UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 21

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 21
Framtíðin er í okkar höndum í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í tengslum við Tækni og vit 2007 Ráðstefna föstudaginn 9. mars frá 8:30 til 12:00: Samskipti fjárfesta og frumkvöðla Nánari upplýsingar, dagskrá og skráning á www.si.is Samtök iðnaðarins og aðildarfélög efna til ráðstefnu um samskipti fjárfesta og frumkvöðla í tengslum við sýninguna Tækni og vit 2007. Áhugaverðir gestir flytja erindi og valinkunnir einstaklingar úr röðum fjárfesta og frumkvöðla taka þátt í pallborðsumræðum. Á meðan frumkvöðlar vinna hörðum höndum að gróður- setningu góðra hugmynda, í harðgerðu landslagi nútímans, er mikilvægt að faglegir fjárfestar komi að ræktunarferlinu og stuðli að lífvænlegum vaxtarskilyrðum á Íslandi. En eru menn að uppskera eins og til var sáð? Geta bætt samskipti fjárfesta og frumkvöðla aukið vaxtarhraða og þroska sprotafyrirtækja sem leiðir til betri uppskeru og arðsemi þegar á markað er komið? Hverju hafa fjárfestingar í sprotum skilað? Hvað einkennir góðan sprota? Hvað á að taka langan tíma að byggja upp arðsemi? Hvaða samskiptaleiðir eru í boði? Ráðstefnan fer fram föstudaginn 9. mars frá 8:30 til 12:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Tekið er við skráningum á www.si.is, en einnig er hægt að senda tölvupóst á skraning@si.is eða hringja í síma 591 0100. Tilkynna þarf þátttöku fyrir lok miðvikudags 7. mars næstkomandi. Almennt ráðstefnugjald er kr. 7.900 og fyrir aðildarfyrirtæki SI kr. 5.900. Innifalinn er aðgöngumiði að sýningunni Tækni og vit 2007. Dagskrá: Samtök sprota- fyrirtækja Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja Samtök upplýsinga- tæknifyrirtækja Móttaka gesta, afhending gagna og morgunverður Setning Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður hjá Samtökum iðnaðarins Reynsla frumkvöðuls: Stofnun, rekstur og framtíð alþjóðlegs hugbúnaðarfyrirtækis Jon S. von Tetzchner, framkvæmdastjóri Opera Software Frumkvöðlar í þekkingarfyrirtækjum Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Mentor og stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja Samvinna - lykill að árangri Dr. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Brúar - fjárfestingafélags Kaffihlé Tengjum frumkvöðla og fjárfesta - Connecting Startups and Investors Andrew McNair, framkvæmdastjóri tengslanetsins Connect Scotland Pallborðsumræður Fundarstjóri og stjórnandi pallborðs: Eggert Claessen, formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja Ráðstefnulok Dr. Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Brúar - fjárfestingafélags Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, stofnandi og stjórnarmaður Marorku og formaður Samtaka sprotafyrirtækja Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Jon S. von Tetzchner, framkvæmdastjóri Opera Software Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og stjórnarformaður Mentor og stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris - fjárfestingafélags 8:30 9:00 Davíð Lúðvíksson Jon S. von Tetzchner Vilborg Einarsdóttir Dr. Gísli Hjálmtýsson Andrew McNair Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson Finnbogi Jónsson Þórður Magnússon Eggert Claessen 10:30 12:00 Að lokinni ráðstefnu er gestum boðið að heimsækja bás SI og aðildarfélaga á stórsýningunni Tækni og vit 2007 sem fram fer í Fífunni í Kópavogi dagana 8. til 11. mars.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.