UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 19
Á skilríki.is verður að finna allar helstu upplýsingar um rafræn skilríki. Vefurinn verður
opnaður í nýjum búningi 8. mars næstkomandi. Hann er hugsaður fyrir alla þá sem hafa
áhuga á rafrænum skilríkjum og/eða vilja nýta sér þau: almenning, fyrirtæki og opinbera
aðila.
Á vefnum má nálgast upplýsingar um virkni skilríkjanna, hvernig þau koma handhöfum
að góðum notum og hvernig þeir sem bjóða fram þjónustu geta tengt sig hinum rafrænu
skilríkjum. Þar verður listi yfir alla þá þjónustu þar sem rafræn skilríki gilda nú þegar
og upplýsingar verða fyrirliggjandi fyrir þá sem vilja setja upp þjónustu sem nýtir rafræn
skilríki. Hagnýtar upplýsingar um hvernig uppsetningu í ýmsum kerfum er best háttað
verður þar einnig að finna. Þá verður sett upp á vefnum prufuþjónusta þar sem reyna má
skilríkin með margvíslegum hætti.
Höfundur: Haraldur A. Bjarnason, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu
Alla leið með rafrænum skilríkjum
Nýjustu upplýsingar sýna að íslenska þjóðin er mest nettengda þjóð í heimi. Rafræn samskipti manna á
milli hafa aukist geysilega undanfarin ár og ný boðtæki tekið við af gömlum. Þannig hefur tölvupóstur að
töluverðu leyti rutt úr vegi hefðbundnum pósti, spjallforrit og spjallrásir miðla skilaboðum milli fólks og
notkun Internet-síma eykst hröðum skrefum.
Erfitt getur hins vegar reynst að sannreyna hver samskiptaaðilinn er.
Hver ert þú og hvernig get ég treyst því að þú sért sá sem þú segist
vera? Hvernig get ég treyst því að tölvupósturinn sé ekki falsaður eða að
viðmælandinn á spjallinu sé sá sem hann segist vera?
Í stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007 segir:
„Stefna ber að því að notkun rafrænna skilríkja verði almenn og útbreidd
svo unnt verði með öruggum hætti að bera kennsl á samskiptaaðila.“
Fjármálaráðuneytinu er falin ábyrgð þessa verkefnis og hefur á
undanförnum árum unnið að framgangi þess. Í því skyni hófst árið 2003
tilraunaverkefni undir stjórn fjármálaráðuneytisins um notkun rafrænna
skilríkja og rafrænna undirskrifta hjá nokkrum ríkisstofnunum, m.a. hjá
Tollstjóranum í Reykjavík við umsýslu tollskjala.
Samstarf ríkis, banka og sparisjóða
Árangur þessa tilraunaverkefnis var góður og full ástæða þótti til að
halda því áfram. Í kjölfarið hóf fjármálaráðuneytið viðræður við Samband
banka- og verðbréfafyrirtækja (SBV) um að rafrænum skilríkjum yrði
dreift til almennings með nýrri gerð debetkorta sem innihalda örgjörva
sem hýst getur rafræn skilríki. Árið 2005 undirrituðu fjármálaráðherra,
f.h. ríkissjóðs, og Bjarni Ármannsson, f.h. SBV, viljayfirlýsingu þessa
efnis. Nýlega var síðan undirritaður samstarfssamningur milli Auðkennis
(fyrirtækis í eigu viðskiptabanka og sparisjóða) og fjármálaráðuneytisins.
Með samningnum er staðfestur vilji til áframhaldandi samstarfs um
verkefnið. Markmið samstarfsins er að koma á og stuðla að almennri
dreifingu og notkun rafrænna skilríkja á Íslandi og auðvelda þannig
einstaklingum, stofnunum, fyrirtækjum og öðrum lögaðilum að nýta sér
rafræna opinbera þjónustu og möguleika rafrænna viðskipta á öruggan
hátt. Samningsaðilar eru sammála um að leggja sitt af mörkum til þess
að innleiðing skilríkjanna gangi hratt fyrir sig og notkun þeirra verði sem
almennust, m.a. þar sem önnur rafræn skilríki hafa verið notuð. Samkvæmt
samningnum mun Auðkenni gefa út og standa að almennri dreifingu
rafrænna skilríkja á debetkortum með örgjörva. Bankar og sparisjóðir
dreifa nýju debetkortunum til allra núverandi notenda debetkorta og verða
þar með öll eldri debetkort endurnýjuð. Reiknað er með að dreifing nýrra
korta hefjist í haust.
Ávinningur
Ljóst er að samstarf ríkis, banka og sparisjóða um almenna útbreiðslu
rafrænna skilríkja til almennings og fyrirtækja er stórt skref í átt að
innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og rafrænna viðskipta á Íslandi. Verkefnið
mun á næstunni valda byltingu í öryggi í öllum rafrænum samskiptum og
á ferðalögum um netheima. Óteljandi möguleikar eru til hagræðingar og
aukins öryggis með notkun rafrænna skilríkja. Sem dæmi má nefna að
slík skilríki verður hægt að nota sem
aðgangslykil að ýmiss konar netlægri
þjónustu og þar með ætti aðeins að þurfa
að muna eitt lykilorð í stað margra nú. Það
mun eflaust gleðja marga. Tæknin virkar
þannig að notandinn setur debetkort sitt
í lesara tölvunnar og slær inn eitt lykilorð
sem veitir honum þá aðgang að margs
konar rafrænni þjónustu. Hægt verður að
spara ófáar ferðir og drjúgan tíma – bjóði þjónustuaðilar upp á rafrænar
undirskriftir samninga og umsókna í stað undirskriftar í eigin persónu.
Traustið tryggt í samskiptum á Netinu:
Höfundar: Haraldur Sverrisson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, og Sæmundur Sæmundsson, stjórnarformaður Auðkennis.
Bankar og sparisjóðir dreifa nýju
debetkortunum til allra núverandi
notenda debetkorta og verða þar
með öll eldri debetkort endurnýjuð.
Haraldur A. Bjarnason
Höfundar: Sæmundur Sæmundsson og Haraldur Sverrisson.
Skilríki.is - allt um rafræn skilríki
19