UTBlaðið

Tölublað

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 8

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 8
8 Farsímanotkun möguleg á öllum hringveginum í árslok Unnið er að því að hrinda í framkvæmd fjarskiptaáætlun áranna 005 til 010. Þrjú aðalmarkmið hennar eru að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðatengingum á þessu ári, að GSM-farsímaþjónustan verði aðgengileg á hringveginum, helstu stofnvegum og nokkrum ferðamannasvæðum og að dagskrá RÚV verði dreift stafrænt um gervihnött til sjómanna og strjálbýlla svæða. Þegar hefur verið gengið frá samningum varðandi þéttingu GSM- farsímanetsins og útsendingum á dagskrá RÚV um gervihnött. Þriðja verkefnið, sem er að koma á háhraðatengingu á landsvæðum sem ekki njóta hennar í dag, er þegar hafið og er stefnt að því að auglýsa megi útboð á fyrri hluta ársins. Eins og fyrr segir hefur stjórn fjarskiptasjóðs stýrt undirbúningi verkefna fjarskiptaáætlunar. Formaður stjórnar er Friðrik Már Baldursson og starfsmaður stjórnar kemur úr samgönguráðuneytinu. Stjórnin hefur leitað samráðs og aðstoðar Póst- og fjarskiptastofnunar og Ríkiskaupa eftir því sem þörf hefur krafið. Hringvegurinn er fyrstur Þéttingu GSM-farsímanetsins er skipt í tvo áfanga. Fyrri áfanginn snýst um að þétta farsímanetið á hringveginum, fimm fjallvegum og hluta Barðastrandarsýslu. Alls er þetta um 500 km vegalengd á þjóðvegakerfinu. Eins og farsímanotendur vita hafa verið gloppur í farsímakerfinu á hringveginum og lengsti kaflinn þar sem GSM-þjónustu hefur ekki notið til þessa er á Möðrudalsöræfum, um 80 km kafli. Í síðari áfanga verður síðan ráðist til atlögu við að þétta farsímanetið á stofnvegum og nokkrum ferðamannasvæðum. Unnið er að greiningu svæða sem ná þarf til og eru það kaflar um landið allt. Stefnt er að því að auglýsa útboð á fyrri hluta ársins. Fyrri áfanginn var boðinn út á liðnu hausti og bárust þrjú tilboð. Tvö voru frá Símanum hf., annað frávikstilboð, og eitt frá Og fjarskiptum sem var nokkru hærra en bæði tilboð Símans. Verktíminn var einnig styttri hjá Símanum. Samið var við Símann 12. janúar síðastliðinn og er samningsupphæðin 565 milljónir króna. Verkið er þegar hafið og á því að ljúka á 12 mánuðum. Tilkynnt verður reglulega hvar þjónustunni verður komið á eftir því sem verkinu miðar áfram. Dreifing dagskrár RÚV um gervihnött Eitt verkefni fjarskiptasjóðs er að sjá um að sjónvarps- og útvarpsdagskrá RÚV verði dreift með stafrænum hætti um gervihnött til sjómanna á miðum við landið og strjálbýlla svæða landsins. Skrifað var 1. febrúar undir samning við Telenor á grundvelli svonefnds samningskaupaferlis um að annast verkefnið. Þrjú tilboð bárust, öll frá erlendum aðilum. Stjórn fjarskiptasjóðs leitaði samstarfs við Ríkisútvarpið um verkefnið og óskað var eftir aðstoð Ríkiskaupa við undirbúning og framkvæmd samningskaupaferilsins. Verkið var ekki útboðsskylt þar sem það fellur ekki undir lög um opinber innkaup eða innkaupatilskipanir. Ákveðið var því að viðhafa aðferðafræði samningskaupa til að tryggja að þjónustan fengist af sem mestum gæðum og fyrir sem hagstæðast verð. Valdir voru í september síðastliðnum 9 aðilar til þátttöku og gefinn frestur fram í nóvember til að senda tilboð. Tilboð bárust frá Eutelsat, Intelsat og Telenor. Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er kringum 150 milljónir króna á næstu þremur árum. Neytendum á afmörkuðum svæðum stendur þegar til boða stafrænt sjónvarp sem dreift er með ýmsum hætti með þræði eða þráðlaust. Nauðsynlegt þykir að sjófarendur og íbúar strjálbýlli svæða sem ekki njóta í dag fullnægjandi þjónustu eigi einnig möguleika á að ná stafrænt í gegnum gervihnött sjónvarpsdagskrá RÚV og dagskrá Rásar 1 og 2. Til að ná sendingunum þarf gervihnattadisk, sem stilla þarf nákvæmlega í átt til gervihnattarins Thor 2, sem er í suðsuðausturátt um það bil 15 gráður yfir sjóndeildarhring, en nokkuð breytilegt eftir hvar er á landinu. Við diskloftnetið þarf gervihnattaviðtæki, sem tekið getur við þessum sendingum, og viðtækið þarf að hafa rauf fyrir aðgangskort samkvæmt Conax-myndlyklakerfinu, því útsendingarnar verða í læstri dagskrá vegna rétthafasamninga RÚV. Aðgangskort verður hægt að fá hjá Ríkisútvarpinu. Stefnt er að því að útsendingar hefjist í byrjun apríl næstkomandi og þá eiga almenningur í hinum dreifðu byggðum og sjómenn að geta farið að nýta sér þjónustuna. Allir hafi aðgang að háhraðaneti á árinu Samkvæmt fjarskiptaáætlun er stefnt að því að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðaneti á þessu ári. Samkvæmt því er ráðgert að bjóða út uppbyggingu á háhraðaþjónustu á næstu mánuðum. Unnið er að því að kortleggja hvar háhraðatenging er ekki fyrir hendi og hvaða kröfur á að gera til þjónustu. Samkvæmt bráðabirgðatölum eru í dag 1.603 lögbýli í dreifbýli án háhraðatengingar og 69 til viðbótar í þéttbýli. Það þýðir að um 6.300 manns hafa ekki möguleika á háhraðatengingum. Fyrir rúmum tveimur árum var þessi fjöldi um 22 þúsund. Næsti liður í greiningunni er að fara yfir málið með markaðsaðilum og kanna hvar þeir hyggja á frekari uppbyggingu. Í framhaldinu verður ljóst hvaða svæðum fjarskiptasjóður muni stuðla að uppbyggingu á. Fjármögnun Fjarskiptaáætlun er fjármögnuð með 2,5 milljarða króna framlagi sem er hluti af söluandvirði Símans hf. Til ráðstöfunar á þessu ári verða tæplega 1,5 milljarðar króna og síðan 500 milljónir á næsta ári og sama upphæð þarnæsta ár. Fjarskiptasjóður hefur ,5 milljarða króna fyrir verkefni fjarskiptaáætlunar: Samkvæmt fjarskiptaáætlun er stefnt að því að allir landsmenn sem þess óska hafi aðgang að háhraðaneti á þessu ári. S-1 Fróðárheiði S-2 Steingrímsfjarðarheiði H-1 Fornihvammur H-3 Vatnsdalur H-4 Bólstaðahlíð H-5 Norðurárd - Öxnad H-2 Vatnsnesfjall (sunnanv) H-7 Mývatnsöræfi H-6 Másvatn S-3 Þverárfjall S-5 Fagridalur S-4 Fjarðarheiði H8-Breiðdals heiði H-9A StreitiH-9B Berufjörður H-10A Alftafjörður H-10B Hvalnesskriður H-15B Vík r S-6 Flatey -Barðaströnd H-11 Papafjörður- Almannaskarð H-14 Fljótshverfi - Síða H-13 Hof Ný GSM þjónustusvæði Kort útg. 2.2 -2006-09-29 Svæði sem bæta á þjónustu eru merkt með rauðu. Ath. að merkingar eru eingöngu til leiðbeiningar en nákvæmar upplýsingar koma fram í útboðsgögnum H-6B Víkurskarð H-15 Mýrdalur - Sólheimasandur Vegkaflar í útboði sem fór fram á árinu 2006.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað: UT blaðið (03.03.2007)
https://timarit.is/issue/382085

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

UT blaðið (03.03.2007)

Aðgerðir: