UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 25

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 25
5 Reikningana rafrænt – pappírinn burt Íslenskt samfélag er komið einu skrefi nær því að rafvæða öll viðskipti í landinu með því að skilgreina form fyrir einfalda rafræna reikninga. Fjársýsla ríkisins mun fyrir hönd hins opinbera taka á móti slíkum reikningum í vor, með það að markmiði að allar stofnanir ríkisins geti tekið við rafrænum reikningum fyrir árslok 008. Undanfarið hafa æ fleiri fyrirtæki reynt að minnka pappírsnotkun og miðla upplýsingum til neytenda rafrænt. Flugfélögin eru að mestu hætt að gefa út pappírsfarseðla, en senda þeim tölvupóst sem keypt hafa ferðir sínar á heimasíðu félaganna. Atlantsolía sendir fólki kvittanir í tölvupósti og fleira mætti nefna. Rafræn viðskipti eru ekki nýtt fyrirbæri. Fyrir rúmlega 40 árum hófu menn tilraunir við að senda pantanir og reikninga á milli fyrirtækja á rafrænu formi. Árangurinn varð EDI-formið sem varð að alþjóðlegum staðli undir heitinu EDIFACT. Staðall sá hefur verið í notkun hér á landi sl. 20 ár og reynst afar vel. Fyrirtæki í vörudreifingu eða flutningum hafa notað hann til að miðla upplýsingum um vörur og vöruskil sín á milli og einnig á milli vöruhúsa og verslana. Nú er svo komið að heildsalar geta vart selt stóru verslunarkeðjunum vöru, nema þeir geti tekið við pöntun á rafrænu formi. Í aðfangakeðjunni eru upplýsingar um vörurnar, vörulistar, pantanir og reikningar hluti af vörunni. Upplýsingakerfin eru því að verða hjartað í starfsemi fyrirtækja. En viðskipti neytenda við verslanir eru miklu einfaldara ferli, þar sem tíðkast reikningar vegna tilfallandi viðskipta. Viðskipti á Netinu eru pappírslaus til þess að einfalda fyrirkomulag viðskiptanna. Hægt er að veita ódýra hagkvæma þjónustu á Netinu, t.d. eins skiptis aðgang að heimasíðu upp á örfáar krónur eða jafnvel aura. Sama gildir um megnið af kaupum ríkisins á vöru og þjónustu – reikningarnir eru mjög einfaldir. Rafrænt form reikninga Í febrúar 2005 tóku gildi lög í Danmörku sem skylduðu öll fyrirtæki landsins til að senda reikninga á rafrænu formi til ríkisins annars fengjust þeir ekki greiddir. Frægt dæmi er af danska skattinum sem fékk pappírsreikning frá fyrirtækinu sem vistaði heimasíðu þeirra. Reikningurinn fékkst ekki greiddur og áður en hann lokst komst í rafrænt form, var síðunni lokað. Þetta átak Dana hefur nú staðið í tvö ár og er árangurinn mjög góður. Fljótlega varð ljóst að svipað fyrirkomulag við miðlun reikninganna hentaði vel á Íslandi og tóku því ICEPRO-samtökin að sér að aðlaga formið fyrir íslenskar aðstæður. Þá hófst samstarf milli Norðurlandaþjóðanna um samræmingu rafrænna skjala, þ.á m. pantana og reikninga. Stuðst er við svokallað XML-form sem er aðferð til að lýsa innihaldi rafrænna skeyta og senda upplýsingar á milli tölvukerfa. XML er staðall sem hefur þróast samhliða Netinu og er hugsaður til að senda upplýsingar milli tölvukerfa. Kosturinn við hann er að hann hentar vel til að miðla upplýsingum milli tölva sem geta komið sér saman um hvert innihald skeyta er. Þegar sátt er milli aðila í viðskiptalífinu um form einfaldra reikninga er auðvelt fyrir hönnuði upplýsingakerfa að nýta sér þetta form, því vitað er að vaxandi fjöldi kerfa mun geta unnið með það í framtíðinni. Þegar aðilar eiga í viðskiptum munu tölvukerfi sendanda einfaldlega vísa í þetta form og ef kerfi móttakanda þekkir það, er einfalt að miðla reikningum milli aðilanna. Innleiðing á Íslandi Hér á landi tíðkast EDI-form reikninga sem hentar vel stærri fyrirtækjum, en síður smærri fyrirtækjum eða einstaklingum. Íslenska ríkið hefur undanfarin misseri skipulagt rafræn innkaup með notkun XML-reikninga í huga. Því féll átak Dana vel að stefnumótun íslenska ríkisins. Til að ná sátt við atvinnulífið um form reikninga var ákveðið að vísa þessu máli til ICEPRO, samtaka um rafræn viðskipti, og tóku þau að sér að þróa form rafræns reiknings fyrir íslenskt atvinnulíf. Handbók ICEPRO um notkun XML-reikninga var tilbúin í lok árs 2006. Stuðst er við svokallaðan UBL 2.0-staðal og hefur þessi vinna verið unnin í samstarfi norrænna þjóða. Því munu íslenskir reikningar og pantanir geta runnið óbreytt á milli tölvukerfa Íslands og Norðurlandanna. Þessa dagana er verið að undirbúa innleiðingu rafrænna reikninga hjá íslenska ríkinu. Unnið er að því að allar stofnanir ríkisins geti tekið við reikningum á rafrænu formi. Þar mun verða stuðst við handbók ICEPRO og byggt á því formi. Í framhaldi af því verður þess óskað að þau fyrirtæki sem geta nýtt sér XML-form, sendi reikninga til ríkisins á því formi. Einnig er þess vænst að stuðningur við þetta form verði til staðar í bankakerfinu og flutningsneti símafyrirtækjanna. Næstu skref Þess er vænst að vaxandi hluti ýmissa viðskiptaskjala verði á rafrænu formi á næstu árum. Sama mun gilda um pantanir og reikninga. Reikningar frá þjónustuaðilum og birgjum munu verða pappírslausir á næstu árum. Það er spurning hvort farin verði sú leið að lögleiða þetta fyrirkomulag – þ.e. að allir verði skyldaðir til að senda ríkinu reikninga á rafrænu formi. Það eru rök bæði með og á móti. Huga þarf að því hvernig litlir aðilar og einyrkjar gætu nýtt sér þessa tækni, án þess að hún verði þeim byrði sem kostar meir en hún getur sparað. Á móti þarf líka að huga að því að tryggja litlum aðilum aðgang að viðskiptanetum stærri fyrirtækja svo þeir verði ekki útilokaðir frá viðskiptum af tæknilegum ástæðum. Höfundar: Bergþór Skúlason, Fjársýslu ríkisins, og Örn S. Kaldalóns, framkvæmdastjóri ICEPRO. · Upplýsingar um fjárhagsstöðu · Upplýsingar um nám barna · Rafrænar umsóknir · Formleg erindi til bæjarins · Umræður og fyrirspurnir · Skoðanakannanir · Samráðsmál Reykjanesbær Þinn bær á netinu Reykjanesbær leggur áherslu á skjóta og vandaða upplýsingagjöf og hentugt samráðsferli við íbúa. Mitt Reykjanes er spennandi möguleiki í rafrænni stjórnsýslu en þar gefst íbúum kostur á að reka erindi sín við stjórnsýslu bæjarins á rafrænan hátt og fá svör til baka á sama máta. Þess er vænst að vaxandi hluti ýmissa viðskiptaskjala verði á rafrænu formi á næstu árum. Sama mun gilda um pantanir og reikninga.

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.