UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 30

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 30
30 Ótvírætt gildi fyrir nemendur og kennara Stafrænt og gagnvirkt námsefni í íslensku, stærðfræði, ensku og dönsku er um þessar mundir í framleiðslu á vegum menntamálaráðuneytisins. Námsefnið verður aðgengilegt á Netinu og öllum opið skólaárið 007- 008. Einkum er gert ráð fyrir að það nýtist á mörkum skólastiga og stuðli að nýbreytni í námi og kennslu. Námsefninu verður fylgt úr hlaði með kynningum og námskeiðum. Menntamálaráðuneyti og Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagið styrkja stafræna námsefnisgerð um samtals 62 milljónir króna með verkefni sem var undirbúið árið 2005. Styrkveiting var auglýst árið 2006 en nefnd tilskipaðra kennslufræðinga valdi úr umsóknum. Niðurstöður voru þær að veita styrki til níu verkefna vegna námsefnisgerðar í íslensku, þriggja í stærðfræði, þriggja í ensku og ein umsókn hlaut styrk vegna námsefnis í dönsku. Auk þess bauðst skólum að taka þátt í verkefni sem byggðist á þróaðri notkun upplýsingatækni og samtímasamskiptum vorið 2006. Menntamálaráðuneyti fól Menntagátt að hafa umsjón og eftirlit með vinnslu námsefnisins. Upplýsingar um styrkþega og framvindu við námsefnisgerðina eru á vefnum menntagatt.is. Framsækið efni Tæknin er í sífelldri þróun og því er nauðsynlegt að námsefni aðlagist breytingum á aðstæðum, nýti sér nýja tækni og styðji við framsækna kennsluhætti. Gildi stafræns og gagnvirks námsefnis er af kennurum talið ótvírætt vegna þess að það er aðgengilegt og auðvelt að nálgast það ef upplýsingatækni er á annað borð til staðar. Nemendur sjá einnig kosti við að nýta efnið í heimanámi og foreldrum gefst tækifæri til að fylgjast með framvindu barna sinna. Kennslufræðingar og tæknilegir sérfræðingar koma að vinnu við námsefnið sem styrkt var því gerð var krafa um vandað efni og aðgengilega framsetningu. Áhersla er lögð á gagnvirkni, tæknilega útfærslu, útlit og kennslufræði í beinum tengslum við markmið námskráa. Aðgengilegt á Netinu Með gagnvirku námsefni á Netinu kemur upplýsingatækni að raunverulegu gagni við nám og kennslu án þess að vera viðbót við það fyrirkomulag sem fyrir er. Vegna fyrirhugaðra kynninga á námsefninu sem verið er að vinna og leiðbeiningum um nýtingu þess má vænta þess að notkunin verði útbreidd. Námsefnið sem hlaut styrk verður öllum aðgengilegt á Netinu í að minnsta kosti eitt ár frá afhendingu, skólaárið 2007-2008. Á skólavef menntamálaráðuneytisins, menntagatt.is, er vísað á öll verkefnin og eru nokkur þeirra tilbúin og aðgengileg öllum. Gagnvirkt námsefni á Netinu: Höfundur: Jóna Pálsdóttir, deildarstjóri á upplýsinga- og þjónustusviði menntamálaráðuneytis.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.