upplýsingum annarra stofnana hefur gefið fólki innsýn í þá gríðarlegu möguleika sem felast í rafrænni stjórnsýslu. Segja má að þetta hafi verið ísbrjótur fyrir rafræna þjónustuveitu ríkisins, Ísland.is, sem verður opnuð á næstu dögum. Auðkenning ríkisskattstjóra hefur árum saman byggst á veflyklum, en á næstunni verður einnig boðið upp á auðkenningu með rafrænum skilríkjum, sem dreift verður á debetkortum bankanna. Þjónustusíðan þín á skattur.is: Höfundur: Bragi L. Hauksson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar hjá embætti ríkisskattstjóra. Ríkisskattstjóri er í þeirri einstöku stöðu að vera í öruggu rafrænu sambandi við þorra landsmanna. Það samband er nýtt af ríkisskattstjóra og samstarfsstofnunum til þess að veita almenningi fjölþætta rafræna þjónustu í krafti traustrar auðkenningar. Þjónustusíðan þín FRAMTAL OG ÁLAGNINGGAGNASKIL SKATTSKIL /v ef sk il /v ef sk il Virðisaukaskattsskýrsla Eintak skattstjóra Kr. A Skattskyld velta án VSK í 24,5% þrepi B Skattskyld velta án VSK í 14% þrepi C Undanþegin velta, svo sem útflutningur D Útskattur E Innskattur F Álagning (D-E) G Álag á vangreiddan virðisaukaskatt Til greiðslu Inneign VSK nr. Skattstjóri Kennitala - nafn - heimili - póststöð rekstraraðila Undirritaður staðfestir að skýrsla þessi er gefin eftir bestu vitund og er í fullu samræmi við fyrirliggjandi gögn. Uppgjörstímabil Gjalddagi Skilamáti Sveitarfélag Dagsetning Undirskrift Vi rð is au ka sk at t s ka l g re ið a hj á in nh ei m tu m ön nu m rí k- is sj óð s eð a í bö nk um o g sp ar is jó ðu m . Sk ýr sl a sk al fy lg ja g re ið sl u. N úl ls ký rs lu m m á sk ila á s öm u st öð um . In ne ig na rs ký rs lu r s ka l a llt af s en da b ei nt ti l s ka tts tjó ra . RSK 10.09 H (F+G) Til þess að skil teljist fullnægjandi verður eintak skattstjóra að vera útfyllt. RSK /v ef sk il /v ef sk il Skilagrein staðgreiðslu af launum Eintak innheimtumanns Kr. Kennitala Nafn - heimili - póststöð launagreiðanda Undirritaður staðfestir að skýrsla þessi er gefin eftir bestu vitund og er í fullu samræmi við fyrirliggjandi gögn. Greiðslutímabil Dagsetning Undirskrift Sk il á st að gr ei ðs lu s ka l i nn a af h en di h já in nh ei m tu - m ön nu m r ík is sj óð s eð a í b ön ku m o g sp ar is jó ðu m . RSK 5.12 Til þess að skil teljist fullnægjandi verður eintak innheimtumanns að vera útfyllt. A Staðgreiðsla og trygginga- gjald samtals (B+C+D) B Staðgreiðsla af greiddum launum C Staðgreiðsla af reiknuðu endurgjaldi D Tryggingagjald E Heildarfjárhæð greiddra launa F Reiknað endurgjald greiðanda Engin laun greidd á tímabilinu G Samtala til afstemmingar (A+B+C+D+E+F) RSK                                              ­€€‚    ƒ  „…       †€‚‡ ˆ ‰  ‰€   Š     ‹ ‡ ­ ‡  ‰ ‰   ‰ Šƒ‡ƒŒ    Ž  ƒƒ‡ ‘€   „ Œ  ­ŒŒ €  ’‡ ’  ‰      ‡ € “‡‰ ” Ž€‡ •                                   Œ  †…  – Œ Š              Ž• — Š •  ‘ ˜– ™ — ‘ š ›› œ  ­‡ Upplýsingar um hluthafa/eiganda Kennitala Nafn og heimilisfang Upplýsingar um hlutafélag (eða sparisjóð) 01 Kennitala forráðanda ef eigandi er barn Útg. jöfnunarhlutabréf á árinu76 Hlutafjáreign í árslok77 Greiddur arður á árinu78 Staðgreiðsla af arði79 Endurmat stofnfjár á árinu80 Stofnfjáreign í árslok81 Greiddur arður á árinu84 Staðgreiðsla af arði86 Hlutabréf Stofnfjárbréf sparisjóðanna Nafn hlutafélags og kennitala    05 01 · O D D I Frumrit: Til skattstjóra 1.1 SKATTFRAMTAL 2007 Kennitala framteljanda Sveitarfélag lögheimilis 31. des. 2006 Kennitala maka Skattframtalið berist Fyllist út af skattstjóra Einstætt foreldri Fjölskyldumerking Athugasemdir Slysatrygging við heimilisstörf Setjið X í reitinn ef óskað er slysatryggingar. Nafn - póstfang Ef framteljandi er einstætt foreldri skal staðfesta það með því að setja X í þennan reit. Sjá nánari skýringar í leiðbeiningum. 1 Börn fædd 1989 og síðar, með lögheimili hjá framteljanda í lok árs 2006 Framteljandi þarf að yfirfara og leiðrétta upplýsingar um börn á framfæri hans. Almennar upplýsingar UPPLÝSINGAR FRÁ SAMSTARFSSTOFNUNUM

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.