UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 23

UTBlaðið - 03.03.2007, Blaðsíða 23
Afreksfólk velur Háskólann á Bifröst - Besti fjarnámsbúnaður á Íslandi Í Háskólanum á Bifröst er notaður kennslubúnaður sem kallast Námskjár. Hann er notaður bæði í stað- og fjarnámi og tæknin veitir öllum sömu tækifæri til að bæta lífskjör sín og stunda nám hvar í veröldinni sem þeir kunna að búa. Fjarnámsbúnaðurinn hefur reynst ákaflega vel og er einróma lofaður, ekki síst af því fólki sem ekki á heimangengt eða dvelur um lengri eða skemmri tíma erlendis. Í hópi nemenda Háskólans á Bifröst nú er meðal annarra afreksfólk í íþróttum sem dvelur á erlendri grund og nýtir sér þennan möguleika til náms. Umhverfi kennara er með þeim hætti að þeir geta stundað kennsluna hvar sem er og gerir það okkur kleift að státa af frábærum erlendum kennur- um sem eru fastráðnir við erlenda háskóla sem og Íslendingum í út- löndum sem kenna í gegnum Nám- skjáinn. Allur texti Námskjásins er á íslensku. Margir samskiptamöguleikar eru í kennslukerfinu, t.d. tölvupóstur og umræðusvæði og spjallrásir sem gera nemendum kleift að eiga samskipti við einn eða fleiri aðila samtímis í umhverfi sem minnir á kennslustofu. Þrátt fyrir að kennslan fari fram óháð stund og stað er kennurum skylt að koma efni inn á Námskjáinn á ákveðn- um tímum en nemandinn velur sér hins vegar þann tíma sem honum hentar til þess að hlusta á fyrirlestrana. Því ekki að nýta tímann vel og bæta lífskjörin? Þú getur stundað nám við Háskólann á Bifröst í stofunni heima. 311 Borgarnes | sími 433 3000 | fax 433 3001 | www.bifrost.is

x

UTBlaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: UTBlaðið
https://timarit.is/publication/1121

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.