UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 11

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 11
11 Framsetning efnis á Ísland.is Hér á eftir eru sýnd tvö dæmi um framsetningu efnis. Þessi dæmi eru úr efnisflokkunum ferðalög og samgöngur og fjölskyldan. Hér er um að ræða upplýsingar annars vegar um vegabréf og hins vegar um meðgöngu og fæðingu. Vegabréf Vegabréf eru öruggustu ferðaskilríkin og nauðsynlegt að hafa þau meðferðis til útlanda þó svo reglur krefjist þess ekki í öllum tilvikum. Vegabréfsumsókn • Hægt er að sækja um vegabréf hjá öllum sýslumannsembættum landsins og hjá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, óháð búsetu eða lögheimili umsækjanda. Afgreiðslustaðir vegabréfa • Sækja þarf um í eigin persónu og framvísa skilríkjum. Myndataka fer fram á afgreiðslustöðum vegabréfa. Heimilt er að koma með eigin mynd fullnægi hún settum skilyrðum. • Börn undir 18 ára aldri fá útgefin sérstök vegabréf. Báðir foreldrar þurfa að sækja um eða samþykkja umsókn um vegabréf nema einungis annað foreldri fari með forsjá en þá þarf að framvísa gögnum því til sönnunar. • Við sérstakar aðstæður er hægt að fá útgefið neyðarvegabréf hjá Tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hjá sýslumönnum. Um neyðarvegabréf. • Íslendingar sem staddir eru erlendis og þurfa á vegabréfi að halda snúa sér til sendiráða eða ræðismanna Íslands. Útgáfa íslenskra vegabréfa erlendis. • Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og hafa vegabréf sem gefið var út fyrir 1. júní 1999 verða annaðhvort að fá vegabréfsáritun eða sækja um nýtt vegabréf. Vegabréfsáritanir • Í mörgum tilvikum þarf sérstakt leyfi eða áritun í vegabréf til að ferðast til annarra landa. Útgáfa vegabréfsáritana er í höndum sendiráða og ræðismanna þeirra ríkja sem ferðast á til. Ferðaskilríki • Vegabréfa er ekki krafist á ferð um Norðurlönd en þau eru einu persónuskilríkin sem tekin eru fullgild erlendis og því full ástæða til að hafa þau meðferðis. Tenglasafn: Allt um vegabréf á Vegabref.is Hagnýtar upplýsingar og flugáætlanir hjá Leifsstöð Ferðaáætlun Norrænu Almennt um Schengen-samstarfið Um ferðalög (alferðir) í Handbók neytenda hjá Neytenda- samtökunum Um vegabréfsáritanir og fleiri hagnýtar upplýsingar hjá utanríkisráðuneytinu Lög nr. 136/1998 um vegabréf Reglugerð nr. 624/1999 um íslensk vegabréf Lög um alferðir nr. 80/1994 Meðganga og fæðing Barnshafandi konur fá meðgönguvernd sér að kostnaðarlausu. Tilgangur hennar er að stuðla að heilbrigði móður og barns með faglegri umönnun, stuðningi og fræðslu. Æskilegt er að fara í fyrstu skoðun eigi síðar en við tólftu viku meðgöngu. Meðgönguvernd • Heilbrigðar barnshafandi konur sækja skoðanir í meðgönguvernd á nærliggjandi heilsugæslustöð. • Meðgönguvernd er tilvonandi móður að kostnaðarlausu sé hún sjúkratryggð á Íslandi. • Konum sem taldar eru í áhættumeðgöngu er sinnt á kvennasviði Landspítala- háskólasjúkrahúss (LSH) og kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Konum í barneignarhugleiðingum og barnshafandi konum er ráðlagt að taka inn fólasín. Fólasín-bæklingur á vef Lýðheilsustöðvar (pdf). • Fyrsta skoðun fer fram við 8-12 vikna meðgöngu. Gert er ráð fyrir að konur sem eru að eignast sitt fyrsta barn fari í 10 skoðanir fram að fæðingu en aðrar í 7 skipti. • Ljósmæður annast meðgönguvernd í nánu samstarfi við lækna og aðra sérfræðinga. • Barnshafandi konum er boðin ómskoðun við 19-20 vikna meðgöngu. Sé um áhættuþætti að ræða getur ómskoðun verið beitt fyrr og oftar og fleiri rannsóknir fara fram eftir þörfum. Um ómskoðun og fleira hjá fósturgreiningardeild LSH. • Eftirskoðun hjá lækni eða ljósmóður er æskileg 6-10 vikum eftir fæðingu. Þá er almennt heilsufar móður metið og ráðgjöf veitt. • Víða er verðandi foreldrum boðið upp á námskeið. Upplýsingar þar um er að fá hjá heilsugæslustöðvum og Miðstöð mæðraverndar. Foreldrafræðsla hjá Miðstöð mæðraverndar. Alhliða upplýsingar um meðgönguna og meðgönguvernd á vef Miðstöðvar mæðraverndar. Læknisþjónusta í veikindum og bráðatilvikum á Ísland.is. Fæðing • Konum er frjálst að fæða börn sín á hvaða sjúkrahúsi sem er, sé þar veitt fæðingarþjónusta. Ekkert gjald er tekið fyrir fæðingar sé móðirin sjúkratryggð á Íslandi. • Sængurlega er mislöng eftir eðli fæðingar, allt frá sólarhring upp í nokkra sólarhringa. • Eftir fæðingu vitja hjúkrunarfræðingar móður og barns á heimili þeirra en við 6 vikna aldur taka við skoðanir á heilsugæslustöðvum. • Hægt er að fara heim innan 36 klukkustunda frá fæðingu ef skilyrði um heilsu móður og barns eru uppfyllt. Hún nýtur þá heimaþjónustu ljósmóður næstu daga sér að kostnaðarlausu. Hafa þarf í huga að heimaþjónustu er ekki sinnt í öllum byggðarlögum landsins. Heimafæðing • Kona getur fætt í heimahúsi ef heilsa hennar og barns og aðrar aðstæður leyfa. Ljósmæður sem annast meðgönguvernd veita upplýsingar um tilhögun heimafæðinga. • Móðir sem fæðir í heimahúsi á rétt á sjúkradagpeningum í 10 daga frá fæðingu barns. Tenglasafn: Um sjúkradagpeninga á vef TR Um ungbarnavernd á vef Miðstöðvar heilsuverndar barna Vert að skoða Um meðgönguvernd á vef Landlæknis Kvennasvið LSH Kvennadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Heilsugæslustöðvar á Íslandi Fróðleikur um meðgöngu og fæðingu á vef Ljósmæðrafélags Íslands Lög og reglugerðir Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 Rafrænt greiðslumat Ráðgjöf og aðstoð Lánsumsóknir rafrænt á Netinu Svar innan fjögurra daga F A B R I K A N Það má segja að Ísland.is sé eins konar leiðarvísir að opinberri þjónustu. Þar verður hægt að finna grunnupplýsingar um þá málaflokka sem vefurinn nær til og fjölda tilvísana í efni og þjónustu sem finna má á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Það er því ekki lengur þörf á að vita hvert á að snúa sér til að leita að upplýsingum.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.