UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 36

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 36
36 Sjálfsafgreiðsla borgaranna sparar þúsundir vinnudaga á ári Upplýsingatækniverkefni dóms- og kirkjumálaráðuneytis undanfarin ár eru mörg en hér verður aðeins gerð grein fyrir ákveðnum verkefnum Þjóðskrár og verkefni um rafrænt þjónustulag sem ráðueytið hefur haft forgöngu um. Verkefnin tengjast beint og óbeint verulegu almennu hagræði, samþættingu upplýsingakerfa og fjárhagslegum sparnaði fyrir borgarann og stjórnsýsluna. Þessi verkefni hafa auk þess mikil hliðaráhrif á þann umhverfisvænleika sem upplýsingatæknisamfélagið skapar. Meðal fjölbreyttra verkefna á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins hefur markvisst verið unnið að endurskoðun á þjónustu við borgara, endurnýjun og endurbótum á upplýsingakerfum, verklagsreglum og verkferlum því tengdu. Björn Bjarnason ráðherra hefur um langt skeið sýnt þessum málum sérstakan áhuga og verið óhræddur við að leggja upp með og móta nýjar stefnur. Í þeim tilgangi að auka faglega sérhæfingu og mæta kröfum borgaranna varðandi þjónustustig og gæði hefur þurft og verður að staðla upplýsingar og skráningarmál og bæta aðgengi að þeim. Þannig er upplýsingatækni meðvitað notuð til að gera stjórnsýsluna skilvirkari. Þörf á pappírsviðskiptum lágmörkuð Ýmsar rekstrar- og skipulags- breytingar hafa verið gerðar á upplýsingatæknimálum ráðu- neytisins. Það hefur fyrst og fremst verið gert til að mæta hinum nýju kröfum og til að undirbúa stóraukna rafræna þjónustu gagnvart almenningi, stofnunum og fyrirtækjum landsins. Höfuðmarkmiðið er að lágmarka þörf á pappírsviðskiptum á sem flestum þjónustustigum án þess að það komi niður á öryggi eða gæðum veittrar þjónustu. Í þessu sambandi má nefna að ný vegabréf eru nú gefin út í algjörlega pappírslausu umsóknar- og framleiðslukerfi sem hefur stytt meðalafgreiðslutíma vegabréfa úr 10 dögum í 2 virka daga auk þess sem framleiðslan krefst mun minna vinnuframlags en áður. Loks hefur umstang borgaranna minnkað í umsóknarferlinu og verulegur tími sparast. Þjóðskrá í stöðugri þróun Rekstur og ábyrgð á þjóðskránni heyrir undir Þjóðskrá sem frá því um mitt síðasta ár hefur verið sjálfstæð rekstrareining dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en til margra ára þar áður var verkefnið hjá Hagstofunni. Langt er síðan Þjóðskrá okkar Íslendinga þróaðist í það að vera eitt mikilvægasta og mest notaða upplýsingagagnasafnið á landsvísu en ótal kerfi stjórnsýslunnar og stærri sem smærri fyrirtækja landsins tengjast henni á einn eða annan máta. Upplýsingar um persónulega hagi einstaklinga eru stöðugt að breytast og gagnasafn Þjóðskrár inniheldur í dag upplýsingar um yfir 450.000 einstaklinga. Árlega berast Þjóðskránni skriflega um 25-30.000 tilkynningar um búsetuflutninga allt að 60 þúsund einstaklinga. Til viðbótar fær Þjóðskráin yfir 15.000 aðrar þjónustubeiðnir varðandi skráningarmál. Þá eru ótalin ýmis vottorð sem Þjóðskráin gefur út samkvæmt skriflegum beiðnum. Umsýsla og utanumhald tölvuvæddrar þjóðskrár er og hefur verið í stöðugri þróun. Samvinna og aukin samþætting gagnaskráa við innlendar og erlendar stofnanir er þegar staðreynd. Má þar m.a. nefna samnorrænt flutningsvottorð og rafræna samnorræna úrvinnslu þess. Undantekningalítið í dag er kennitala einstaklings hvergi slegin inn í tölvukerfi án þess að frekari upplýsingar um viðkomandi séu ekki sóttar í Þjóðskrána. Upplýsingatækniverkefni dóms- og kirkjumálaráðuneytis: Höfundar: Þorsteinn Helgi Steinarsson, rafmagnsverkfræðingur MSc, og Sigurður Jónasson ráðgjafi. Árlega berast Þjóðskránni skriflega um 5-30.000 tilkynningar um búsetuflutninga allt að 60 þúsund einstaklinga. Til viðbótar fær Þjóðskráin yfir 15.000 aðrar þjónustubeiðnir varðandi skráningarmál.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.