UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 15
15
Opinberir vefir uppfylli lágmarksskilyrði
Í janúar 006 lagði forsætisráðherra fyrir ríkisstjórn skýrsluna Aðgengi allra að vefnum sem unnin var af
forsætisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Skýrslan fjallar um hvernig opinberir aðilar geti mætt þörfum
fatlaðra í samfélagi upplýsinga. Ákveðið var að fara að tillögum sem fela í sér að stefnt verði að því að allir
opinberir vefir á Íslandi uppfylli ákveðnar lágmarkskröfur í aðgengismálum.
Ofangreind ákvörðun var í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um
upplýsingasamfélagið, Auðlindir í allra þágu, þar sem finna má markmið
um að tryggt verði að rafræn þjónusta opinberra aðila taki mið af þörfum
ólíkra hópa, s.s. blindra, sjónskertra og fatlaðra.
Í kjölfarið mótaði Stjórnarráð Íslands sérstaka aðgengisstefnu fyrir vefi
ráðuneytanna og hefur verið lögð mikil vinna í að þróa þá vefi til að gera þá
aðgengilega öllum samfélagshópum. Áfram verður haldið á þeirri braut.
Fræðsluefni á UT.is
Í nóvember 2006 var forstöðumönnum ríkisstofnana sent erindi þar sem
athygli þeirra var vakin á ofangreindri ákvörðun og þeir hvattir til að leggja
metnað í að sinna aðgengismálum á vefjum sínum. Til þess að auðvelda
stofnunum að takast á við þetta verkefni var talin þörf á að safna saman
hnitmiðuðu fræðsluefni og stuðla að umræðu og fræðslu um aðgengismál
í samfélaginu. Fræðsluefni hefur verið komið fyrir á vefnum UT.is sem er
vefur um upplýsingatækni á vegum forsætisráðuneytis. Þar er að finna
gagnlegar upplýsingar sem ætlað er að auðvelda stofnunum og fyrirtækjum
að ná settum markmiðum og koma aðgengismálum sínum í gott lag. Hinn
14. nóvember 2006 var haldin ráðstefna um aðgengismál á vef. Fyrirtækið
Sjá ehf. skipulagði ráðstefnuna en forsætisráðuneyti og
Öryrkjabandalag Íslands voru samstarfsaðilar þess.
Stöðugt ný tækifæri
Gerð verður úttekt á aðgengismálum á opinberum vefjum
á árinu 2007 til að fylgjast með stöðunni. Í úttekt sem
gerð var árið 2005 kom fram að verulegra úrbóta var þörf
á þeim tíma og verður því fróðlegt að sjá hvaða árangur
hefur náðst í aðgengismálum á tveimur árum.
Tæknin skapar stöðugt ný tækifæri til að mæta þörfum
blindra, sjónskertra og lesblindra á Netinu. Stofnanir og
fyrirtæki þurfa að nýta þessi tækifæri og leggja metnað
sinn í að hafa aðgengismálin í lagi.
Aðgengi allra að Vefnum:
Höfundur: Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, forsætisráðuneyti.
• Stjórnarráð Íslands hefur einsett sér að gera Stjórnarráðsvefinn
aðgengilegan fötluðum. Stefnt er að því að allt efni á vefnum muni
að minnsta kosti standast viðmiðunarreglur WCAG 1.0 af gerð A
fyrir 1. júlí 2007.
• Síður á Stjórnarráðsvefnum sem uppfylla aðgengisstefnu eru
merktar sérstaklega með táknmynd W3C.
• Aðgengisstefna Stjórnarráðsvefsins nær eingöngu til hans en
ekki þeirra vefja sem vísað er á.
Guðbjörg Sigurðardóttir.
• Efni frá þriðja aðila sem birt er á vefjum ráðuneyta skal uppfylla
kröfur um aðgengi fyrir alla.
• Séð verður til þess að starfsfólk fái þá þjálfun sem til þarf miðað
við starf sitt og hlutverk. Boðið verður upp á endurmenntun eftir
því sem kröfur um aðgengi breytast eða ný tækni kemur fram.
Þetta verður meðal annars gert með því að koma upp sérstakri
upplýsingasíðu um aðgengismál á UT-vefnum.
Sjá aðgengisstefnuna í heild sinni á raduneyti.is.
Meginatriðin í aðgengisstefnu fyrir vef Stjórnarráðsins
Mikið hagræði og aukin skilvirkni
Menntamálaráðuneyti afgreiðir fjöldann allan af styrkbeiðnum úr hinum ýmsu sjóðum. Í nóvember 006
hófst tilraunaverkefni með gagnvirkar umsóknir í samvinnu við Rekstrarfélag stjórnarráðsbygginga
og Hugvit. Með því að fá umsóknir beint inn í rafrænt skjalastjórnarkerfi ráðuneytisins og tengja þær
verkferlum við afgreiðslu skapast mikið hagræði, auk þess sem skilvirkni eykst og þar með þjónusta við
viðskiptavini ráðuneytisins.
Ferlið er þannig að umsækjandi skráir sig á vef ráðuneytisins,
menntamalaraduneyti.is, og fær aðgang að persónulegu svæði sem
er lokað og inniheldur gögn sem honum tengjast. Umsókn er fyllt út
og send af vef ráðuneytisins í rafrænt
skjalastjórnarkerfi sem nefnt er Málaskrá.
Síðan er hægt að fylgjast með afgreiðslu
umsókna á lokuðu svæði hvers og eins.
Talsverður tímasparnaður
Þegar umsóknir af vef berast í
skjalastjórnarkerfið fara skráðar upplýsingar
beint á viðeigandi svæði eins og t.d. nafn
umsækjanda, heimilisfang, sími, netfang og
heiti verkefnis. Sparast þannig mikil vinna
við skráningu og skönnun umsókna sem
áður tók nokkra daga. Einnig sparast tími
viðskiptavina ráðuneytisins sem ekki þurfa lengur að prenta út umsóknir,
skrifa undir þær og senda í pósti.
Stefnt er að því að tengja rafrænu umsóknirnar við rafræn skilríki sem
eru væntanleg innan tíðar. Skilríkið tryggir að aðili sé sá sem hann segist
vera.
Fleiri eyðublöð á vef
Í desember sl. var fyrsta gagnvirka eyðublaðið sett á vef ráðuneytisins og
umsækjendum um styrki úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla boðið að
sækja um rafrænt. Umsóknarfrestur rann út 10. febrúar 2007 og barst
101 umsókn. Almenn ánægja var á meðal umsækjenda með að ráðuneytið
skyldi hafa stigið það skref að bjóða upp á rafrænar umsóknir.
Framundan er frekari þróun á því að margs konar eyðublöð verði gagnvirk
á vefnum. Á þessu ári er stefnt að því að setja á vef ráðuneytisins fjögur
gagnvirk eyðublöð sem tengjast umsóknum um styrki.
Ásgerður Kjartansdóttir.
Gagnvirkar umsóknir í menntamálaráðuneyti:
Höfundur: Ásgerður Kjartansdóttir, deildarstjóri á upplýsinga- og þjónustusviði, menntamálaráðuneyti.