UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 29
9
þjónustugátt fyrir rafveitufyrirtæki tilkynna fyrirtækin um verðbreytingar á
rafmagni sem birtist í reiknivél fyrir samanburð á raforkuverði. Stefnt er að
því að veita fleiri viðskiptamannahópum kost á að stofna slíkar sérhæfðar
gáttir eftir því sem ástæða þykir til í framtíðinni, til dæmis lögmönnum og
eigendum eftirlitsskyldra mælitækja.
Nafnlausar ábendingar
Í samræmi við eftirlitshlutverk Neytendastofu með löggjöf er mikilvægt
að hún fái ábendingar frá almenningi ef ástæða er til að ætla að réttindi
eða öryggi neytenda lögum samkvæmt séu ekki virt. Af þeirri ástæðu
gefst viðskiptamönnum einnig kostur
á að senda nafnlausar ábendingar til
stofnunarinnar um allt er varðar þá
málaflokka sem hún annast eftirlit með.
Rafræn Neytendastofa gegnir lykilhlut-
verki við þróun stjórnsýsluhátta hennar
og aðlögun að nýjum samskiptaháttum
milli stjórnvalda og almennings. Notkun
upplýsingatækninnar í þágu opinberrar
stjórnsýslu er til þess fallin að unnt verði
að veita aðgengilegri og betri þjónustu
en áður hefur verið gert. Neytendastofa
vill hvetja almenning til þess að nýta sér þá þjónustu sem stofnunin veitir.
Á heimasíðunni, www.neytendastofa.is, eru ítarlegar upplýsingar um ýmis
mál er snúa að öryggi og réttindum neytenda og greið leið að stjórnsýslu
stofnunarinnar.
Neytendastofa treystir öryggi og
réttindi neytenda í viðskiptum
Hlutverk Neytendastofu er að treysta öryggi og réttindi neytenda í viðskiptum og annast framkvæmd laga
um neytendavernd. Upplýsingamiðlun er þáttur í neytendavernd og virkt eftirlit Neytendastofu felst einnig
í því að taka við fyrirspurnum og ábendingum ef lögum er ekki framfylgt.
Auk þess tekur Neytendastofa ákvarðanir um hvort hættuleg vara skuli
afturkölluð af markaði eða öðrum viðurlögum beitt í tilefni af brotum.
Viðskiptamenn eru því allur almenningur á Íslandi, þ.e. neytendur og ýmsir
hópar úr atvinnulífinu, t.d. lögmenn, eigendur eftirlitsskyldra mælitækja og
rafverktakar.
Rafræn þjónustugátt viðskiptamanna
Opin og greið leið fyrir viðskiptamenn Neytendastofu að stjórnsýslu
stofnunarinnar er lykill að árangursríku starfi í þágu þeirra. Neytendastofa
hefur því á heimasíðu sinni, www.neytendastofa.is, opnað rafræna
þjónustugátt undir heitinu Rafræn Neytendastofa þar sem hægt er
að leggja inn ábendingar og erindi til stofnunarinnar. Á skjótvirkan
og einfaldan hátt geta neytendur og aðrir viðskiptamenn hennar haft
fullkomið yfirlit um stöðu erinda sinna í gegnum almenna þjónustugátt,
sem þeir hafa einir aðgang að. Eigin málaskrá heldur utan um öll samskipti
gagnvart Neytendastofu og úrvinnslu erinda. Skilaboð berast sjálfvirkt
með tölvupósti til skráðra viðskiptamanna þegar erindi eru móttekin, hvaða
starfsmaður hefur tekið erindi til úrvinnslu og upplýsingar um afgreiðslu.
Sérhæfð viðskiptamannagátt – rafverktakar
Hlutverk Neytendastofu er m.a. að annast eftirlit með öllu er varðar
rafmagnsöryggismál og eru mikil samskipti milli rafverktaka og
stofnunarinnar. Nú þegar hefur verið þróuð sérhæfð þjónustugátt fyrir
þennan hóp viðskiptamanna á heimasíðunni. Sérhver rafverktaki landsins
hefur þar sína eigin þjónustugátt sem hefur að geyma yfirlit um öll skjöl er
varða starf hans, s.s. lög, reglur og önnur gæðaskjöl. Í gegnum sérstaka
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu:
Samstarfsaðili við þróun og innleiðingu á Rafrænni Neytendastofu
er Idega hugbúnaður hf.
Neytendastofa hefur opnað rafræna
þjónustugátt á heimasíðu sinni,
www.neytendastofa.is, undir heitinu
Rafræn Neytendastofa þar sem
neytendur geta lagt inn ábendingar
og erindi til stofnunarinnar.
����������
����������
�����������������
�������������
Tryggvi Axelsson.