UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 31

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 31
31 Upplýsingatækni styrkir stöðu dreifðra byggða Dreifmenntun í skólum í Vestur-Barðastrandarsýslu er verkefni um nýtingu á upplýsingatækni og samvinnu grunnskóla í Vesturbyggð og Tálknafirði. Framkvæmd verkefnisins stóð yfir árin 003 til 006. Skólarnir sem tóku þátt í verkefninu eru Grunnskóli Tálknafjarðar með um 50 nemendur og Grunnskóli Vesturbyggðar sem er með um 150 nemendur en hann samanstendur af Patreksskóla á Patreksfirði sem er með rúmlega 100 nemendur, Birkimelsskóla á Barðaströnd og Bíldudalsskóla í Bíldudal sem hvor um sig er með liðlega tuttugu nemendur. Forsögu verkefnisins má rekja til þess að illa gekk að fá kennara með réttindi í kennarastöður við grunnskólana í sýslunni og uppfylla þar með lögbundnar kröfur til skólahalds. Þá hafa fjarlægðir og samgöngur í vetrarveðrum gert samskipti og samgang milli skólanna afar erfið því háir fjallvegir eru á milli skólastaðanna og vegalengdir allt frá 12 til 40 km. Meiri gæði og aukin fjölbreytni Meginmarkmið verkefnisins var að nýta upplýsingatækni í þágu fræðslustarfs í grunnskólum sveitarfélaganna svo það mætti eflast og styrkja stöðu byggðanna. Lögð var áhersla á að þróa samkennslu og efla samstarf milli skóla á svæðinu, auka og bæta gæði og fjölbreytni námsins ásamt því að kanna möguleika á hagræðingu í skólahaldi með auknu samstarfi á milli skóla og nýtingu upplýsingatækni. Háskólinn á Akureyri gerði úttekt á verkefninu eftir að því lauk. Niðurstöður úttektar Í niðurstöðum Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri kemur fram að ekki verði annað séð en að umtalsverður ávinningur hafi orðið af dreifmenntunarverkefninu í Vestur-Barðastrandarsýslu. Meðal annars kemur fram að: • kennsluaðferðir í skólunum hafi orðið fjölbreyttari og samskipti kennara á svæðinu aukist • með aukinni samkennslu á milli skólanna virðist mega draga úr fjölda kennslustunda á svæðinu • nemendur séu sjálfstæðari í námi og betur undirbúnir fyrir framhaldsnám í fjarnámi en nemendur sem hafa eingöngu fengið hefðbundna kennslu • félagsleg tengsl nemenda á svæðinu sem verkefnið náði til hafi aukist því nemendur upplifi sig þátttakendur í stærri heild þannig að dregið hafi úr hrepparíg meðal þeirra Tækifæri urðu til Dreifmenntunarverkefnið er í rannsóknarniðurstöðum talið hafa skapað tækifæri fyrir alla skólana. Meðal annars fá skólarnir kennara með sérþekkingu í tiltekinni námsgrein til að annast kennslu á svæðinu án þess það kosti sérstaka kennslutíma í hverjum skóla með tilheyrandi ferðakostnaði og erfiðleikum yfir vetrartímann. Einnig kemur fram að dreifkennsla eins og þarna fór fram sé bæði framkvæmanleg og vænleg leið til að styrkja starf skóla í dreifðum byggðum. Árangur nemenda virðist vera sambærilegur árangri nemenda í hefðbundinni kennslu auk þess sem tölvan og notkun upplýsingatækni varð þeim handgengin. Heimild: Trausti Þorsteinsson, Tryggvi Guðjón Ingason, Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir: Dreifmenntun í grunnskólum V-Barðastrandarsýslu. Nóvember 2006. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Höfundur: Jóna Pálsdóttir, deildarstjóri á upplýsinga- og þjónustusviði menntamálaráðuneytis. Dreifmenntun í Vestur-Barðastrandarsýslu: Nemendur í 8. bekk í Patreksskóla að horfa til Tálknafjarðar, Bíldudals og Birkimels. Skjánum er fjórskipt og sjá allir alla. Nemendur eru með tölvur sem þeir nota til samskipta sín á milli og við kennarann. Einnig gera þau gagnvirk verkefni í Netskólanum. Hér eru þau að læra um kraft og hreyfingu í eðlisfræði. Myndin er tekin vorið 2006. Rannveig Haraldsdóttir, eðlisfræðikennari á Patreksfirði, við kennslu nemenda í 8.-10. bekk í Bíldudal og Tálknafirði. Fjarfundabúnaðurinn er ofan á sjónvarpinu en á skjánum sjást nemendur í Bíldudal og Tálknafirði . Auk þess sést kennarinn einnig á skjánum og í þessum tíma voru einnig gestir frá Skólaskrifstofu Ísafjarðarbæjar sem voru að kynna sér dreifmenntarkennsluna. Myndin er tekin 8. febrúar 2007. C M Y CM MY CY CMY K

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.